Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 113

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 113
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 113 máli í framsögn og framkomu. Þessar reglur og atriði getur þú lært og fengið þjálfun í – hvort sem er á námskeiði eða með einka þjálfun. Mjög margir kvíða því að halda ræður og kynningar. Það er algjör óþarfi. Þú getur með stuðningi náð góðum tökum á framsögn og framkomu, lært að halda góðri athygli áheyrenda og koma þínum málflutningi vel frá þér, á skýran, hnitmiðaðan og eftirtektarverðan hátt. Í samskiptum skiptir líka miklu máli að koma sínum skoðun ­ um á framfæri en það er ekki síður mikilvægt að hlusta vel á og skilja málflutning annarra, þannig eru mestar líkur á að ná niðurstöðu sem gerir alla sátta. Eigir þú í samskiptum við er ­ l enda aðila, hvort sem er í tölvu ­ pósti, síma eða eigin persónu, gæti líka verið gott fyrir þig að taka tungumálanámskeið eða lesa þér til um menningu og sam skiptastíl ólíkra þjóða. Mættu fyrr til vinnu og forgangsraðaðu Það er auðvelt að festast í hring iðu dagsins og vera stöð ­ ugt að bregðast við því sem er að gerast í umhverfi þínu. Með þessu móti er ekki líklegt að þú sért að þróa þig mikið áfram eða finna nýjar og skapandi lausnir. Ef þú mætir fyrr til vinnu er líklegra að þú náir góðum gæða tíma áður en áreiti dags ­ ins nær hámarki. Taktu góða stund í upphafi dags þar sem þú opnar ekki tölvupóstinn þinn og svarar ekki síma (áfram­ send ir hringingar á einhvern sem getur tekið fyrir þig skila ­ boð). Farðu yfir hvaða eitt til þrjú atriði þú ætlar þér að komast yfir þennan daginn. Æskilegt er að hluti þessara verkefna skil­ greinist sem mikilvægur, en án tímamarka. Verkefni sem munu skapa þér mestan ávinning til lengri tíma litið, ekki dæmigerð „slökkva­elda“­verkefni. Vertu með þig vel á hreinu. Hver eru forgangsatriði þín, fyrir hvað vilt þú standa, hvað viltu skilja eftir þig, hvað viltu að samstarfsfólk þitt segi um þig og svo framvegis. Sýndu leiðtogahegðun. Verðu meiri tíma með starfsfólkinu þínu Veistu hvað þú getur lært mikið af starfsfólkinu þínu? Það býr allt yfir mikilli þekkingu, reynslu og hæfileikum. Það getur örugglega kennt þér heilmikið. Þér mun líka ganga betur að útdeila verkefnum ef þú þekkir fólkið þitt betur, styrkleika þess, hæfni og hvaða álag er á því á hverjum tíma. Þú ert mjög líklega eins og margir aðrir stjórnendur; getur orðið betri í að útdeila verkefn­ um, og hér er því komin góð leið til að verða betri í því. Auk þess sem starfsfólk kvartar gjarn an yfir litlu aðgengi að yfir - mönnum sínum eða miður góðu sambandi við þá. Þetta er því tvöfaldur ávinn ­ ingur; bætt samband við undir ­ menn þína og auknar líkur á að hver og einn hafi verkefni við hæfi, þar með talið þú. Nýttu þekkingu þína, styrkleika og hæfni Þó að öll þróun sé mjög hröð er ekki endilega víst að þú þurfir alltaf að vera að sækja þér nýja þekkingu. Hversu vel nýtirðu alla þá þekkingu sem þú hefur þegar sótt þér? Er hugsanlegt að þú þurfir frekar stuðning í einhverju formi til að nýta þá þekkingu betur sem og styrkleika þína og hæfni? Leyfirðu þér að nýta allt það sem þú hefur eða heldurðu á einhvern hátt aftur af þér? Fáðu þér markþjálfa eða vinnu félaga sem þú treystir til að halda þér stöðugt á tánum þannig að þú verðir betri í dag en í gær. Styrktu sjálfstraust þitt og hafðu meira gaman Það þarf sjálfstraust til að viðurkenna að þú hafir gert mis­ tök, til að þora að hafa undir­ menn sem hafa einhverja hæfni sem þú hefur ekki, til að leyfa fólkinu sínu að blómstra. Vertu viss um að þú hafir þetta sjálfs- traust. Starfsfólkið þitt verður ánægðara, þér mun líða betur og þú verður betri stjórnandi. Það verður allt svo miklu létt­ ara og skemmtilegra og gleði er mjög vanmetin orka inni á vinnustöðum. Starfsfólk leggur sig meira fram þegar andinn er góður á vinnustaðnum þannig að þú skalt nýta hvert tækifæri til að skapa góðan og hvetjandi starfsanda. Þ egar starfsfólkið þitt leggur sig fram og stendur sig vel upp lifir þú líka vonandi gleði yfir því og manst þá einnig vonandi eftir að hrósa þeim og veita þeim gagnlega endurgjöf. Umbunaðu (með hrósi, þakkarpósti eða lítilli og helst persónulegri gjöf) fyrir góða þátttöku, jákvæð viðhorf og árangur. Það munu alltaf verða gerð einhver mistök en með því að einblína meira á það jákvæða og það sem vel gengur muntu örugglega fá meira af því. Með þessu mun þér, þinni einingu og fyrirtækinu öllu ganga betur. Ef þú mætir fyrr til vinnu er líklegra að þú náir góðum gæðatíma áður en áreiti dagsins nær hámarki. Taktu góða stund í upphafi dags þar sem þú opnar ekki tölvupóstinn þinn og svarar ekki síma. Það þarf sjálfstraust til að viðurkenna að þú hafir gert mistök, til að þora að hafa undirmenn sem hafa einhverja hæfni sem þú hefur ekki, til að leyfa fólkinu sínu að blómstra. Vertu viss um að þú hafir þetta sjálfstraust.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.