Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 153
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 153
Á
sdís Bára Magn -
ús dóttir er eig andi
og fram kvæmda -
stjóri JSB.
Hvaða atriði finnst þér helst
hafa breyst varðandi stöðu
kvenna innan atvinnulífsins á
síðustu tíu árum?
„Spurningin sjálf segir ýmis -
legt um það hvar við erum
stödd í jafnréttisvegferðinni.
Staða kvenna í atvinnulífinu
hefur breyst; ekki bara á síð ustu
tíu árum heldur á undan förnum
áratugum og á sér eðlilega
skýringu í þróun þjóð félagsins.
Konur eru atvinnu rekendur,
forstjórar, stjórn málamenn og
forsetar og mega líka eiga börn,
maka og heimili.
Hér erum við stödd sem þjóð,
verkaskipting kynjanna hefur
aldrei verið einkamál kvenna.
Þetta er í okkar höndum og
best er að láta málin þróast og
vaxa eðlilega.
mikilvægi skilnings á
framlagi kvenna
Ég hef ákveðnar efasemdir
um ýmsar aðferðir sem er
beitt, líkt og kynjakvóta. Ég
er hrædd um að slíkt geti
viðhaldið þeim stimpli að
konur séu minnimáttar og
að það þurfi að veita þeim
ein hverjar undanþágur. Ég
veit vel að markmiðið er að
auðvelda konum, sem hafa
tilskilda menntun og hæfileika,
að komast í störf sem þær hafa
hingað til ekki átt möguleika
á að sinna. Þetta getur verið
tvíbent en á hinn bóginn má
spyrja hvort við höfum ein -
hverjar betri lausnir.
Ég er sannfærð um að konur
muni öðlast traust og virðingu
fyrir störf sín í atvinnulífinu,
líkt og þær gerðu hér fyrr á
öldum þegar þær stýrðu stórum
heimilum og þurftu að sýna
mikla útsjónarsemi, nýtni,
dugn að og þor, í ekkert minna
mæli en atvinnurekendur á
okkar dögum. Það þarf að
ríkja skilningur á því hve mikil -
vægt framlag kvenna er til
atvinnulífsins. Við höfum ekki
efni á því að hafna og halda
niðri starfskröftum af þessu
tagi.“
„Hér erum við stödd
sem þjóð, verkaskipt
ing kynjanna hefur
aldrei verið einkamál
kvenna. Þetta er í
okkar höndum og best
er að láta málin þróast
og vaxa eðlilega.“
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Hjá JsB er metnaður lagður í persónulega þjónustu þar sem starfsfólk
aðstoðar við val á tímum og námskeiðum.
Nafn: Ásdís Bára Magnúsdóttir.
Starf: Eigandi og framkvæmda-
stjóri Dansræktar JSB.
Markmið fyrirtækisins:
Fyrirtækið Dansrækt JSB skipt-
ist í Danslistarskóla JSB og
Líkamsrækt JSB. Markmið
Dans listarskóla JSB er að efla
dans menningu með því að veita
börnum og unglingum vandað
listdansnám sem er sniðið að
ólíkum þörfum nemenda. Námið
hvetur jafnframt til skapandi
hugsunar, sjálfstæðis og sjálf-
strausts og veitir dýrmætt
veganesti út í lífið.
Líkams rækt JSB hefur það mark -
mið að veita konum á öllum
aldri fjölbreytta og heilsueflandi
líkamsrækt, skapa vellíðan og
leggja þannig grunn að auknum
lífsgæðum.
Kynjakvóti getur verið vafasamur
KonuR Í FoRSVARi
ásdís Bára Magn úsdóttir er eig andi og fram kvæmda stjóri JSB.