Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 120

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 120
120 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Er hörð samkeppni þar sem Skema hefur haslað sér völl? „Á Íslandi er samkeppnin lítil og að mínu mati er ekkert fyrirtæki með jafnmikla reynslu í kennslu barna í forritun og ráðgjöf við innleiðingu á forritun og tækni í skólastarf og Skema. Það að hafa verið fyrst á markaðinn veitir okkur sam­ keppnisforskot auk þess sem aðferðafræði okkar er þverfag­ leg og byggist á rannsóknum í tækni, menntun og sálfræði. Samkeppnin í Bandaríkjun ­ um er hins vegar mikil, ekki síst í Washingtonríki, þar sem við erum að byggja upp höfuð stöðvarnar, en það er einna helst vegna þess hversu mörg tæknifyrirtæki hafa þar höfuðstöðvar, s.s. Microsoft, Boeing og Amazon, og sam­ félagið því almennt tæknivætt og fólk meðvitað um kosti þess að börn læri forritun snemma á lífsleiðinni. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að geta aðgreint sig með skýrum hætti og að hafa einhverja sérstöðu, en við teljum okkur vera á góðum stað hvað það varðar.“ Má reikna með að einhver starfsemi verði á Íslandi í framtíðinni? „Rekstur Skema mun halda áfram hér á landi enda hefur fyrirtækið vaxið mikið síðustu tvö ár og sjáum við fram á áframhaldandi vöxt næstu mis­ serin. Okkar stærstu tækifæri í dag liggja í ráðgjöf við skóla og sveitarfélög vegna innleiðingar á forritunarkennslu og notkun­ ar tækni í skólastarfi sem og samstarfi okkar við sjóðinn Forritara framtíðarinnar sem við tókum þátt í að stofna í fyrra. Við sjáum fram á blómaskeið Skema næstu mánuði og ár og ætlum okkur stóra hluti á íslensk um og evrópskum markaði.“ Standa aðstæður á Íslandi, og þá sérstaklega fjármagnshöftin, rekstri svona fyrirtækis fyrir þrifum? „Gjaldeyrishöftin setja ákveðið strik í reikninginn og valda því að erfitt, dýrt og tíma­ frekt getur reynst fyrirtækjum að leita að fjármagni að utan. Til að mynda tók það okkur um átta mánuði og nokkur hundruð þúsund krónur í lögfræðikostn­ að að fá undanþágu frá Seðla bankanum fyrir stofnun og flutningi höfuðstöðvanna til Banda ríkjanna og sölu Skema til reKode. Við erum svo að reyna að fjármagna fyrstu skref reKode/ Skema í Bandaríkjunum með sölutekjum á Íslandi þar til áhættufjármagn fæst, en það hefur reynst þrautin þyngri vegna haftanna. Til að mynda óskuðum við eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að kaupa gjaldeyri til að lána erlenda félaginu og þá bað Seðla bankinn um staðfestingu löggilts endurskoðanda á því að við ættum ekki til þennan erlenda gjaldeyri. Samkvæmt lögum ber okkur að skila öllum erlendum gjaldeyri heim auk þess sem allar tekjur Skema eru í íslenskum krónum svo þessi spurning svaraði sér eiginlega sjálf. Við höfum því velt því fyrir okkur hvort þessar endalausu bréfaskriftir við Seðlabankann séu til þess gerðar að afla lögfræðingum og endurskoðendum vinnu. Það sem þetta hefur í för með sér er að fjöldi fyrirtækja er að fara úr landi. Þó að við viljum eflaust öll byggja upp höfuð - stöðvar á Íslandi verðum við að horfast í augu við það að við erum að reyna að byggja upp sjálfbær vaxtarfyrirtæki og það er ekki auðséð að það sé hægt á Íslandi nema á þröngum syllum og með mjög skilningsríka fjárfesta á bak við sig. Fyrirtækjarekstur byggist á viðskiptum, ekki föðurlandsást, og því verðum við sem rekum fyrirtækin að gera það sem í okkar valdi stendur til að skila af okkur góðum rekstri, þó að það þýði að við þurfum að fara með höfuðstöðvarnar úr landi.“ Þú hefur áður unnið að því að koma sprotum á legg – hvernig er sprotaumhverfið almennt á Íslandi? „Ég kom inn í sprotaumhverf­ ið árið 2008 þegar sprotarnir voru að vakna til lífsins á ný. Mitt fyrsta verkefni þar var að halda frítt sumarnámskeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 ásamt góðvini mínum, honum Hauki Guðjónssyni hjá Búnga­ ló. Við höfðum þá í nokkrar vikur rætt hvað væri hægt að gera til að vinna okkur hraðar út úr efnahagskreppunni og var niðurstaðan sú að í stað þess að bíða eftir að stjórnvöld kæmu með töfralausnir þyrftum við að gera eitthvað sjálf. Við fengum um tvö hundruð manns á námskeiðið og útskrif­ uðum þar af um fimmtíu sprota og eru margir hverjir ennþá starfandi í dag. Á þeim tíma var stuðningsumhverfi sprota í vexti og mikið af styrkjum og stuðningsverkefnum sem spratt upp hér og þar sem hægt var að sækja um. Það hélt áfram fram til 2012 en þá var fjár­ magn margra stuðningsverk­ efna uppurið og óljóst um framhald þeirra. Svo árið 2013 kom stór niðurskurður hjá Tækniþróunarsjóði sem var mikið áfall fyrir sprotaumhverfið því þessi sjóður hefur, að mínu mati, átt stóran þátt í því hversu vel hefur til tekist með fyrstu skref uppbyggingar sprota hér á landi síðustu sjö ár eða svo. Sem betur fer hefur aftur komið innspýting í sjóðinn og vonandi fær hann að halda áfram þess­ ari mikilvægu uppbyggingu. Aðgengi að húsnæði hefur líka verið gott, s.s. hjá frum ­ kvöðla setrum Nýsköpunarsjóðs auk þess sem Klak­Innovit hefur ásamt sínum samstarfs­ aðilum byggt upp mjög gott stuðningsnet fyrir frumkvöðla og aðstoðað marga við fyrstu skrefin. Það sem vantar hins Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Skema. „Sprotasamfélagið hér á landi er frábært og flestir þekkja flesta þannig að auðvelt er að leita ráða og reynslu hjá öðrum frumkvöðlum.“ ungir frumkvöðlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.