Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 157
Hildigunnur Ólafsdóttir
og Unnur María Bergsveinsdóttir
Reykj avíkurnætur
Frásagnir af skemmtanalífi
Inngangiir
Skemmtanir og áfengi eru ríkur þáttur í lífi flests ungs fullorðins fólks.
Samhfiða því að vera einn af tjáningarmátum einstakfingsins endurspeglar
skemmtanafifið sameiginlegan fifsstíl smærri og stærri hópa. Þó hefur
málum ekki alltaf verið háttað á þann veg. Aður fyrr fór íslenskt samkvæm-
isfif að mestu fram í heimasamkvæmum og það var ekki fyrr en á seinm
hluta tuttugustu aldar sem 'v'ínveitingahús urðu einn helsti vettvangur
skemmtanafifs.1 Þá urðu kaffihús, krár, barir og veitinga- og skemmtistað-
ir af ýmsum toga sá staður þar sem algengast er að fólk hittist og skemmti
sér. A'Iikilvægi vínveitingastaða og áfengisneyslu er því hvað félagslyndi
varðar athyglisvert en fitt rannsakað efni. I þessari grein verður þallað um
rannsókn sem höfundar gerðu árið 2006 og er markmið rannsóknarinnar
að leiða í ljós hvaða hlutverki áfengi gegnir í félagslífi tmgs fullorðins fólks.
Hvers væntir ungt fólk af áfengisneyslunni; er ölvun markmið eða tæki og
hvemig og hvers vegna stýrir fólk neyslunni?
A síðustu tveim áratugum hefur skemmtistöðum í Reykjavík fjölgað
gífurlega. Þetta er í samræmi við þróun í flestum vestrænum borgum2 en
hér á landi tók ferfið mun styttri tíma en annars staðar. Lok áttunda ára-
tugarins markar upphaf þessarar þróunar hérlendis en þá fengu margir
1 Eggert Þór Bemharðsson, Saga Reykjavtkur 1940-1990. Síðari hluti, Reykjavík:
Iðunn, 1998, bls. 332-334.
2 Jukka Törrönen og Antti Maunu, „Going out, sociability, and ctdtural distinc-
tions“, NAT- Nordisk alkohol- & narkotikatidskrift 22, Engbsh Supplement, 2005,
bls. 25-43.
Ritið 2-3/2009, bls. 155-182
H5