Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 96

Frjáls verslun - 01.04.2014, Qupperneq 96
96 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra: sveitarstjórnarkosningar eru að baki og það ber vel í veiði að fá að þeim loknum stöðumat stjórnmálafræðingsins, borgarstjórans fyrrverandi og nú innanríkis­ ráðherrans, hönnu Birnu kristjánsdóttur. Þ að eru stór lýðræðis- leg tíðindi í þessum kosningum,“ segir hún. „Þessi stóru lýðræðislegu tíðindi eru hin dræma kosningaþátttaka. Þetta er áhyggjuefni fyrir okk ur öll og við verðum að spyrja okkur hvað sé að gerast á Íslandi, hvaða þreyta þetta sé, hverjar séu ástæðurnar og hvort við getum brugðist við. Þetta finnst mér vera stærsta niðurstaðan í þessum kosningum. Mér finnst þetta líka vera mjög afdráttarlaus niðurstaða um það hversu ríku hlutverki sjálfboðaliðar gegna í stjórnmálastarfi. Þessar kosningar voru því í raun sigur sjálfboðaliðanna að mörgu leyti, því lýðræðið kallar á vinnu, mikil samskipti við fólk, kallar á það að halda fundi, ganga á milli kjósenda, banka á dyr, hringja símtöl … þetta lifandi samtal virðist nefnilega á endanum vera það sem dregur fólk á kjörstað. Þess vegna held ég að þessir hefðbundnu flokkar, eins og þeir eru gjarnan skilgreindir, hafi náð lengra en framboð sem treysta á ómarkvissara form og fyrirkomulag. Við sjáum þetta víða út á landi; því öflugra sem starfið er, grasrótarstarfið, þeim mun meiri er þátttakan, og hún var minnst hér í Reykjavík. Mér finnst þetta vera sigur sjálfboðastarfsins og lærdómurinn er að það er ekki nóg að svara í skoð ana - könnunum – það þarf að fara og kjósa.“ Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur hreinn meirihlutaflokkur Talið berst að því að á undanförnum árum eru búnar að vera mjög margar kosn - ingar af ýmsu tagi; þjóðar - atkvæðagreiðslur, alþingis - kosn ingar, forseta kosn ingar og nú sveitar stjórnar kosningar. „Kannski er komin upp einhver þreyta vegna tíðra kosninga,“ segir Hanna Birna. „Sveitar stjórnarkosningarnar snerust ekki mikið um málefni og því miður er þessum nærþjón ustuverkefnum sveitarfélaganna síður sinnt í fjöl miðlum en landsmálunum. Þú þarft varla að opna munninn í pontu á Alþingi nema um það sé fjallað og almenningur þannig upplýstur. Á sama tíma geta verið risastór mál í sveitarstjórnum og enginn fjallar um þau. Ég held að það þurfi að hugsa þessi mál svolítið upp á nýtt og afgreiða sveitarstjórnarstigið skýrar sem þann lýðræðislega mikilvæga vettvang sem það er. Stundum er látið eins og málefni sveitarstjórna séu í fyrstu deild inni en málefni Alþingis í úrvalsdeildinni. Það er ekki þannig.“ Hanna Birna getur þó varla verið sátt við útkomu Sjálf - stæðisflokksins í Reykjavík í þessum síðustu kosningum. „Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn verði að líta á þessa niður - stöðu líkt og hann verður að líta á niðurstöðu síðustu alþingiskosninga. Sjálfstæðis - flokkurinn hefur ekki verið með nægilega sterka stöðu í Reykjavík í alltof langan tíma. Þetta er þróun sem við höfum verið að sjá síðast lið - in tíu ár. Ég átta mig á því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hreinn meiri - hluta flokkur í Reykjavík og það eru næstum tuttugu og fimm ár síðan sú staða var síðast uppi í kosningum. En Sjálf stæðisflokkurinn á miklu meira inni en hann hefur notið í kosningum í Reykja vík að undanförnu. Skýringin er fjölþætt og fjöl - breytt. Ég held að hún lúti m.a. að því að huga betur að flokksstarfi í Reykjavík, skerpa á skilaboðunum okkar og vera í betri takt við það sem nútíma borgarsamfélag kallar á. Ég hef lengi talað fyrir breyttum vinnubrögðum á vett vangi stjórnmálanna og er sannfærð um að verði Sjálfstæðisflokkurinn sú fyrir - mynd sem hann á að vera og getur orðið hvað það varðar munum við uppskera.“ En geta rafrænar kosningar verið lausnin gagnvart minnk­ andi kosningaþátttöku? „Ég held að það sé ekki kominn tími á almennar rafrænar kosningar til þings eða sveitar- stjórna. Ég er hins vegar mjög hrifin af hugmyndinni um að auka tækifæri almennings til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum með rafrænum hætti. Við erum þegar að vinna með ýmis slík verkefni hér í ráðuneytinu. Ég held að þá þurfi að þjálfa og auka traust á þeirri leið áður en við segjum að þannig eigi almennar kosningar að vera. Norðmenn eru komnir lengst í þessu en þeir eru farnir að taka utankjörstaðaatkvæði með rafrænum kosningum og hefur það þótt mjög stórt skref. Ég held að athöfnin að ganga á kjörstað og merkja við seðilinn sé ennþá ríkur þáttur í huga Íslendinga um kosningaþátttöku almennings og ég held að við séum ekki enn komin á þann stað að geta sagt að almennar rafrænar kosningar séu lausnin. En við eigum að sjálfsögðu að taka fleiri skref í þessa átt, taka öflugt frumkvæði í þessum málum og skoða hvernig við getum nýtt tæknina til að fá fram afstöðu almennings í einstökum málum.“ almenningur vildi breytingar 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: Björn viGnir siGurpálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.