Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 151
MENNTAMENN
borgarastétt sveitanna aðallega ríkisstarfsmenn og séríræðinga, en borg-
arastétt borganna ífamleiðir tæknimenn fyrir iðnaðinn: þar af leiðandi
framleiðir Norður-Italía aðallega tæknimenn og Suður-Italía embætt-
ismenn og sérfræðinga.
Samband menntamannanna við heim framleiðslunnar er ekki jafn beint
og hjá þeim þjóðfélagshópum sem liggja samfélaginu til grundvallar, held-
ur er því „miðlað“ á ólíkum stigum, af allri samfélagsgerðinni, af þeim
afbrigðum yfirbyggingarinnar sem menntamennirnir eru „embættismenn“
fyrir. I senn ætti að vera mögulegt að mæla „náttúruleg vensl“ ólíkra milli-
laga [stratí] menntamanna ásamt misjafiilega nánu sambandi þeirra við
þann þjóðfélagshóp sem hggur samfélaginu til grundvallar, og leiða fram
stigskiptingu starfseminnar og afbrigða yfirbyggingarinnar frá hinu lægsta
til hins hæsta (frá undirbyggingunni og upp á við). Það sem við getum gert
við svo búið er að staðsetja tvö helstu „stig“ yfirbyggingarinnar, annars
vegar það sem kalla má „borgaralegt samfélag“, þ.e. skipulagsheild hluta
sem almennt eru kallaðir „einkageirinn“, og hins vegar það sem kalla má
„pólitískt samfélag eða Ríki“ og svarar til starfsemi „forræðisins“ [egem-
onia] sem ráðandi hópur stendur fyrir í samfélaginu öllu og til „beinna
yfirráða" eða skipana sem tjáðar eru í Ríkinu og í „lögbundinni“ stjórn.
Þessi virkni nær einmitt til skipulags og tengsla. Menntamennirnir eru
„fulltrúar“ ráðandi hóps í starfsemi sem lýtur félagslegu forræði og pólit-
ískri stjóm, það er að segja:
1. Hið „ósjálffáða“ samþykki sem fjöldinn veitir þeirri almennu leið
sem ráðandi þjóðfélagshópur velur, samþykki sem orsakast „sögulega“ af
þeirri virðingu (og meðfylgjandi trausti) sem hinn ráðandi hópur nýtur
vegna stöðu sinnar og virkni í heimi framleiðslunnar.
2. Tæki valdbeitingar ríkisins sem styrkir á „lagalegan“ hátt ögun þeirra
hópa sem veita ekki „samþykki“ sitt, hvorki með aðgerðum né aðgerða-
leysi. Þessum tækjum er hins vegar komið á laggimar fyrir allt samfélagið,
komi til kreppu í stjóm og stefhu þegar hið ósjálffáða samþykki tekur að
bresta.
Sé vandinn skoðaður á þennan hátt víkkar hugtakið um menntamenn
vemlega út, en þetta er þó eina leiðin sem gerir okkur kleift að nálgast
áþreifanlegan raunveraleikann. Þessi háttur á að setja vandann ffam rekst
á við fyrirframgefhar hugmyndir okkar um erfðastéttir [casta\\ vissulega er
það svo að þessi skipulagsstarfssemi hins samfélagslega forræðis og yfir-
ráða ríkisins elur af sér ákveðna vinnuskiptingu og þar með stigskiptingu
út frá hæfileikum, þó þanrug að henni fylgja ekki alltaf verkefni af toga
!49