Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri farsímafélagsins Nova: ævintýralegur hraði Í þróun fjarskiptanna Það má kalla liv Bergþórsdóttur einn af frumkvöðlum farsímaþjónustunnar á íslandi en hún hefur starfað í þessum geira fjarskiptamarkaðarins alveg frá því í árdaga. nova hefur vakið athygli fyrir hraðan vöxt og nýstárlega markaðssetn­ ingu, sem reyndar má líka segja um Wow air þar sem liv hefur setið í stjórn frá byrjun og verið stjórnarformaður í hálft annað ár. Það er því varla að undra að fyrr á árinu fékk liv hina árlegu viðurkenningu samtaka kvenna í atvinnulífinu. J á, ég hafði aldrei átt farsíma þegar ég réð mig árið 1998 til Hins íslenska farsímafélags sem síðar varð Tal,“ svarar Liv. „Það voru fáir með farsíma á þessum tíma en það átti eftir að breytast hratt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Landssíminn var með nokkuð útbreidda NMT -þjón ustu þar sem gömlu góðu far símahlunkarnir voru í aðal - hlutverki en GSM -þjón ustan var nánast á upphafsreit.“ Liv hóf starfsferil sinn að loknu námi í banka í London árið 1994 og þá var farsíma - væð ingin að hefjast þar í landi. Þaðan lá leiðin í markaðsdeild Slátur félags Suðurlands og síðan í starf markaðsstjóra hjá Íslenska farsímafélaginu, Tali, sem þá var nýstofnað. „Ég hafði auðvitað tekið eftir því þegar ég starfaði í London að það var mikil bylting að eiga sér stað í símaþjónustu og far - síminn að fæðast. Farsíminn var að verða almenningseign og það kitlaði mig að taka þátt í þessu ævintýri sem greinilega var í uppsiglingu. Stærsti aðilinn á bak við Íslenska far síma fé - lagið var bandaríska fyrirtækið Western Wireless sem bjó yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og það var stórt tækifæri í því fólgið að fá að vera með frá byrjun ef svo má segja. Hinn 1. janúar 1998 hafði fallið niður einkaréttur ríkisins til fjarskipta og samkeppni heimiluð í fjarskiptum á Íslandi. Samkeppni í símaþjónustu hófst því með innkomu Tals á markað í maí 1998. Liv segir að á þessum tíma hafi umræðan verið nokkuð sérstök. „Það var mikið talað um að þarna væru að koma einhverjir útlendingar og taka þetta far - símaleyfi. Á þessum tíma voru langt í frá allir ánægðir með þessa erlendu aðila og margir höfðu efasemdir um að einka framtakið gæti keppt við Landsíma Íslands sem búinn var að vera einn um hituna í nær hundrað ár. Það er um margt fróðlegt að rifja upp hvar við vorum stödd í sýn okkar á við skiptalífið á þessum árum. Viðhorfin gagnvart erlendri fjár - festingu, nýsköpun og til nýrra fyrirtækja voru vægast sagt íhaldssöm.“ Farsíminn verður almenningseign Framhaldið hefur engu að síð ur orðið ævintýralegt. „Já, þetta hefur verið skemmtilegur tími og skemmtilegur geiri að starfa í,“ segir Liv en hún varð síðan framkvæmdastjóri markaðssviðs Tals og síðar framkvæmdastjóri sölu- og mark aðssviðs fyrirtækisins. Síðan sameinast Íslandssími og Tal eða öllu heldur Tal er tekið yfir af Íslandssíma, smærra fyrirtækið gleypti það stærra. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri farsímafélagsins nova og stjórnarfor- maður Wow Air og í stjórn CCP og 66° norður. 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: Björn viGnir siGurpálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.