Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 138
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
er þjóðemishyggja miMlvægur þáttur í að Mrkja einstaklinga til ákveðinna
athafna. Sem dæmi um þetta má nefna tdnsældir allskonar þjóðlegra verk-
legra athaíha svo sem prjónaskaps og sláturgerðar sem hafa verið tengd við
aðhaldssemi og fortíðina og þannig sköpuð einhverskonar samfella fortíð-
ar og nútíðar. Geta má sér til að áhersla á slíkar athafnir tengdar þjóð-
menningu hafi skapað vettvang samkenndar hjá einstaklingmn, eins konar
virka samstöðu þar sem einstaklingum fannst þeir vera að gera eitthvað til
að breyta aðstæðum sínmn og að athafnimar hafi hlotið dýpri merkingu
vegna þess að þær voru virkjaðar með þjóðemislegum táknum.106
Um leið er þó ekki hægt að líta fram hjá því að áherslan á samstöðu
felur yfirleitt ekki í sér að hugað sé að þeim sem hafa veika stöðu á viirnu-
markaði, svo sem útlendingum og konmn, eða í samfélaginu í heild. Hér
væri þó áhugavert að taka til nákvæmrar skoðunar hvernig orðræðan mn
samstöðu er notuð af óhkum hópum og tekur á sig ólíkar birtingarnumdir.
Þeir sem vilja viðhalda núverandi dreifingu valds hafa til dæmis einrng
vísað til samstöðu, og þá til að þagga niður í mótmælaröddum og draga úr
mikilvægi þess að horfa á þá spillingu sem Urðist hafa viðgengist og láta
einstaklinga sæta ábyrgð á gjörðum sínum. Enn og aftur má sjá hvermg
þjóðernishyggja er í fullum samræðtmi við hnattrænar aðstæðm' hverju
sinni og endurskapar sig út frá þeim.10
Herferðin Icelanders are NOTterrorists! hófst í lok október 2008 og fólst
í mótmælum gegn því að bresk stjórnvöld notuðu bresku hryðjuverkalögin
(Anti-terrorism, Crime and Security Act frá 2001) til að loka
Landsbankanum í Bretlandi. Undirskriftum var safnað þar sem aðgerðum
Breta var mótmælt og þeirri sýn sem þau brugðu upp af Islandi. Eins og
segir á heimasíðu þeirra sem stóðu að mótmælunum, www.indefejiice.is,
var síðunni ætlað að auka skálning milli Islendinga og Breta, trúlega með
því að gera sjónarhom Islendinga sýnilegri í Bretlandi. A síðunni var hægt
að skrá sig á undirskriftalistann og lesa blaðagreinar víðsvegar að úr heim-
106 Sjá til dæmis Anna Sigríður Einarsdóttir, „Bragðgóðir sparnaðarréttir“,
Morgunblaðið 1. nóvember 2008, http://mvw.mbl.is/mm/gagnasain/gTein.hQnl?
grein_id=1252645 (skoðað 12. júm' 2009); Kolbnín Bergþórsdóttir, ,Aftur til for-
tíðar“, Morgunblaðið 20. október 2008, http://www.mbl.is/mm/gagnasaih/grein.
html (skoðað 12. júní 2009); „Sláturgerð í Hörgárbyggð“, Morgunbhðið 23. okt-
óber 2008, http://www.mbl.is/mm/gagnasafh/grein.html?grein_id=1251298
(skoðað 12. júm' 2009); „Bjuggu til blóðmör og liffarpylsu í Þehnerkurskóla:
Litskrúðugur í sláturgerð“, Morgunblaðið 23. október 2008, http://www.mbl.is/
mm/gagnasafh/grein.html?grein_id=1251184 (skoðað 12. júní 2009).
107 Kristín Loftsdóttir, „Utrás Islendinga og hnattvæðing hins þjóðlega“, bls. 159-
176.
136