Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 hæfni og getu – óháð kyni, aldri, litarhætti eða trúarbrögðum – í stjórnir fyrirtækja og að eigendurnir eigi að ráða í krafti fjármagns­ ins hverja þeir velji án opinberra reglna þar um. Engu að síður hafa stjórnvöld tekið upp kynja kvótann varðandi stjórnir fyrirtækja vegna þess að þeim hefur fundist fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja ganga of hægt fyrir sig – og hefur ritstjóri Frjálsrar verslun ­ ar haft skilning á því og talið það tákn um breytta tíma og aukið jafnræði kynjanna inn an atvinnulífsins sem hefur verið eitt af baráttu málum blaðsins. kvennafrídagurinn Fyrir bráðum fjörutíu árum, eða 25. október 1975, var haldinn sérstakur kvennafrídagur á Íslandi. Sá dagur rataði í fjölmiðla út um allan heim. Baráttan á kvennafrídeginum snerist einkum um tvennt; að konur hefðu sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu – og að konur hefðu tækifæri til jafns við karla á að komast í stöður stjórnenda á vinnumarkaði. Kvenna frídagurinn varð síðan kveikjan að heil um stjórnmálaflokki kvenna, Kvennalist- anum, utan um jafnréttisbaráttuna. Ennþá er það svo að nokkuð vantar upp á varðandi jafnlaunastefn una innan atvinnulífsins þótt verulega hafi áunnist. Þegar Frjáls verslun gaf í fyrsta sinn út blaðið um þekktustu konurnar í viðskipta líf ­ inu árið 1994, um tuttugu árum eftir kvenna ­ frídaginn, mátti lesa í skýrslum Hagstofu Íslands að launamisrétti á milli kynja væri ennþá mikið. Ekki nóg með það; það hafði aukist frá árunum þar á undan. Þetta voru merk tíðindi og íhugunarefni og vakti þá spurningu hvort kvennabaráttan og hin marg umtalaða kvennapólitík hefðu skaðað kjör kvenna. Erfitt var að finna rök fyrir því. Vilja ekki allir stjórnmálaflokkar jafnrétti? Í jafnréttisbaráttunni hafa orð eins og „karla heimur“ og „kvennaheimur“ oft verið fyrirferðarmikil á meðal kvenna í umræðu um jafnréttismál. Sem betur fer virðast þessi orð á undanhaldi – en svona klisjur daga oftast uppi sem síbyljur. Leið kvenna til áhrifa í viðskiptalífinu og aukins jafnréttis í launum á undanförnum tuttugu árum hefur verið í gegnum menntun, sérþekkingu, vilja, sjálfsaga og markmiðs­ setningu. Eigin vilji til að hafa áhrif skiptir sköp um. Í þessum efnum er munur á körlum og körlum, konum og konum, körlum og kon um. Leið bæði karla og kvenna til áhrifa hefur í stórauknum mæli legið í gegnum menntunina og þá sérhæfingu sem atvinnu - lífið sækist eftir. vigdís finnbogadóttir Ekki er nokkur vafi á því að Vigdís Finnboga - dóttir varð konum á Íslandi – og umheimin ­ um öllum – mikil fyrirmynd þegar hún var kosin forseti sumarið 1980, fyrst kvenna í heiminum í lýðræðislegum kosningum, eftir mikla kosningabaráttu við þrjá þjóðþekkta karlmenn. Mjótt var á mununum en Vigdís sigraði á eftirminnilegan hátt. Það vakti athygli að straumur erlendra ferða manna tók kipp upp úr 1980 til Íslands og var það rakið að nokkru leyti til forseta ­ kjörs Vigdísar. Hún hafði þannig bæði áhrif á konur í jafnréttisbaráttunni og stuðlaði einnig að fjölgun erlendra ferðamanna til landsins; atvinnulífinu og þjóðinni til framdráttar. Frjáls verslun mun að sjálfsögðu halda áfram að segja frá góðu starfi kvenna og karla í fyrirtækjum og stofnunum um land allt – en í ljósi jafnréttisbaráttunnar finnst okkur enn þá þörf fyrir árlegt blað helgað konum í atvinnu lífinu og erum stolt af því. Leið kvenna til áhrifa í við ­ skiptalífinu og aukins jafn ­ réttis í launum á unanförnum tuttugu árum hefur verið í gegnum menntun, sérþekk ­ ingu, vilja, sjálfsaga og mark ­ miðssetningu. Ekki er nokkur vafi á því að Vigdís Finnboga dóttir varð konum á Íslandi – og umheimin um öllum – mikil fyrirmynd þegar hún var kosin forseti sumarið 1980, fyrst kvenna í heiminum í lýðræðislegum kosningum. Þekktustu fyrir t tuttuGu áRuM 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.