Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 57
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 57
2014
áhrifamestu
konurnar
100
heiðarleiki og sanngirni mikilvæg
Heiðrún Jónsdóttir hdl., formaður Norðlenska:
G
óður árangur hefur verið hjá
Norðlenska á árinu og eigið
fé byggst vel upp síðustu
misseri. Þá fjárfesti félagið
nýlega í húseignum Vísis á Húsavík og
fram undan er skemmtilegt tímabil við
að endurskipuleggja framleiðsluna og ná
fram góðri hagræðingu,“ segir Heiðrún
Jónsdóttir, formaður Norðlenska og lög -
maður hjá Aktis lögmannsstofu.
„Ég fór úr stjórn Gildis lífeyrissjóðs í vor
eftir sex ára setu vegna sex ára hámarks-
setu fulltrúa SA í stjórnum lífeyrissjóða. Á
þessu tímabili var farið í mikla naflaskoðun
á öllum verkferlum og skipulagi og hefur
það skilað góðum árangri.“
Þegar Heiðrún er spurð hvort henni
finnist atvinnulífið vera komið upp úr hjól -
förunum segir hún að fimm árum eftir hrun
hefði hún talið að atvinnulífið væri komið
á meira skrið. „Þótt maður hefði viljað sjá
hraðari þróun er þó ýmislegt sem bendir
til þess að atvinnulífið sé loks að komast
upp úr hjólförum stöðnunar – en ljóst er að
betur má ef duga skal.“
Hún segist vera bjartsýnni á uppgang
atvinnulífsins en á sama tíma í fyrra. „Ég
tel þó að ástandið sé enn nokkuð við -
kvæmt. Fátt laðar að erlent fjármagn og
það þarf að skýra og aðlaga enn frekar um -
hverfið fyrir fjárfesta. Þannig þarf t.d. að
auka trúverðugleika landsins og traust.“
Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórnar
innar? „Afnám gjaldeyrishafta með
viðeigandi ráðstöfunum og þá þarf að
tryggja frið á vinnumarkaði. Mikilvægt er
að mismuna ekki aðilum á vinnumarkaði
og tryggja þarf friðinn en kjarasamningar
við ríkisstarfsmenn eru ekki í takt við þá
samninga sem gerðir voru á almennum
vinnu markaði. Einnig þarf að vinna enn
frekar í því að auka fjárfestingar og fram -
kvæmdir. Horfa þarf til bæði innlendra og
erlendra aðila auk þess að horfa til þess hvar
ríkisvaldið getur komið til.“
Heið rún segir að að sínu viti sé ekki erfitt
að stofna fyrirtæki hér á landi. „Hvernig
það svo gengur að komast inn á mark aði
er mismunandi eftir því hvaða markaði er
verið að tala um. Aðgangur að fjár magni
getur hindrað eða hægt á för en eðli málsins
samkvæmt er erfitt fyrir einstakl inga sem geta
ekki lagt fram eitt hvert eigið fé eða trausta
sögu að stofna til mikilla skuldbindinga.“
Hvað varðar þrenn algengustu mistök
stjórn enda í starfi nefnir Heiðrún að það
geti falist í að velja of einsleitan hóp. „Í
stað þess að velja inn aðila sem bæta upp
þá þætti þar sem veikleiki viðkomandi
liggur getur hætta verið fólgin í því að
velja aðila sem hugsa með svipuðum hætti
og hafa svipaðan bakgrunn. Þá er algengt
að stjórn endur verji tíma sínum um of
í daglegt amstur í stað þess að horfa til
framtíðar og líta til þátta sem geta verið
ógnun til lengri tíma litið. Loks má nefna
að það eru mistök að álíta sig ómissandi.“
Þegar Heiðrún er spurð um besta vega -
nestið sem hún hefur fengið í stjórnun segir
hún: „Eitt sem gott er að hafa í huga er að
taka verkefnin sín alvarlega en ekki sjálfan
sig. Þá er mikilvægt að vera trúr sjálfum sér
og temja sér heiðarleika og sanngirni.“
heiðrún er formaður norðlenska hf.,
formaður íslenskra verðbréfa, vara for
maður olíuverslunar íslands og hún er
í stjórn ístaks hf., skipta hf., reiknistofu
bankanna, símans hf. og landssamtaka
lífeyrissjóða.
Heiðrún Jónsdóttir hdl., formaður norðlenska.