Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 146
ANTONIO GRAMSCI
þ\T fram að allir menn væru menntamenn þ\a að sérhver maðnr býr \-fir
vitsmunalegum eiginleikum, en ekki séu þó allir menn í hlut\rerki
menntamanna í samfélaginu. Hann hefur í raun áhuga á þehn mennta-
mönnum sem starfa beint eða óbeint fjtrir ráðandi þjóðfélagshóp við það
að skapa samstöðu og samþykki —fonmæði - og beinir jafhffamt sjónum að
þeim vanda hvemig mynda megi hóp menntamanna hinna undirsettu
þjóðfélagshópa sem svo geti staðið gegn og umbreytt ríkjandi þjóð-
félagsgerð. Ef þjóðfélagshópar nota ekki vald á beinan hátt til að viðhalda
ákveðinni félagslegri og efuahagslegri reglu, heldur gera það í gegnmn
póhtíska og menningarlega milhliði - þ.e. menntamenn - þá er hlutverk
þessara milhliða afskaplega mikilvægt. Og ef verkamannastéttin ædar að
setja sig upp á móti þeirri reglu sem er við lýði, án þess að verða háð
menntamönnum úr annarri stétt, þá verður hún að skapa sér sína eigin
menntamenn.
Textinn sem hér fer á eftir er þýddur eftir heildarútgáfu Einaudi á
minnisbókum Gramscis (1975, ritstjóri Valentino Gerratana). Textann
er að finna í þriðja bindi þessarar útgáfu senr inniheldur skrif Gramscis
frá árunum 1932-1935.
Steinar Orn Atlason
Eru menntamenn sjálffáður og sjálfstæður þjóðfélagshópur [gruppo socia/e]
eða á sérhver þjóðfélagshópur sinn eigin sérhæfða flokk [categoria]
menntamanna? Vandamálið er flókið vegna þeirra margbreytilegu m\-nda
sem flokkar menntamanna hafa hingað til tekið á sig í raunverulegri ffam-
vindu sögunnar. Tvær m\udir eru þar mikilvægastar:
1) Sérhver þjóðfélagshópur, sem er að verða til á ónumdu svæði grund-
vallarstarfsemi í heimi efnahagslegrar framleiðslu, myndar jafnffamt, á
náttúrulegan hátt, eitt eða fleiri lög [cetí\ menntamanna sem ljá honum
einingu og vitund um eigin starfsemi, ekki aðeins á efnahagss\dðinu heldur
h'ka á hinu félagslega og pólitíska sviði: hinn kapítalíski atvinnurekandi
skapar við hlið sér iðntækniffæðinginn, sérffæðinginn í hagffæði, skipu-
leggjanda nýrrar menningar, nýrra laga o.s.ffv. Hafa skal í huga að
atvinnurekandinn sjálfur er til marks um hærra stig þjóðfélagsþróunar sem
einkennist þá þegar af ákveðinni stjórnunar- og tæknilegri (þ.e. vitsmuna-
legri) getu: hann verður að búa yfir ákveðinni tæknilegri getu, ekki aðeins
á sínu tiltekna sviði, þ.e. sviði athafha og ffamtaks, heldur einnig á öðrum
sviðum, að minnsta kosti þeim sem standa efhahagslegri framleiðslu næst
(hann þarf að stjórna fjölda fólks, hann þarf að skapa „traust“ meðal þeirra
sem fjárfesta í fýrirtæki hans, þeirra sem kaupa vöruna o.s.ffv.). Ui-val
x44