Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 158
HILDIGUNNUR ÓLAFSDÓTTIR OG UNNUR M. BERGSVEINSDÓTTIR
litln veiringastaðanna leyfi ril að selja matargestum trin. Á þessum árum
voru stóru diskótekin aðalskemmtistaðirnir og þau sótti fólk á föstudags-
og laugardagskvöldum. Þegar sala á bjór var leyfð árið 1989 sáu margir
veitingamenn ný viðskiptatækifæri. Á fyrstu árunum efrir að bjórinn kom
til fjölgaði vínveiringastöðum mjög og þá sér í lagi minni krám og vínveit-
ingahúsum á kosmað stóru diskótekanna. Þau síðarnefitdu lum á endanum
í lægra haldi, lögðu niður starfsemi sína og heimsóknir á vínveiringahús
tóku þannig að dreifast jafhar á vikudagana.3 Sem dæmi um þessa þrómi
má nefha að árið 1988 voru 53 vínveitingastaðir í Reykjavík. Þeim fjölgaði
hratt þegar bjórinn kom í sölu árið 1989, eða um 47% fyrsta árið og á milli
áranna 2000 og 2006 fjölgaði þeim úr 182 í 206.4 Þannig varð Reykjavík
líkari öðrum vestrænum borgum þar sem viðskiptahagsmunir og öflug
markaðssetning eru talin ein helsta ástæðan fyrir fjölgun vínveitinga-
staða.5
Skemmtistaðirnir höfða þó ekki jafht ril allra. Þörfin fyrir að skemmta
sér og svigrúmið til þess er almennt tengt ákveðnu tímaskeiði á æviferli
einstaklingsins og endurspeglast þetta viðhorf í aldurssamsetningu gesta á
skemmtistöðum. Skemmtistaðirnir eru því að mesm leyti vettvangm'
þeirra sem enn eru á hinu gráa svæði á milli frelsis æskunnar og ábyrgðar
fullorðinsáranna. Ástæðum þess hvernig þessu tímabili ævinnar lýkur lýsti
27 ára gömul kona á þennan hátt: „Eg er byrjuð í föstu sambandi, komin
með barn, er í krefjandi námi og vinn mikið og peningar ekki miklir.“6
Þegar reykvískt næturlíf er borið saman við skemmtanalíf í öðrum
skandinavískum borgum eru helstu einkenni þess þau að það fer nær ein-
göngu fram í sjálfum miðbænum, opnunartími er ekki bundinn flokkun
3 Hildigunnur Ólafsdóttir, „The Entrance of Beer Into a Persistent Spirits Culture",
Contemporary Drug Problems, 4, 1999, bls. 545-575.
4 Karen Elmeland, Esa Österberg, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ingeborg Lund og
Lennart Johartnsson, „Appendix: The Social History of Public Drinking in the
Nordic Countries“, Paintmg tbe Town Red. Pubs, Restaurants and Young Adults'
Drinking Cultures in the Nordic Countries, ritstj. Börje Olsson og Jukka Törrönen,
Helsinki: Nordic Centre for Alcohol and Drug Research, 2008, bls. 294.
5 Ingeborg Lund og Janne Scheffels, „Oslo by night: young middle class adults’ use
of public drinking places“, Painting the Town Red. Pubs, Restaurants and Young
Adults’ Drinking Cultures in the Nordic Countries, ritstj. Börje Olsson og Jukka
Törrönen, Helsinki: Nordic Centre for Alcohol and Drug Research, 2008, bls.
73-93.
6 Kona 1 - upphafsspurningar. - Þegar vitnað er í dagbækur þátttakenda í rannsókn-
inni eru stafsetning og málfar látin halda sér en greinilegar innsláttarvillur leið-
réttar.
156