Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 78
78 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands: salvör nordal, forstöðumaður siðfræðistofnunar háskóla íslands, var ein af þeim sem komu að rannsóknarskýrslu alþingis á sínum tíma, en hún telur mikilvægt að draga rétta lærdóma af því sem kom fram í skýrslunni. salvör segir margt mega læra af hruninu en til að halda áfram sem heilbrigt samfélag þurfi að staldra við og gera siðfræðina að hluta af allri ákvarðanatöku. Hvernig metur þú siðferðið í atvinnu lífinu núna þegar bráð ­ um sex ár eru liðin frá hruni? „Það er mjög brýnt að við lærum af fortíðinni, að við temj um okkur að horfast í augu við mistök sem við höfum gert og sýnum vilja til að breyta og bæta. Ég held að við höfum til hneigingu til að vilja sópa erfið um málum undir teppi og þá er ég ekki aðeins með í huga nýleg dæmi heldur ýmis málefni úr fortíðinni. Því hefur verið haldið fram að Íslendingar viti meira um sína fortíð en þeir skilja. Það er til lítils að setja upp rann - sóknar nefndir ef við erum ekki einnig til í að vinna með niðurstöður þeirra. Við vitum úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis heilmikið um það hvað gerðist og um starfshætti en við verðum líka að draga rétta lærdóma og það eigum við svo sannarlega að geta gert. Í siðfræðihlutanum bentum við á að það mætti ekki einvörðungu einblína á einstaklinga sem kynnu að hafa hagað sér með ámælisverðum hætti heldur líka að huga að því hvernig við öll getum lært. Við höfum dálítið farið í það far að benda á til - tekna einstaklinga og finnast svo aðrir vera stikkfrí.“ Það er mikið rætt um sam ­ félagslega skyldu fyrir tækja – en ekki eru allir sammála um hvernig beri að skilgreina þetta hugtak. Hvað er samfélagsleg skylda fyrirtækja? „Í mínum huga á ekki að skilja samfélagslega ábyrgð þröngum skilningi eins og Friedman boðaði, heldur verður að huga að þeirri stöðu sem fyrir - tæki hefur í samfélaginu. Hér standa reyndar fyrirtæki mjög misjafnlega. Sum hafa mikil - vægari samfélagslega ábyrgð en önnur. Sumir bankar, eins og við sáum, eru kjölfesta í viðskiptalífinu og ef þeir lenda í vandræðum skaðast fjöl - marg ir og jafnvel samfélagið allt. Slík fyrirtæki bera meiri samfélagslega ábyrgð en önnur. Síðan skiptir ábyrgð gagn vart umhverfi og náttúru miklu því mengun getur valdið óbæt anlegu tjóni. Þannig að siðferðileg ábyrgð felur í sér að við hugsum um starfsemina alla út frá siðferðilegum sjónar - hornum og metum margvíslega hags muni sem rekstrinum tengjast.“ Mörgum finnst atvinnulífið vera farið að líkjast því veru ­ lega sem var fyrir hrun, til dæmis með auknum fréttum af kaupaukum og bónusum stjórnenda. Hvað finnst þér að helst beri að varast? „Ef ég lít til lærdóma af banka - hruninu þá ber sérstak lega að varast skammtíma hugsun í sam bandi við árangurstengingu eða hvað annað. Fyrir hrun var allt gírað inn á skammtíma - sjónar mið, ná sem mestum hagn aði á sem stystum tíma, síðan var allt meira og minna komið á hausinn skömmu síðar. En það eru mörg önnur teikn á lofti. Því hefur verið haldið fram að höftin hér á árum áður hafi haft mjög vond siðferðileg áhrif því sumir gátu leyft sér meira en aðrir vegna aðgangs að gjaldeyri og svo þurfti fólk að þekkja fólk á réttum stöðum til að fá að flytja inn lúxusvarning. Punkturinn er sá að höft skekkja markaðinn verulega. Það sama á reyndar við um mörg önnur svið þar sem sumir hafa sterkari stöðu í skjóli þeirra sem úthluta margs konar gæðum. Af þessum ástæðum er mikilvægt að ákvarðanir séu gegnsæjar og byggist á almennum reglum.“ Hver er stærsta siðferðilega spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag? „Við, eins og aðrar þjóðir, stöndum frammi fyrir fjöl - mörg um erfiðum siðferði legum spurningum eins og þeim sem snúa að verndun náttúru okkar, umhverfi og raunar að öllum okkar auðlindum. Ég hef mikið fengist við spurningar í lífsiðfræði á síðustu misserum og þær eru margar hverjar mjög áleitnar og varða þróun samfélagsins, persónuvernd og upplýsingaöflun. Svo það er af nógu að taka. Í mínu starfi finn ég fyrir talsverðum áhuga á siðfræðinni. Vandinn er hins vegar að gera hana að hluta af allri ákvarðanatöku, menntun og hugsun um vandamál dags - ins. Það skortir talsvert á að það sé gert, þannig að þrátt fyrir áhuga er eins og fjari hratt undan henni þegar á reynir. Ég hef stundum sagt að það þögnin stórlega vanmetin Í nÚtÍmaþjóðfélagi 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: erla GunnarsdóTTir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.