Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 178

Frjáls verslun - 01.04.2014, Side 178
178 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 „Starf mitt felst í að sinna og hafa yfirumsjón með þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru á skrifstofunni og leiða samskipti við viðskiptavini félagsins á svæðinu.“ R únar Bjarnason er nýráðinn forstöðu­ maður PwC á Norðurlandi sem þjónar svæðinu frá Hrútafirði austur á Vopnafjörð og rekur skrifstofur á Akureyri og Húsavík. Fyrirtækið veitir þjónustu á sviði endurskoðun­ ar, reikningsskila, fyrirtækja ­ ráð gjafar og skatta­ og lög fræðiráðgjafar auk þess sem smærri rekstraraðilar og ein staklingar nýta sér þjónustu fyrirtækisins við bókhalds­ og fram talsþjónustu. „Starf mitt felst í að sinna og hafa yfirumsjón með þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru á skrifstofunni og leiða sam­ skipti við viðskiptavini félagsins á svæðinu,“ segir Rúnar sem er nýfluttur norður ásamt fjölskyldu sinni. „Þar sem stutt er síðan ég tók við starfinu er ég rétt að byrja að kynnast viðskiptavinunum á Norðurlandi sem eru fjölbreytt fyrirtæki í mismunandi atvinnu ­ greinum. Þetta er mjög spenn­ andi starf þar sem Norðurland er mjög spennandi svæði sem býður upp á mörg tækifæri. Það sem mér finnst annars vera mest spennandi við starf mitt er að ég fæ víða sýn á atvinnulífið í landinu og kynnist þar af leiðandi mismunandi sjónar miðum og viðhorfum; fjöl breytileikinn er svo mikill í við skiptavinahópnum.“ Rúnar er Tungnamaður og ólst upp á bænum Brautar­ hóli í Biskupstungum. Hann hóf nám við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2005 og útskrifaðist sem viðskipta­ fræðingur árið 2008. Hann hóf störf hjá PwC í Reykjavík eftir útskrift og ári síðar hóf hann meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun við viðskipta­ fræðideild HÍ með fram vinnu og útskrifaðist úr því námi 2011. Hann fékk síðan löggildingu til endurskoðunarstarfa í janúar 2014. Maki Rúnars er Harpa Samú­ elsdóttir lögmaður og eiga þau sex ára dóttur og son sem fædd ist fyrr á þessu ári. „Fjölskyldan er í fyrsta sæti en annars eru áhugamálin íþróttir, útivist og ferðalög. Það hefur því miður ekki verið mikill tími til að sinna áhugamálunum að undanförnu en mér þykir t.d. gaman að spila fótbolta með félögunum og fara á skíði og skauta með fjölskyldunni. Dóttirin er að stíga sín fyrstu skref á skautum og skíðum og það má segja að ég sé líka að gera það þar sem ég hef ekki stundað það mikið. Mér finnst mjög gaman að vera samferða henni í því ferðalagi. Svo þykir mér einstaklega gaman að grípa í spil með fjölskyldunni og góð um vinum; bæði borðspil og 52 spil.“ Rúnar segir að ekki sé búið að skipuleggja sumarfríið en hann gerir ráð fyrir að dvelja í sumarbústað tengdafjölskyld ­ unnar á Ströndum auk þess að heimsækja foreldra sína sem búa í Biskupstungum. „Við dveljum gjarnan í sumar húsinu í nokkrar vikur á sumrin enda er svæðið einstök náttúru perla. Þar að auki er ég úr Biskupstungum, sem í dag heitir reyndar Bláskógabyggð, sem ekki er síðri náttúruperla. Þar búa foreldrar mínir og við reynum að vera þar eins mikið og við getum; það kemur þó því miður til með að minnka eitthvað eftir að við fluttum norður.“ TexTi: svava jónsdóTTir / Mynd: MarGréT Þóra – forstöðumaður PwC á Norðurlandi rúnar Bjarnason Nafn: Rúnar Bjarnason. Starf: Forstöðumaður PwC á Norðurlandi. Fæðingarstaður: Selfossi, 10. ágúst 1983. Foreldrar: Bjarni Kristinsson og Oddný Kristín Jósefsdóttir, kaupmenn og garðyrkjubændur. Maki: Harpa Samúelsdóttir lögmaður. Börn: Salka Rannveig, sex ára, og Vilberg Rafael sem fæddist fyrr á þessu ári. Menntun: Viðskiptafræðingur frá HR, MAcc í reikningsskilum og endurskoðun frá HÍ og löggiltur endurskoðandi. fólk frjals_verslun_augl_titt_utlit.indd 1 11.3.2013 15:06:02
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.