Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 122

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 122
122 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 við erum með framleiðsluvöru þarf pening til að koma fram­ leiðslunni af stað og þá fyrst er hægt að ganga frá pöntunum og núna erum við að vinna í því að fjármagna framleiðsluna.“ Framleiðslan er mjög tæknileg. Hvar eru þessir hlutir gerðir? „Í fyrstu ætlum við að fram­ leiða hér á Íslandi. Hér á landi er til flottur vélakostur sem nýtist í suma íhluti, aðra pöntum við að utan, svo verður samsetn­ ingin hér. Þá er hægt að standa yfir fyrstu framleiðslunni.“ Þú ert rafmagnsverkfræðingur – byggist þessi hugmynd á þeirri þekkingu eða er þetta byggt á almennum áhuga á tækni? „Hugmyndin er einföld í sjálfu sér og maður getur verið viss um að í heimi þar sem búa yfir sjö milljarðar manna hefur fullt af fólki fengið nákvæmlega sömu hugmynd. Það er hins vegar spurning hvort einhver hafi framkvæmt hana. Hug mynd­ in að tækinu sjálfu kviknaði sennilega út frá áhuga á ljós ­ myndun og fikti við að búa til þrívíddarmyndir úr ljósmyndum sem ég tók frá tveimur sjónar­ hornum. En ætli ég hefði ráðist í svona lausn með flóknum myndvinnslu hugbúnaði án þess að vera með menntun og reynslu í hugbúnaðarþróun og myndvinnslu.“ Er framleiðslan hugsuð til sölu fyrir allan almenning? „Já, fyrsta lausnin, Kúla Deep­ er, verður seld m.a. í stærstu ljósmyndavöruverslun heims og mun vonandi rata í sem flestar ljósmyndavöruverslanir og vefverslanir fyrir ljósmynda ­ vörur. Það er hins vegar ljóst að ekki hafa allir áhuga á þrívídd.“ Er samkeppni á markaði fyrir svona sérbúnað? „Já og nei. Það eru til þrívíddar myndavélar sem eru almennt dýrari og það er eitt keimlíkt tæki á markaði fyrir SLR­myndavélar en optíkin í því er lök og enginn hugbúnaður fylgir. Það er því einhver óbein samkeppni en við höfum tölu­ verða yfirburði þykir mér.“ Eru viðunandi aðstæður á Íslandi til að koma svona sprota á legg? „Aðstæður við að koma fyrirtæki á legg eru mjög góðar að mörgu leyti. Á Íslandi er prýðilegt styrkjakerfi sem gerir það að verkum að fólk getur sannreynt hugmyndir sínar, þróað og markaðssett vörur, það er komin mikilvæg þekking á fjölmörgum sviðum eins og t.d. framleiðslu, líftækni, jarð ­ varma, hugbúnaðarþróun og svo mætti lengi telja. Hin stóru fyrirmyndarfyrirtæki landsins eru dugleg að gefa til baka til sprotaumhverfis­ ins, það er hægt að taka þátt í skemmtilegum ráðstefnum um nýsköpun og almennt er fólk að taka við sér; skilja hvað nýsköpun er mikilvæg fyrir upp­ byggingu efnahagslífsins. Það er samt eitt og annað sem má laga. Í stjórnsýslunni er t.d. tollurinn að þvælast fyrir, bæði tímalega og fjárhagslega. Það er t.d. ekki hægt að treysta á að fá vörur í tæka tíð. Enn sem komið er hefur lítið reynt á gjaldeyrishöftin fyrir okkur. Það sem vantar enn í viðskipta­ lífinu er að tengja saman pen­ inga og nýsköpunarfyrir tæki. Þegar fjármögnun íslenskra nýsköpunarfyrirtækja sem njóta mikillar velgengni er skoðuð kemur í ljós að þau hafa oft sótt fjármagn út fyrir landsteinana, sem er jákvætt einkum í ljósi þess að því fylgir oft þekking, sterkt tengslanet og auknir möguleikar á að fá það fjár­ magn sem þarf til. En það er að mörgu leyti flókið að sækja peninga til ókunnugra landa þar sem tengslanet er takmarkað og ég veit dæmi um að mjög flott íslensk nýsköpunarfyrirtæki leggi upp laupana vegna erfið- leika við að fjármagna sig. Ég hef trú á að með tilkomu fyrirhugaðra nýsköpunarsjóða seinni hluta árs muni íslensk nýsköpunarfyrirtæki fara að blómstra. Lítil og meðalstór fyrirtæki fá möguleika á að stækka og það verður mun vænlegra fyrir fjársterka ein ­ staklinga að draga seðlana undan koddanum og fjárfesta í fyrirtækjum á byrjunarstigi þar sem stærri aðilar eru fyrir hendi til að gefa byr undir báða vængi á seinni stigum. Í heild held ég að umhverfið hér til að stofna sprotafyrirtæki sé mjög gott.“ „Hér á landi er til flottur vélakostur sem nýtist í suma íhluti, aðra pöntum við að utan, svo verður samsetn ingin hér.“ Ævintýraheimur á ílátum Tulipop er hönnunarfyrirtæki sem vakið hefur athygli innanlands og utan. Framleiðslan byggist á ævintýraheimi fyrir börn. Signý Kolbeinsdóttir er úr hópi fyrstu vöruhönnuða á Íslandi. Hún stendur að framleiðslunni ásamt Helgu Árnadóttur tölvufræðingi. Tulipop byggist á hönnun. Býrð þú að menntun og starfsreynslu sem hönnuður? „Já, ég er vöruhönnuður að mennt, en ég hef líka alla tíð verið dugleg að teikna og hef þróað minn eigin stíl í gegnum árin. Ég útskrifaðist úr LHÍ árið 2003 og var þar í fyrsta árganginum sem útskrifaðist með gráðu í vöruhönnun. Ég tók hluta námsins í Mílanó á Ítalíu og þar var ég svo lánsöm að hitta kennara sem hvatti mig eindregið til að halda áfram með teikningarnar mínar en vöruhönnun mín var oftast mynd skreytt og fylgdi mjög oft stutt myndasaga með. Eftir útskrift fór ég að vinna sjálf stætt sem teiknari og vann einnig um skeið á auglýsinga­ stofu, sem var ákveðin reynsla. En mig hafði alltaf langað til að búa til mínar eigin vörur og sjá karakterana mína verða að einhverju öðru en bara mynd. Áður en við Helga Árnadóttir stofnuðum Tulipop 2010 hafði ég þegar stigið ákveðin skref í þá átt og framleitt t.d. skissu­ bækur og kort sem ég seldi víða í búðum.“ Hve langt er fyrirtækið komið á þróunarbrautinni? „Þegar við stofnuðum Tulipop settum við okkur metnaðarfullt markmið; að búa til hönnunar­ fyrirtæki á sviði „character Signý Kolbeinsdóttir hjá Tulipop ungir frumkvöðlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.