Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
Þau mega ekki fara að snúast
um einn og einn einstakling.
Mestu skiptir að við erum að
gera meiriháttar beytingar á
þessum málaflokki sem verða
innleiddar í haust. Við erum
nýbúin að gera mikilvægan
samning við Rauða krossinn
um þjónustu við hælisleitendur,
við erum að vinna með þing -
mönnum allra flokka að því að
innleiða hér algjörlega nýjar
reglur um málshraða en það
er það sem Ísland er aðallega
gagnrýnt fyrir – að vera alltof
lengi að afgreiða málin. Nú á
þetta að fara úr nokkrum árum í
nokkra mán uði og það mun ekki
aðeins bæta stöðu málaflokksins
heldur tryggja mun betri nýt ingu
takmarkaðs fjármagns. Ég er því
algjörlega sannfærð um að þessi
málaflokkur er á réttri leið og
við munum vinna vel með þessi
verkefni í framtíðinni.“
Einkaframkvæmdir
framtíðin
Loks beinist athyglin að sam -
göngumálum og hvaða fram -
kvæmdir séu þar helst fram -
undan. „Það eru mörg brýn og
stór mál á þeim vett vangi, en það
sem mér finnst skipta mestu máli
er að koma framkvæmdunum
í gang. Við vitum hins vegar
að eina leiðin til að gera það
er að sækja fjármagn annað
en til hins opinbera og opna
á einka framkvæmdir, þ.e.a.s.
fá fjármagn frá einkaaðilum,
lífeyris sjóðum og einstaklingum
og einhverjum sem til þess
hafa getu og áhuga að koma
inn í slíkar framkvæmdir. Við
höfum ekki nema örfá dæmi
um framkvæmdir af þessu tagi
og þar eru Hvalfjarðargöngin
sennilega besta dæmið. Við
viljum reyna þetta hér og erum
í ráðuneytinu í fullri vinnu
að undirbúa fleiri sambærileg
verkefni, t.d. Sundabrautina.
Ég tel að við eigum að skoða
öll svona verkefni hvar sem
við getum hleypt einkaaðilum
eða fjárfestum að en það verði
þó jafnan bundið því skil -
yrði að vegfarendur hafi alltaf
möguleika á því að geta farið
aðra gjaldfrjálsa leið. Svo hafa
verið nefnd jarðgöng, sem
aldrei yrði farið í sem einka -
fram kvæmd nema að hluta til.
Þá þarf að skoða útfærslur af
þessu tagi við fram kvæmdir á
flugvöllum og höfnum og opna
á það sem allar nágrannaþjóðir
okkar eru löngu búnir að gera.
Það er ekki að ástæðulausu sem
miklar samgönguframkvæmdir
eiga sér nú stað í Noregi en það
er vegna þess að það er að hluta
til gert með einkafjármagni,
ekki bara opinberu fé. Þetta
tel ég að sé forsenda þess að
menn sjái í framtíðinni eða
næstu árin miklar breytingar í
samgöngumannvirkjum.“
Hanna Birna segir þessar nýju áherslur merki um að vilji sé
til að vinna verkefnin með
nýjum hætti og sækja fram á
sem flestum sviðum, í góðri
sam vinnu við fyrirtæki og fram -
kvæmdaaðila. „Við verðum að
þora að fara nýjar leiðir. Þora að
nýta tækifærin og spyrja nýrra og
ögrandi spurninga um hvernig
við tökum á móti nýjum tímum
og þeirri framtíð sem bíður
okkar. Ég er ákveðin í að grípa
öll þau tækifæri sem ég fæ í þessu
starfi til að gera vel fyrir íslenska
þjóð og samfélag og eftir ár í
ríkisstjórn – sem hefur það eitt
að markmiði að gera betur í dag
en í gær – er ég sannfærðari en
nokkru sinni fyrr um að Íslands
bíða enn betri tímar, aukin von
og framtíð sem við og börnin
okkar eigum og megum hafa
miklar væntingar til.“
„Við verðum að þora
að fara nýjar leiðir.
Þora að nýta tæki
færin og spyrja nýrra
og ögrandi spurninga
um hvernig við tökum
á móti nýjum tímum
og þeirri framtíð sem
bíður okkar. Ég er
ákveðin í að grípa öll
þau tækifæri sem ég
fæ í þessu starfi.“
Þórey S. Þórðardóttir,
frkvstj. Landssamtaka lífeyrissjóða.
Helga Árnadóttir,
frkvstj. Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu.
2014
áhrifamestu
konurnar
100