Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 159
REYKJAVÍKURNÆTUR
staðar, ekki er innheimtur aðgangseyrir og flestir skemmtistaðanna eru í
raun sambland af kaffihúsi, bar og næturklúbbi. Auk þess er svæðið sem
reykvískt skemmtanalíf fer fram á afar lítdð, aðeins rúmlega einn ferkíló-
metri, og eru skemmtistaðimir í miðbænum allir í göngufæri hver við
annan.
Fræðileg nálgun þessarar rannsóknar er byggð á kenningum Simmels
og Partanens um félagslyndi (e. sociability),' kenningum Maffesolis um
ættbálka á borgarvísu (e. urban tribes)8 og kenningum Foucaults um
heterótópíur.9 Þar sem ekki hefur tekist að finna góðar þýðingar á hugtök-
unum urban tribes og heterótópía verða erlendu hugtökin látin standa
óþýdd eða umrimð.
Kenning Simmels er sú að óKkt öðrum samskiptum sé félagslvndi ekki
ætlað að leiða til neinnar niðurstöðu. Þess í stað er það algerlega háð pers-
ónuleika þeirra sem eru til staðar hverju sinni. Markmiðið er að eiga sam-
verustund og geyma hana síðan í minningunni.10 Félagslyndið byggir á
jöfuuði, sem gerir það jafnframt brothætt þar sem samskipti ólíkra þjóð-
félagshópa bera jafhan í sér möguleika á ójafhræði og árekstrum. Simmel
segir heim félagslyndis stundum taka á sig mynd eins konar gerviheims þar
sem forréttindum og misrétti er vikið til hliðar til að trufla ekki samskipt-
in.
Simmel bendir einnig á að í félagslyndinu birtast flóknar siðferðisregl-
ur. Á ferðalagi okkar um samfélagið erum við einstaklingar en þurfum
jafhframt að haga okkur sem hluti af heild. Til þess að auðvelda gang
þessarar hringekju lýtur einstaklingurinn því ákveðnum siðferðisreglum
sem segja t.d. til um hvernig koma megi inn í hóp og yfirgefa hann og í
framhaldi af því mynda nýjan hóp; sömuleiðis hvemig hefja megi samræð-
ur og ljúka þeim.
Partanen hefur velt því fyrir sér af hverju Simmel hafi ekki tengt áfengi
og félagslyndi í skrifum sínum.11 Skýringin sem hann gefur er sú að
Simmel hafi tahð umfjöllun um efnislega hluti eins og mat og drykk vera
7 Georg Simmel, The Sociology of Georg Simmel, New York og London: The Free
Press, 1950, bls. 40-57; Juha Partanen, Sociahility and Intoxication. Alcohol and
Drinking in Kenya, Africa, and the Modem World, Helsinlá: Finnish Foundation for
Alcohol Studies, 1991, bls. 217-235.
8 Michel Maffesoh, The Time ofthe Tribes. The Decline oflndividualism in Mass Society,
London: Sage, 1996.
9 Michel Foucault, „Um önnur rými“, Ritið 1/2002, bls. 131-142.
10 Simmel, The Sociology of Georg Simmel, bls. 40-57.
11 Partanen, Sociability and Intoxication, bls. 217-235.
r57