Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 154
154 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
K
olbrún Björnsdóttir
grasa læknir er
eigandi og fram -
kvæmda stjóri
Jurta apóteksins.
„Við áttum góða tíma í fyrsta
húsnæði Jurtaapóteksins en
fluttum okkur um set yfir í
Skipholt 33 í nóvember 2013.
Þar fer mjög vel um okkur
og er að ýmsu leyti hentugri
staður fyrir viðskiptavini þar
sem nóg er af bílastæðum og
aðgengi fyrir fatlaða. Við þurft -
um líka að sameina og flytja
framleiðsluna, sem var í Skútu -
voginum, svo nú er allt á sama
stað og meiri hagræðing í því.“
Hörfræsolían
vinsælasta varan
Hverjar eru vinsælustu vörur
Jurtaapóteksins?
„Ég flyt sjálf inn einstaklega
góða hörfræsolíu sem er vin -
sælasta varan okkar en fast á
hæla hennar kemur öfl ugur
acidophilus (mjólkur sýru -
gerlar) sem hefur jákvæð áhrif
á gerla flóruna í þörmum og
ristli. Þekkt er hversu hjálp -
legur hann er við að koma
lagi á melt i ng una eftir pensi -
líninntöku eða ef við komandi
berst við candida-sveppa -
sýkingu. Ólíkt öðrum teg und -
um á markaðnum eru þessir
gerlar varðveittir í sól blóma -
olíu, sem gerir að verk um að
gerlarnir byrja ekki að brotna
niður fyrr en í skeifu görninni.
Einnig er Fönn (samsett úr
tetrésilmkjarnaolíu og óreganó -
ilmkjarnaolíu) mjög eftir sótt
enda bæði bakteríu- og sveppa -
drepandi.
Sérstaða Jurtaapóteksins eru
gæði og ferskleiki jurtanna
sem höfð eru að leiðarljósi við
framleiðsluna, en það eykur
virkni vörunnar.“
metsölubók
Afrakstur fjölþættrar og ára -
tugalangrar þekkingar og
reynslu Kolbrúnar er að finna
í bókinni hennar Betri næring
– betra líf en hún hefur verið
þaulsætin á metsölulistum. Í
bókinni leggur Kolbrún höfuð -
áherslu á að góð melting sé
undirstaða góðrar heilsu og
vellíðunar. Bókin er mjög
aðgengileg og henni fylgja
gómsætar og spennandi upp -
skriftir að réttum úr smiðju
Kolbrúnar og Sólveigar Eiríks -
dóttur á veitingahúsinu Gló.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Jurtaapótekið var stofnað í desember 2004 og verslunin var í gömlu fallegu húsi á horni
Laugavegar og Skólavörðustígs.
Kraftur – hreysti – vellíðan
KonuR Í FoRSVARi
Nafn: Kolbrún Björnsdóttir.
Starf: Eigandi og framkvæmdastjóri Jurtaapóteksins.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Börn: Andrés Nói, 13 ára, Guðbjörg Kristín, 10 ára, og Sóley Erla, 6 ára.
Tómstundir: Allt útivistarsport eins og fjallgöngur, útilegur, skíði, dans og
ég er mikil jógakona. Mikill áhugi á heilsutengdum málefnum og hollri
matargerð.
Sumarfríið 2014: Ganga á Hornstrandir með allt á bakinu og bæði tjald- og
sumarbústaðaferðir með börnunum.
STEFNAN: Stefna Jurtaapóteksins er að vera með vörur og fræðslu
sem bæta heilsu fólks og láta því líða vel. Hafa vörurnar eins ferskar og
mögulegt er; lífrænar, kaldunnar og fleira í þeim dúr.
Markmið fyrirtækisins: Að auka þekkingu fólks á jurtum og jurtaefnum sem
Jurtaapotekið framleiðir og þar með að að auka sjálfshjálp viðskiptavina. Fá
fólk til að nota jurtir meira til heilsubótar og ánægju.
Stjórn fyrirtækisins: Jurtaapotekið er fjölskyldufyrirtæki og situr fjölskyldan
í stjórn þess.
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir er eigandi og framkvæmdastjóri Jurtaapóteksins.
„Stefna Jurtaapóteks
ins er að vera með
vörur og fræðslu sem
bæta heilsu fólks og
láta því líða vel. Hafa
vörurn ar eins ferskar
og mögulegt er; líf
rænar, kaldunnar og
fleira í þeim dúr.“