Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Við stofnun lýðveldisins bjuggu fjórir af hverjum tíu Íslendingum á höfuðborgar - svæðinu en núna sjö af hverjum tíu. En þurfum við að hafa áhyggjur? Úr bæ í borg B yggðastefna er enn einu sinni í um ræðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði byggðamál að umtalsefni í ávarpi sínu á Austurvelli 17. júní þegar Íslendingar minntust þess að 70 ár væru liðin frá stofnun lýðveldisins. Hann sagði að við lýð veldisstofnun hefðu fjórir af hverjum tíu Ís lendingum búið á höfuð borgarsvæðinu en núna sjö af hverjum tíu. Í þjóðarhátíðarræðu sinni fyrir ári sagði hann að ýmsar vísbendingar væru um að skilin á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins væru að dýpka. Nýr borgar stjóri, Dagur B. Eggertsson, segir í viðtali við Kjarn ann að ríkisstjórnin skilji ekki Reykjavík; skilji ekki þörfina fyrir fjölbreytt atvinnulíf; þörfina fyrir skapandi greinar og grænt hagkerfi – og tali fyrir gamaldags lausnum í atvinnumálum. Nýjasta útspilið tengt byggðastefnu eru áform ríkisstjórnarinnar um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu norður í skóla- og sjávarútvegs bæinn Akureyri. Almennt er byggðastefna byggð á handafli ekki talin árangursrík til langs tíma heldur sú sem mark - aðurinn fer höndum um. Ferðaþjónustan er besta dæmið um þetta. Ef einhver atvinnugrein hefur lagt sitt af mörkum til svonefndrar byggðastefnu á Íslandi á undanförnum árum er það ferðaþjónustan. Hún hefur verið vítamínsprauta fyrir byggð úti á landi – sem og í höfuðborginni. Fjarskiptabylting og stórgóðar samgöngur hafa sömuleiðis dregið stórlega úr muninum á að búa í borg eða strjálbýli. Algengasta gildran í umræðunni um byggðamál er að halda að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, telji að þeir geti stýrt uppbyggingu atvinnulífs úti um allt land. Þeir geta haft áhrif og gripið til ýmissa úrræða og ýtt undir búsetu úti á landsbyggðinni – en þeir ráða aldrei úrslitum um það hvar fólk kýs að búa standi vilji þess til einhvers annars. Umræður um byggðamál og búsetuflutninga úr bæjum til borga eru ekki nýjar af nálinni og ná langt aftur fyrir stofnun íslenska lýðveldisins. Straumar búsetunnar eru þeir sömu í öllum löndum; úr bæ í borg. Á þessum vettvangi hef ég margoft bent á að stjórnmálamenn eiga ekki að streitast á móti þessari þróun heldur leyfa frjálsum markaðsöflum að ráða ferðinni. Nægur kvóti í byggðarlögum, blómlegur land búnaður og öflug ferðaþjónusta eru vissulega for senda fyrir byggð úti á landi sem og á Íslandi yfir höfuð – en koma samt ekki í veg fyrir að fólk flytjist til borg arinnar, vilji það á annað borð flytjast þangað; t.d. vegna ættingja, aldurs, menningarlífs eða heilsu gæslu. Það eru hin frjálsu markaðsöfl sem stýra straumnum. Stjórnmálamenn geta og mættu raunar í auknum mæli lækka álagningarprósentu fasteignagjalda, lækka útsvar, lækka tekjuskatt og aðrar skattaálögur og gera bæði einstaklingum og fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir í viðkomandi bæjarfélögum og stofna til reksturs. En það ræður ekki úrslitum um hvar fyrirtæki koma sér fyrir. Stjórnmálamenn geta stuðlað að stofnun menntastofnana úti á landi, eins og þegar ákveðið var að stofna háskóla á Akureyri. En það eru gæði háskólans sjálfs sem ráða því hvort ungt fólk flyst norður og nemur við skólann. Hin frjálsu markaðsöfl ráða því hvaða vörur eru framleiddar, hvar og af hverjum. Vissulega hvöttu stjórnvöld til þess að Landsvirkjun reisti virkjun við Kárahnjúka – en það var vilji og áhætta Alcoa að reisa verksmiðjuna á Reyðarfirði sem réð að lokum úrslitum um virkjunina. Í kringum orkuverin, ál- og sjávarútvegsklasann um allt land hefur fjöldi háþróaðra verkfræði- og tæknifyrirtækja orðið til og þau flytja út hugvit. Stjórnvöld geta staðið að stórbættum samgöngum á milli landshluta og innan höfuðborgarsvæðisins sem stækka byggðakjarna, en ríða ekki baggamuninn standi viljinn til flutninga. Fjarskiptabyltingin hefur líklegast brotið niður stærstu múrana þegar kemur að búsetu. Fjöldi fólks úti á landi – sem og í höfuðborginni – hefur notað hugvitið og bryddað upp á alls kyns skapandi þjónustu við ferðamenn. Samt líta margir niður á ferðaþjónustuna; líta á hana sem undirmálsgrein og tala um nauðsyn þess að byggja upp skapandi greinar og hálaunahátæknifyrirtæki í grænu umhverfi. Þetta er ekki alveg svo einfalt. Allar atvinnugreinar styðja hver aðra innan íslenska hagkerfisins; sem er hvorki grænt né gult. Nýsköpun og frumkvöðlastarf gengur út á meira en að búa til hátæknifyrirtæki; eitthvað „hi-tech“. Það hljómar auðvitað vel að ríkisstjórn og borgaryfirvöld búi sprotafyrirtækjum hvetjandi umhverfi og hér spretti upp hvert hátæknifyrirtækið af öðru. Þetta er samt ekki eins og stjórnmálamenn setjist niður og geti sagt: Núna ætlum við að búa til hátæknifyrirtæki og grænt hagkerfi í höfuðborginni. Það er flóknara en svo – og fyrst og fremst verk annarra. Núna búa hlutfallslega fleiri á höfuðborgarsvæðinu en við stofnun lýðveldisins fyrir sjötíu árum. En þurfum við að hafa áhyggjur? Bætt lífskjör og sam göngur; aukin ferðalög og sumarbústaðaeign; erlendir ferðamenn og fjarskiptabylting hafa jafn - að svo muninn á búsetu á höfuðborgarsvæðinu og lands byggðinni að hann hefur aldrei verið eins lítill. Byggðakjarnar eru allt aðrir en áður. Höfuð - borgarsvæðið nær núna frá Hvolsvelli til Borgarness – jafnvel Stykkishólms – og fer stækkandi. Borgarlífið kann að vera tækifæri. Það er hins vegar lífið sjálft sem er tækifæri – bæði í borgum og bæjum. Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Vinnan okkar snýst um að vinnan þín gangi vel. Við leggjum okkur fram um að kynna okkur starfssvið þitt, og þó svo að við þekkjum helstu viðfangsefnin kannski ekki eins vel og þú, þá vitum við vel hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu af þjónustu við íslensk fyrirtæki, þekkir fjölbreyttan atvinnurekstur af eigin raun og býður fram þekkingu sína og áhuga til að efla þinn rekstur. Þekking sprettur af áhuga. Rósa Guðmundsdóttir hefur í tólf ár veitt stærri fyrirtækjum fjármálaþjónustu með sérstakri áherslu á verkefni á fasteignamarkaði. Rósa er viðskiptastjóri fasteignateymis Íslandsbanka. Fyrirtækjaþjónusta islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 6 5 2 Jón G. Hauksson leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.