Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 154
ANTONIO GRAMSCI
af viðfangsefnum og spurningum sem taka mætti á í sögulegri rannsókn.
Athyglisverðasta vandamálið sem við blasir undir þessu sjónarhorni tengist
stjómmálaflokki nútímans, raunverulegum uppruna hans, þróun hans og
þeim formum sem hann hefnr tekið á sig. Hvert er einkenni stjómmála-
flokksins í tengslum við vandann um menntamenn? Nauðstnlegt er að
gera nokkrar aðgreiningar:
1) Gagnvart sumum þjóðfélagshópum er stjórnmálaflokkurinn ekkert
annað en leið viðkomandi hóps til að ala af sér náttúrulega menntameim
úr eigin hópi með beinum hætti á hinu pólitíska og heimspekilega sviði
fremur en á sviði framleiðslutækninnar. Þessir menntamenn em mjmdaðir
á þennan hátt og geta ekki orðið tdl öðmHsi, að gefnum almennmn ein-
kennum og myndunaraðstæðum ásamt lífi og þróun þjóðfélagshópsins
(innan framleiðslutækninnar mjmdast þessi millilög sem segja má að sam-
svari „óbreyttum hermönnum“ í hernum, það er að segja, þegar bæjaiielög
em annars vegar, faglegir og sérhæfðir verkamenn og, þegar landið er
annars vegar og á flóknari hátt, landbúnaðarverkamenn og leiguliðar - þar
sem þessar gerðir bænda samsvara almennt meira og minna handverks-
mönnum sem em ígildi hins faglega verkamanns í efhahagskerfi núðalda).
2) Gagnvart öllum hópum í þjóðfélaginu er stjórnmálaflokkurinn ein-
mitt það verkfæri sem innir í borgaralegu þjóðfélagi sömu starfsemi af
hendi og ríkið sér um, á afleiddara sviði og stærri mælikvarða, í póhtísku
þjóðfélagi. Með öðrum orðum tekur flokkurinn að sér að spyrða saman
náttúmlega menntamenn ákveðins hóps - þess sem er ráðandi - og hefð-
bundna menntamenn. Þessi starfsemi flokksins lýtur grunnvirkni hans í
eindregnum skilningi, en hún er sú að móta og tjá þá hluta sem flokkurinn
er samansettur úr - þá hluta þjóðfélagshóps sem er fæddur og uppalinn
sem „efcahagslegur“ hópur - og breyta þeim í hæfa pólitíska menntamenn,
leiðtoga og skipuleggjendur allra þeirra athafha og starfsemi sem nátt-
úmleg þróun heildstæðs samfélags, bæði borgaralegs og pólitísks, er fólgin
í. I raun má segja að á sínu sviði nái stjórnmálaflokkurinn fram virkni sinni
á víðtækari og eðlilegri hátt en ríkið gerir, þó að það sé að vísu á mun
stærra sviði. Menntamaður sem gengur í stjórnmálaflokk ákveðins þjóð-
félagshóps rennur saman við náttúrulega menntamenn hópsins sjálfs og
tengist honum nánum böndum. Þetta á sér stað með þátttöku í lífi ríkisins
sem þó er takmörkuð og stundum alls engin. I reynd kemur fyrir að marg-
ir menntamenn haldi að þeir séu ríkið, og sé stærð flokksins höfð í huga
sést að þessi trú hefur stöku sinnum veigamiklar afleiðingar og leiðir til
i52