Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 98

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 98
98 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Þau mega ekki fara að snúast um einn og einn einstakling. Mestu skiptir að við erum að gera meiriháttar beytingar á þessum málaflokki sem verða innleiddar í haust. Við erum nýbúin að gera mikilvægan samning við Rauða krossinn um þjónustu við hælisleitendur, við erum að vinna með þing - mönnum allra flokka að því að innleiða hér algjörlega nýjar reglur um málshraða en það er það sem Ísland er aðallega gagnrýnt fyrir – að vera alltof lengi að afgreiða málin. Nú á þetta að fara úr nokkrum árum í nokkra mán uði og það mun ekki aðeins bæta stöðu málaflokksins heldur tryggja mun betri nýt ingu takmarkaðs fjármagns. Ég er því algjörlega sannfærð um að þessi málaflokkur er á réttri leið og við munum vinna vel með þessi verkefni í framtíðinni.“ Einkaframkvæmdir framtíðin Loks beinist athyglin að sam - göngumálum og hvaða fram - kvæmdir séu þar helst fram - undan. „Það eru mörg brýn og stór mál á þeim vett vangi, en það sem mér finnst skipta mestu máli er að koma framkvæmdunum í gang. Við vitum hins vegar að eina leiðin til að gera það er að sækja fjármagn annað en til hins opinbera og opna á einka framkvæmdir, þ.e.a.s. fá fjármagn frá einkaaðilum, lífeyris sjóðum og einstaklingum og einhverjum sem til þess hafa getu og áhuga að koma inn í slíkar framkvæmdir. Við höfum ekki nema örfá dæmi um framkvæmdir af þessu tagi og þar eru Hvalfjarðargöngin sennilega besta dæmið. Við viljum reyna þetta hér og erum í ráðuneytinu í fullri vinnu að undirbúa fleiri sambærileg verkefni, t.d. Sundabrautina. Ég tel að við eigum að skoða öll svona verkefni hvar sem við getum hleypt einkaaðilum eða fjárfestum að en það verði þó jafnan bundið því skil - yrði að vegfarendur hafi alltaf möguleika á því að geta farið aðra gjaldfrjálsa leið. Svo hafa verið nefnd jarðgöng, sem aldrei yrði farið í sem einka - fram kvæmd nema að hluta til. Þá þarf að skoða útfærslur af þessu tagi við fram kvæmdir á flugvöllum og höfnum og opna á það sem allar nágrannaþjóðir okkar eru löngu búnir að gera. Það er ekki að ástæðulausu sem miklar samgönguframkvæmdir eiga sér nú stað í Noregi en það er vegna þess að það er að hluta til gert með einkafjármagni, ekki bara opinberu fé. Þetta tel ég að sé forsenda þess að menn sjái í framtíðinni eða næstu árin miklar breytingar í samgöngumannvirkjum.“ Hanna Birna segir þessar nýju áherslur merki um að vilji sé til að vinna verkefnin með nýjum hætti og sækja fram á sem flestum sviðum, í góðri sam vinnu við fyrirtæki og fram - kvæmdaaðila. „Við verðum að þora að fara nýjar leiðir. Þora að nýta tækifærin og spyrja nýrra og ögrandi spurninga um hvernig við tökum á móti nýjum tímum og þeirri framtíð sem bíður okkar. Ég er ákveðin í að grípa öll þau tækifæri sem ég fæ í þessu starfi til að gera vel fyrir íslenska þjóð og samfélag og eftir ár í ríkisstjórn – sem hefur það eitt að markmiði að gera betur í dag en í gær – er ég sannfærðari en nokkru sinni fyrr um að Íslands bíða enn betri tímar, aukin von og framtíð sem við og börnin okkar eigum og megum hafa miklar væntingar til.“ „Við verðum að þora að fara nýjar leiðir. Þora að nýta tæki ­ færin og spyrja nýrra og ögrandi spurninga um hvernig við tökum á móti nýjum tímum og þeirri framtíð sem bíður okkar. Ég er ákveðin í að grípa öll þau tækifæri sem ég fæ í þessu starfi.“ Þórey S. Þórðardóttir, frkvstj. Landssamtaka lífeyrissjóða. Helga Árnadóttir, frkvstj. Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. 2014 áhrifamestu konurnar 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.