Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 144
144 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
Ásta Björg Pálma -dótt ir er sveitarstjóri Sveitar félagsins
Skaga fjarðar:
Hvaða atriði finnst þér helst
hafa breyst varðandi stöðu
kvenna innan atvinnulífsins á
síðustu tíu árum?
„Atvinnulífið hefur á að
skipa mörgum hæfileikaríkum
og vel menntuðum konum
sem taka í auknum mæli þátt
í at vinnulífinu, ekki síst við
stjórnun fyrirtækja og rekstur.
Þróunin hefur verið með mjög
jákvæðum hætti á undanförnum
árum og tel ég það afar far -
sælt.“
markaðssetning á
miðlunum
Hversu mikið notar stofnunin
samfélagsmiðla eins og Face
book í markaðssetningu?
„Sveitarfélagið Skaga fjörð -
ur er nokkuð virkt á þessum
vettvangi og notar sam -
félagsmiðla í markaðs setn -
ingu fyrir héraðið sem ferða -
manna stað, einnig nota ýmsar
einingar og stofnanir sveitar -
félags ins samfélagsmiðla, með
mismiklum hætti þó.“
Finnur Sveitarfélagið Skaga
fjörður fyrir aukinni bjartsýni
og eftirspurn viðskiptavina?
„Almennt finnst mér aukin
bjartsýni meðal íbúa og for -
svars manna fyrirtækja og
stofnana. Því er þó ekki að
neita að það eru ýmsir hjallar
sem þjóðin á eftir að yfirstíga
eftir efna hagskreppuna, en allt
er þó á réttri leið.“
atvinnulífið á
réttri leið
Finnst þér atvinnulífið al
mennt vera komið upp úr
hjólförunum?
„Ég tel að atvinnulífið sé á
réttri leið að öllu jöfnu þótt enn
eigi eftir að vinna betur í ýmsu.
Það þarf með öllum ráðum
að auka samkeppnishæfni
atvinnu lífsins og tryggja að
um gjörð þess og innviðir séu
eins og best verður á kosið. Á
hverjum einasta degi erum við
í samkeppni við aðrar þjóðir
á öllum sviðum atvinnulífsins
og það er gríðarlega mikilvægt
að atvinnulífinu sé búin sú um -
gjörð að það geti staðið sig á
þeim vettvangi.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Sveitarfélagið Skagafjörður er sveitarfélag á Norðvesturlandi sem þekur mestallt svæðið í kringum
Skagafjörð. Það varð til 6. júní 1998 við sameiningu ellefu sveitarfélaga í Skagafirði.
Nafn: Ásta Björg Pálmadóttir.
Starf: Sveitarstjóri Sveitarfélagsins
Skagafjarðar.
Fæðingarstaður: Selfoss.
Maki: Þór Jónsson.
Börn: Svala, 28 ára læknir, Helga,
19 ára menntaskólanemi, og
Pálmi, 16 ára sem var að ljúka
grunnskóla.
Tómstundir: Ganga, lestur góðra
bóka og að fylgja börnum mínum
eftir í íþróttaiðkun. Einnig stundar
fjölskyldan hestamennsku.
Sumarfríið 2014: Samvera með
fjölskyldunni.
STEFNAN: Að stjórnkerfi, þjónusta
og rekstur Sveitarfélagsins
Skagafjarðar séu góð, skilvirk og
hagkvæm.
Markmið fyrirtækisins: Að farið sé
eftir lögum og reglum um starfsemi
sveitarfélaga og þjónusta þess sé
ávallt í fremstu röð á landsvísu.
Stjórn fyrirtækisins: Sveitarstjórn
Sveitarfélagsins Skagafjarðar
skipa níu fulltrúar sem kjörnir eru
á fjögurra ára fresti.
„Ég tel að atvinnulífið
sé á réttri leið að öllu
jöfnu þótt enn eigi eftir
að vinna betur í ýmsu.
Það þarf með öllum
ráðum að auka sam
keppnishæfni atvinnu
lífsins og tryggja að
umgjörð þess og inn
viðir séu eins og best
verður á kosið.“
ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sveitarfélagið Skagafjörður skartar sínu fegursta á sumrin.
Nýtir samfélagsmiðla í markaðssetningu
KonuR Í FoRSVARi