Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 177
REYKJAVÍKURNÆTUR
Já, já. Segi ég. Nokkuð hress bara.
Viltu vera hressari? Spyr hann.
Eg hváði - hressari??
Já, það er ekkert mál, ég á spítt, sagði hann þá.
Neeeeii, veistu ég held ég sé bara sko fín.
Þetta er allt í lagi, þú ferð ekkert í vímu, verður bara hressari!
Og vakir kannski í 3 sólarhringa. En verður ekkert þunn eða
þannig!
Já, neeeiiii, ég held ekki takk. Sagði ég - enda skíthrædd við
þessi hörðu efniN
Ólöglegu efnin virtust ekki vera valkostur við áfengið heldur voru þau
notuð með áfengi eins og í eftirfarandi dæmi:
Fann samt ótrúlega mikið á mér miðað við ekki meira öl.
Kannski jónan?78
Þar var að sjálfsögðu fleira fólk sem við þekktum og samræðurn-
ar urðu því enn líflegri, þar til var dregið upp meira gras í garð-
inum. Þá hægði heldur á fólki aftur, en allt var þó afskaplega
ljúft og notalegt. Bjórinn sötraður í rólegheitum rétt fram um
miðnætti, þegar við gáfumst upp á sukkinu og létum vin okkar
skutla okkur heim./9
Þegar lýst var eigin neyslu fór hún oftast fram áður en farið var út eða í
lok kvöldsins, sem er eðlilegt, þar sem farið er mjög leynt með sölu og
neyslu ólöglegra vímuefiua.
Daginn eftir
I frásögnunum er að finna lýsingar á bæði vel heppnuðum og misheppn-
uðum kvöldum og eins er lýst kvöldum þar sem endurlitið felur í sér
blendnar tilfinningar. Stundum er kvöldið „ljómandi skemmtilegt framan
af‘ en í öðrum tilvikum er talað um að ræst hafi úr kvöldinu „þrátt fyrir
vont skap fyrrihluta kvöldsins“. Ljóst er af lýsingum þátttakenda að áfeng-
isneyslan hefur fómarkostnað í för með sér, nefhilega þynnkuna. Henni
77 Kona 2-f3.
78 Kona2-f3.
79 Kona 6-f4.
x75