Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 68
68 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 þarfar kerfisbreytingar og framtíðarstefna fyrir Ísland Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já: K atrín Olga Jóhannesdóttir segir að starfsmenn Já séu stoltastir af útgáfu nýja Já-appsins sem hún segir hafa slegið í gegn hjá Íslendingum. „Enda er það þannig að viðkomandi er kominn í samband við fólk eða fyrirtæki innan við fimm sekúndum frá því að leit hefst.“ Hún segir að sér finnist atvinnulífið vera komið upp úr hjólförunum. „Auðvitað finnst okkur alltaf að það megi ganga hrað ar en við sjáum margar vísbendingar í hagtölum um að við séum komin úr þeirri stöðu sem við vorum í. Ég held líka að við þurfum að fara að tala þannig; mér finnst stundum að hin tilfinningalega kreppa hafi verið erfiðari en sú raunverulega.“ Katrín Olga segist vera mun bjartsýnni á uppgang atvinnulífsins en á sama tíma í fyrra. „Mér finnst vera mörg teikn í hagtölum sem auka bjartsýni. Við í atvinnu lífinu þurfum að skoða hvað við getum gert til að auka hagsæld hér á landi en ekki treysta á að stjórnvöld leiði þann vagn. Við þurfum að skoða hvar við getum aukið framleiðni en það er ljóst að þar má gera mun betur ef við viljum vera í hópi þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Við þurfum að skoða hvað við getum gert til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar.“ Þegar hún er spurð hvert henni finnist vera brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar nefnir hún afnám gjaldeyrishafta sem hún segir að sé erfitt og vandasamt verk efni. „Við í atvinnulífinu erum orðin nokk - uð óþolinmóð og viljum fara að sjá fyrir end ann á gjaldeyrishöftunum, um leið og við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að vanda vel til verka. Þá finnst mér einnig brýnt að fara í þarfar kerfis breyt- ingar sem liggja mjög víða. Við þurfum að stytta grunn- og framhaldsskóla, við þurfum að vera með opinn huga fyrir því að hleypa einkarekstri inn í skóla- og heilbrigðiskerfið. Við þurfum að selja ríkis - eignir til að grynnka á skuldum þjóðar - búskaparins; af hverju þurfum við t.d. að hafa flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í ríkiseigu þegar flugvellir í nágrenni okkar eru flestallir reknir af einkaaðilum? Þá finnst mér nauðsynlegt að ræða breytingar á landbúnaðarkerfinu – öllum til hagsbóta. Verndarstefna hefur hingað til ekki verið til hagsældar, a.m.k. ekki fyrir bænd ur. Svo langar mig mikið til þess að ríkis - stjórnin blási til sóknar og hefji vinnu við stefnu mótun Íslands til framtíðar með þátttakendum frá stjórn, stjórnarandstöðu og öðrum hagaðilum. Ég held að það væri mjög gott að setja niður stefnu sem legg ur grunn til framtíðar og fá sem mesta sátt um hana þannig að við séum ekki að breyta algerlega um kúrs á fjögurra ára fresti – þetta væri grunnurinn sem allir væru sammála um en síðan gæti hver stjórn mála - flokkur haft sínar áherslur og um það sner - ust kosningar.“ Varð andi þrenn algengustu mistök stjórn - enda í starfi segir hún: „Í fyrsta lagi að gleyma sér í amstri dagsins og hlúa ekki að stefnumörkun til framtíðar, í öðru lagi að nýta sér ekki fjölbreytileika í starfs manna - hópi með tilliti til aldurs, menntunar og kyns og í þriðja lagi að bregðast of seint við ef hlutirnir ganga ekki upp.“ Hvað með besta veganestið sem Katrín Olga hefur fengið í stjórnun? „Að standa með sjálfri mér og hafa trú á fólki.“ katrín olga er í stjórn já hf., icelandair Group, Ölgerðarinnar og samráðsvettvangs um aukna hagsæld á íslandi. 2014 áhrifamestu konurnar 100 Katrín olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.