Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Þ rettán dauðsföll vegna framleiðslugalla. Það er erfitt fyrir bílasmiðju að verða að viðurkenna að ótal óhöpp hafa orðið vegna þess að einn maður í fyrir ­ tækinu var ekki starfi sínu vaxinn og hannaði gallaðan kveikjulás. Það er búið að reka manninn, það var ein­ falt, en það á eftir að lagfæra gallann í um tuttugu milljón bílum. Mary Barra, forstjóri General Mot­ ors, hefur lýst því yfir að fyrirtækið sé bótaskylt vegna dauðsfallanna. Þó eru enn álitamál um hve margir hafa látið lífið einmitt vegna þess að kveikjulásinn átti það til að drepa á bílnum á fullri ferð. Fleiri hafa látið lífið í bílslysum í öku - tækjum frá GM en bara þessir þrettán sem ábyrgð er tekin á. Þetta getur orðið grundvöllur langra mála ferla þar sem reynir á úthald og kænsku forstjórans. Ef til vill koma eiginleikar Mary Barra einmitt í ljós í þessum vandræðum. Hún er sögð vilja hafa hlutina einfalda og ljúka hverju verki sem hafið er. Og hún er sögð bæði þolinmóð og ákveðin. einfaldar lausnir Til þess var tekið þegar Mary Barra var starfsmannastjóri hjá GM að hún gerði í hvelli upp vandamál sem höfðu vafist fyrir öðrum. Sem dæmi er nefnt að fyrirtækið hafði strangar reglur um klæðnað starfsfólksins. Þetta var orðið heil bók og hið flóknasta mál að fylgja reglunum. Barra kastaði þessu rugli og setti nýja einfalda reglu: Klæðnaður við hæfi! Hún treystir fólki til að finna það út sjálft. Mary Barra hefur verið í eldlín unni í sumar einmitt vegan gallans á kveikju lásnum. Nafn hennar varð þó fyrst þekkt um allan heim í upphafi árs. Þá varð hún fyrsta konan til að taka við stjórn hjá einni af stóru bíla­ smiðjunum í Detroit. Bílar í Ameríku eru fyrir alvörukarlmenn – eða hvað? Nei, ekki lengur. Þetta varð til þess að Barra skaut skyndilega upp í efri sætin á listum yfir valdamestu konur heims. Forbes setti hana þegar í þrítugasta og fimmta sætið og hún prýddi forsíðu tímaritsins Time í apríl. Þar var fjallað um hundrað valdamestu konur heims. Mary Barra var orðin tákn fyrir konur í áhrifastöðum í viðskiptalífinu. endurskipulagningar þörf Núna gustar vel um hana á erfiðum tímum hjá fyrirtækinu. Sérfræðing­ ar voru þó búnir að spá átökum áður en þessi kveikjulásgalli kom til. Mönnum hefur lengi verið ljóst að taka þyrfti til hendinni hjá GM. Þessi tiltekt átti þó fyrst og fremst að snúast um hagræðingu og aukin afköst í bílasmíðinni. Í þessum efnum stendur GM keppinautunum að baki. Barra var kölluð fyrir þingnefnd vegna kveikjulássins en heima í bílasmiðjunni bíða líka vandamál. Talið er að GM hafi staðið sig verr en keppinautarnir í að nýta sömu íhlutina í margar gerðir bíla. Þýskir bílasmiðir þykja snillingar í þessu. Volkswagen hefur t.d. náð mikilli hagræðingu með því að fækka fram­ leiddum íhlutum. Ford hefur leikið þetta eftir. En þetta krefst skipulagningar og ekki síst endurhönnunar á bílunum. Hluthafa í GM dreymir um meiri gróða og meiri arð og þarna er arð s von. Hún kom fyrst til GM 18 ára gömul sem lærlingur og hefur unnið sig upp, þrep af þrepi, frá árinu 1979. mary teresa Barra vakti heimsathygli fyrir hálfu ári þegar hún varð fyrst kvenna til að stýra einni af stóru bílasmiðjunum í Bandaríkjun­ um. hún er forstjóri General motors, fyrirtækis sem nú er umtalað fyrir gallaða framleiðslu. en mary Barra er kunn fyrir einfaldar lausn ir á flóknum vandamálum. TexTi: Gísli KrisTjánsson finnska kraftakonan Mary Teresa Barra, forstjóri General Motors: nærmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.