Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 155
MENNTAMENN
óþægilegra flækja fyrir þann grundvallarhóp efnahagslífsins sem raunveru-
lega er rfldð.
Sú fuflyrðing að aflir meðlimir stjómmálaflokks ættu að teljast mennta-
menn getur hæglega orðið sjálf að háði og spotti. En leiði maður hugann
að þessu stundarkom sér maður að þetta er hverju orði sannara. Auðvitað
þarf að gera stigskiptingar. Innan tiltekins flokks getur verið misjafnlega
hátt hlutfall meðlima af hærri stigum eða lægri, en það er ekki kjarni
málsins. Það sem máli skiptir er virknin, sem er stjórnmálaleg og skipu-
lagsleg, þ.e. snýst um menntun, og er því vitsmunaleg. Sölumaður gengur
ekki í stjómmálaflokk til þess að standa í viðskiptum, né heldur iðjuhöldur
til að framleiða meira með lægri kostnaði, né heldur bóndi til að læra nýjar
ræktunaraðferðir, enda þótt einhverjir þættir í þessum kröfum sölumanns-
ins, iðjuhöldarins eða bóndans geti að vísu náðst fram innan flokkanna
(algengt er að andmæla þessu og halda því fram að sölumaðurinn, iðju-
höldurinn eða bóndinn sem tekur þátt í „stjórnmálavafstri" tapi á því
ffekar en græði, og að hann sé hin allra versta manngerð - sem er umdeil-
anlegt). I þessum tilgangi, og innan ákveðinna marka, koma samtök
starfsgreina tdl, þar sem efnahags- og viðskiptaleg starfsemi sölumannsins,
iðjuhöldsins og bóndans er haldið á lofri með þeim hætri sem best á við. I
stjómmálaflokknum heþa hlutar efhahagslegs þjóðfélagshóps sig upp fyrir
stund sinnar sögulegu framþróunar og verða að gerendum sem aðhafast á
almennari hátt, með skírskotun sem er í senn þjóðleg og alþjóðleg.
Steinar Öm Atlason þýddi
x53