Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 167
REYKJAVIKURNÆTUR
smekks ein helsta leið hópa til að marka landamæri á milli sín og „hinna“.
Það að kunna skil á þessum smekk, vita hvað er „inn“ og hvað ekki, er
lykillinn að því að vera tekinn gildur innan tiltekinna hópa - að því að vera
meðtekinn. Menningarfræðingurinn Sarah Thomton,33 sem rannsakað
hefnr breska klúbbamenningu, hefur í því samhengi unnið með hugmynd-
ir Bourdieu um þau völd sem felast í því að ráða yfir hinum „rétta“ smekk.
Samkvæmt Thornton felst eitt einkenni klúbbamenningarinnar í því
hversu erfitt er að henda reiður á því sem er „inn“ í dag því að það er ekki
endilega svo á morgun. Skemmtistaðir em ekki varanlegir staðir, þeir
breyta áherslum sínum, skipta um nafh eða flytja sig tun set. I heimi næt-
urbfsins er „hipness", eða það að vita hvað er „inn“ þá stundina, því mik-
ilvægt verkfæri.
Rex var eins og annar, og sannast sagna mun minna skemmti-
legur, heimur. Það var nánast óþægilegt að sjá hversu ólíkt fólk-
ið þar er öllum kunnuglegu andhtunum á Sirkus. Og tónlistin
skelfileg. Þrátt fyrir það settumst við niður hjá drengjunum
og fengum okkur gin og tórúk og horfðum á fólkið og staðinn.
Grínið við að hafa farið á Rex entist ekki lengi, eins og vænta
mátti, og þá lögðum við leið okkar á Kaffibarinn... Kaffibarinn
var og er mun meira við okkar hæfi, passlega skítugur og sjúsk-
aður og fólkið og tónlistin á okkar bylgjulengd. Enda var það
eins og að koma heim að labba þar inn úr dyrunum.34
Að vera á rétta staðnum með rétta hópntun snýst stundum um meira en
félagsskapinn einan. Með vísan í heterótópíur Foucaults má auðveldlega
skoða margar frásagnanna sem lýsingu á því að gengið sé inn í annan heim.
Skemmtistaðimir í þessum lýsingum eru staðir þar sem einstaklingum
leyfist annars konar hegðun en hversdagslega.
Það er afar takmarkað pláss fyrir siðferði á barnum, og sum
kvöld er eins og gestum hafi verið gert að skilja það efrir í fata-
henginu. Þetta var eitt af þeim kvöldum.35
Viðsnúningur hinna vanalegu gilda gerir að verkum að heterótópían
33 Sarah Thomton, „The Social Locic of Subcultural Capital“, The Subcultures
Reader, ritstj. Ken Gelder og Sarah Thomton, New York: Roudedge, 1997, bls.
200-212.
34 Kona 6-f2.
35 Kona 6—f2.
L
ró5