Frjáls verslun - 01.04.2014, Page 170
170 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014
fyrir rúmu ári, hinn 14. maí 2013, birti leikkonan angelina Jolie grein í new york times þar
sem hún greindi frá því að hún hefði farið í brottnám á báðum brjóstum vegna þess að í
fjölskyldu hennar væri þekkt arfgeng stökkbreyting í BrCa1geni, sem yki gríðarlega hættu
á að fá brjósta og eggjastokkakrabbamein.
Þ
að er óhætt að
segja að frásögn
Jolie hafi valdið
upp námi með al
kvenna um allan
heim. Fjölmargar
konur tóku undir með henni og
sögðust hefðu gert hið sama
í hennar sporum. Einkum þær
sem þegar vissu eða grunaði
að um arfgengt krabbamein
væri að ræða hjá sér eða í
fjöl skyldu sinni. Líka þær sem
vissu af aukinni tíðni krabba
meins í fjölskyldu sinni en ekki
hafði verið rannsakað hvort um
sjúk dóms valdandi stökkbreyt
ingu væri að ræða. Aðrir, bæði
konur og karlar, lýstu vanþóknun
sinni á því að heilbrigð kona á
besta aldri skyldi fara svo í dýra
og um fangsmikla skurðaðgerð,
mögulega að ástæðulausu. Yfir
1.700 athugasemdir eru við grein
hennar í blaðinu og mörg hundr
uð greina og bréfa á net inu.
Umræða á samfélagsmiðlum
var einnig mikil. Hvað sem segja
má um ákvörðun og tilkynningu
leikkonunnar er ljóst að hún
hefur skapað umræðu, þekkingu
og vitund um arfgenga þætti
brjóstakrabbameins og hvatt
fjölmargar konur með fjölskyldu
sögu um brjósta og eggja
stokka krabbamein til að fara í
erfðaráðgjöf og erfðarannsókn.
ísland
Rúmlega tvö hundruð konur og
um tveir karlar greinast árlega
með brjóstakrabbamein á Ís
landi. Brjóstakrabbamein er
al gengasta krabbamein kvenna
og um 30% alls krabbameins
sem konur fá. Líkur íslenskrar
konu á að fá brjóstakrabbamein
fram til sjötíu ára aldurs eru um
12% en kona sem ber breytingu
í brjóstakrabbameinsgenunum
BRCA1 eða BRCA2 er með
margfalt meiri líkur á að greinast
með sjúkdóminn. Langflestar
teg undir brjóstakrabbameins eru
af óþekktum orsökum en áætlað
er að erfðaþættir, og þá oftast
stökkbreyting í BRCAbrjósta
krabbameinsgen um (Breast
Cancer), eigi þátt í rúm lega 10%
alls brjóstakrabba meins kvenna
og helmingi brjósta krabbameins
hjá körlum. Sterk saga er um
brjóstakrabba mein í mörgum
fjölskyldum án þess að nokkrir
erfðaþættir finnist sem útskýrt
geti söguna.
BrCagenin tvö
BRCAgenin (oft borið fram
„brakka“) eru tvö og heita BRCA1
og BRCA2. Hið fyrra fann Mary
Claire King árið 1990 en hið
seinna 1995 og var það rað greint
efTir viGdísi sTefánsdóTTur / Myndir: Geir ólafsson ofl.
Brjóstakrabbamein og áhrif
angelinu Jolie