Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 89
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 89
land og við náðum utan um
þessa staði flesta sem töldust
á válista. Þannig tókum við
af mesta þrýstinginn sem er
einnig vel réttlætanlegt út frá
mikilvægi ferðaþjónustunnar
og því sem hún skilar okkur í
skatttekjur. Ég hef alltaf sagt
að ég vil ekki fórna afurð -
inni fyrir tímasetninguna
þannig að við höldum bara
áfram með þetta mál og
sjáum hvort náttúrupassinn
verður niðurstaðan eða hvort
einhverjar aðrar og betri leiðir
finnast. Við komum með þær
útfærslur á næsta þingi.“
Þær gagnrýnisraddir hafa
heyrst frá ferðaþjónustufólki
að greinin sé afskipt, t.d. varð -
andi fé til rannsókna. „Það
er alveg rétt að við höfum
ekki lagt mikið opinbert fé í
rannsóknir í ferðaþjónustunni,“
svarar Ragnheiður Elín. „Við
vorum að stíga skref í rétta
átt um daginn með því að
gera samning við Hagstofuna
um að endurvekja svokallaða
ferða þjónustureikninga. Í öllu
atvinnulífinu er stefnumótun til
framtíðar og öll ákvarðanataka
farsælust þegar hún er byggð á
gögnum og upplýsingum sem
liggja fyrir. Þessir reikningar
lögðust af eftir hrun en þetta
er byrjunin og auðvitað
má alltaf gera betur. Ég vil
vinna vel með Samtökum
ferðaþjónustunnar og öðrum
hagsmunaaðilum innan hennar
og ég veit hvað brennur á þeim.
Ef við skoðum gátlistann okkar
sjáum við að okkur miðar
ágætlega, búið er að koma
ferða þjónustureikningunum
í höfn, við höfum hafið
innviðauppbygginguna sem
varðar marga, erum að skoða
gjaldtökumálin og við erum
í sameiningu að bæta reglu -
umhverfið. Það er í anda þess
sem þessi ríkisstjórn stendur
fyrir – að einfalda regluverk,
draga úr skrifræðinu með það
að markmiði að bæta þjón -
ustuna við borgarana, bæta
um hverfið fyrir fyrirtækin, gera
þetta skilvirkara án þess þó að
verið sé að afnema allar reglur
eða eftirlit.“
Hún segir einnig að Ferða -
málastofa hafi verið fengin
til að taka út umhverfi ferða -
þjónustunnar í heild og koma
með tillögur til úrbóta. Guð -
finna Bjarnadóttir, fyrrverandi
rektor og þingmaður, fór fyrir
þessu verkefni og í skýrslu
um þessa vinnu eru beinar til-
lögur um það hvaða lögum
þurfi að breyta og tillögur sem
gera leyfisveitingar einfaldari.
„Ég hef ósjaldan nefnt dæmið
um ferðaþjónustufyrirtækið
fyrir norðan. Þar voru tvenn
hjón sem ætluðu að setja á
laggirnar gistingu, matsölu
og afþreyingarfyrirtæki. Þau
þurftu að sækja um fimmtíu og
fimm leyfi hjá sjö opinberum
stofnunum. Í skýrslunni er hins
vegar verið að leggja til eina
rafræna gátt þar sem þessir
aðilar gætu sett inn nauð syn -
legar upplýsingar einu sinni og
á hinum endanum væri einhver
sem ynni úr þeim. Ég vona að
við getum strax í haust komið
með breytingar á lögum í
þessum anda. Við erum líka að
breyta starfsumhverfi bílaleigna
og taka á ólöglegu gistingunni,
ekki síst með einföldun í huga.“
nýsköpunin heillandi
heimur
Eitthvert skemmtilegasta
verk efni Ragnheiðar Elínar
í þessu ráðuneyti hlýtur að
vera að sinna nýsköpuninni
og hún staðfestir það. „Þetta
er heill heimur út af fyrir sig
og ótrúlega skemmtilegur
heimur. Það sem hefur
kannski komið manni mest á
óvart er fjölbreytnin en líka
gróskan og hugurinn á bak
við þessi fyrirtæki. Þetta er
ekki bara eitthvert lítið og
krútt legt áhugamál, einhverjir
skrítnir uppfinningamenn
úti í horni með eitthvað sem
aldrei verður að neinu. Þetta
eru alvörufyrirtæki sem
skapa milljarðatekjur fyrir
Þær gagnrýnisraddir
hafa heyrst frá ferða
þjónustufólki að
grein in sé afskipt, t.d.
varð andi fé til rann
sókna. „Það er alveg
rétt að við höfum ekki
lagt mikið opinbert fé
í rannsóknir í ferða
þjónustunni.“
Ragnheiður Elín árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.