Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 143
Antonio Gramsci
Menntamenn
Antonio Gramsci er almennt talinn einn fi-umlegasti höfimdurinn af
þeim sem tóku marxíska hugsun í arf, auk þeirra Georgs Lukács og Louis
Althusser.1 Hugmyndir hans um menningarlegt forræði sem leið til að
viðhalda ríkinu í kapítahsku samfélagi eru enn hfandi og hafa reynst
áhrifamiklar í samtímaumræðu, ekki síst í stjómmála- og menningar-
fræðum.
Gramsci fæddist inn í fátæka fjölskyldu á Sardiníu árið 1891, fjórði í
röðinni af sjö bömum. Arið 1911 bauðst honum styrkur til að stunda
nám við háskólann í Torino þar sem hann lagði fyrir sig tungumál og
málvísindi. En áhugi Gramscis lá víðar og beindist ekki síður að sagn-
fræði, bókmenntum og heimspeki. A námsárunum heima á Sardimu
hafði hann komist í kynni við sósíalískar bókmenntir í gegnum eldri
bróður sinn Gennaro og kenningar nýhegelistans Benedettos Croce,
áhrifamesta ítalska hugsuðarins á síðustu öld. Skrif Croce höfðu mikil
áhrif á hinn unga Gramsci, þótt hann yrði afar gagnrýninn á kenningar
hans þegar hann gekkst marxismanum á hönd, og segja má að Gramsci
sé í beinni og óbeinni samræðu við hughyggju Croce í minnisbókunum
sem hann skrifaði í fangelsinu og síðar verður vikið að.
Gramsci hóf afskipti af stjómmálum í Torino, og ekki leið á löngu þar
til að hann hætti formlegu námi og gaf sig allan í pólitíkina; hann skrifaði
greinar í sósíalísk dagblöð á borð við Avanti! (.Áfram!) og varð ritstjóri II
grido del popolo (Oskur fólksins). Þegar II grido del popolo var lagt niður
1 Hér mætti nefha að hugmyndir Gramscis voru mildll áhrifavaldur í því að marx-
ískar hugmyndir öðluðust nýtt líf á 6. og 7. áratugnum á Itah'u og í Frakklandi. I
því sambandi eru skrif Louis Althusser um hugmyndafræðileg stjómtæki ríldsins
afar áhugaverð (sjá grein hans „Hugmyndaffæði og hugmyndafræðileg stjómtæki
ríkisins11, Egill Amarson þýddi, Afmarxisma, ritstj. Magnús Þór Snæbjömsson og
Viðar Þorsteinsson, Reykjavík: Nýhil, 2009, bls. 175-228). í seinni tíð hafa hug-
myndir Gramscis m.a. verið endurskoðaðar af Emesto Laclau og Chantal Mouffe
eins og sjá má í riti þeirra Hegemony and Socialist Strategy: Tmvards a radical
democraticpolitics, London: Verso, 1985.
Í41
Ritii 2-3/2009, bls. 141-153