Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 39
en hin síðustu ár höfum við
gert verklegra átak í þessu efni
vegna þess að við erum búin
að átta okkur á að þetta gerist
ekkert af sjálfu sér – það þarf
að koma jafnréttinu á og það
gerist ekki sjálfkrafa. Og þó
að það sé ekki beinlínis and -
staða við jafnrétti þá er alltaf
sú tilhneiging að þú ráðir
einhvern sem líkist þér sjálf -
um; ég hef stundum sagt að
þetta sé eins og að vera með
spegil við mannaráðningar og
meðan karlar eru jafnmargir í
stjórnunarstöðum eru mestar
líkur á að þeir ráði annan karl,
konur þá aftur konu.
Síðan hefur það sitt að segja
að þessi litla starfsmannavelta
sem er á þessum vinnustað
hefur í för með sér að þetta
tekur tíma og það tekur meiri
tíma að breyta kúltúr og hugs -
unarhætti í gömlu og grónu
fyrirtæki en væri maður að
fara af stað með nýjan rekstur
af einhverju tagi. Svo verður
líka alltaf að hafa í huga að hjá
fyrirtæki liggur mikil reynsla
hjá þeim sem fyrir eru, og það
verður að gefa þeim sem koma
nýir inn tíma og reynslu til að
ná tökum á starfinu. Okkur
hefur reynst fremur auðvelt
að ná í menntaðar konur, og
líka er fremur auðvelt að ná í
verkakonur á gólfið og báðir
hópar eru mjög öflugir og góðir.
Það sem er hins vegar erfitt í
þessu eru iðnaðarmennirnir.
Iðnmenntaðar konur á þessu
sviði eru afar sjaldgæfar og
reyndar má segja að iðnmennt -
aðir karlar séu það líka því
að mjög fátt fólk leggur ein -
faldlega fyrir sig iðnnám. Það
er stóra vandamálið hér á landi
og snýr að fleiru en jafnrétti.
En síðan er ýmislegt fleira
í því að fjölga konum en það
sem snýr að jafnréttinu, þar á
meðal að gera vinnustaðinn
sjálfan hæfari til að bæði kynin
geti unnið þar saman. Það er
þannig ekki nóg að ráða inn
mjög margar konur heldur
þarf einnig að búa karlahópinn
undir það. Þetta er heilmikið
verk og lærdómsferli að fara í
gegnum og meira en að segja
það að breyta svona karl læg -
um vinnustað. Ég held að það
hafi mátt telja konur á fingr-
um annarrar handar þegar
ég byrjaði, ef við skiljum frá
þvottahúsið, mötuneyti og
ræstingar. En svo þurfum við
auðvitað að koma körlunum að
í ræstingunum, mötuneytinu og
þvottahúsinu því að jafnréttið
virkar í báðar áttir.“
Hugsunin að víkka
sjóndeildarhringinn
Álverið í Straumsvík hefur
tekið virkan þátt í samtökum
fyrirtækja um samfélagslega
ábyrgð.
„Mér finnst við almennt eiga
að líta til þess að fyrirtæki eru
stór hluti af daglegu lífi fólks,
stór hluti af samfélaginu,“ segir
Rannveig í þessu sambandi.
Rannveig Rist, forstjóri Rio tinto Alcan í Straumsvík og stjórnarformaður Samáls og situr í stjórn HB
Granda, Promens og Samtaka atvinnulífsins.
„Ég hafði þannig
ágætis tíma til að átta
mig á þessu starfi,“
segir hún núna. „Þá
var mjög formfastur
stíll hér ríkj andi,
karllægur mjög eins
og þessi iðnaður er.“