Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 64
64 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 Elínrós Líndal, forstjóri og listrænn stjórnandi ELLU: heildsalan á fatnaði Í 70% vexti á milli ára elínrós líndal, forstjóri og listrænn stjórnandi ellu, hlaut í mars stjórnendaverð­ laun stjórnvísi. elínrós hefur mörgum hnöppum að hneppa en fyrir utan að starfa hjá ellu var hún í fyrra valin til þátttöku í World economic forum þar sem hún sinnir aðallega málefnum sem varða umhverfið og jafnrétti kynjanna. E línrós segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig að fá verðlaun Stjórnvísi í flokki frumkvöðla og segist telja að frumkvöðlafyrirtæki þurfi góða stjórnendur því oft og tíðum geti óvissan verið mikil og vegvísar fáir. „Viðurkenningin hefur þá merk ingu fyrir mig persónulega að mitt fólk ber traust til mín sem stjórnanda og að ég sé á réttri leið. Að mínu mati ligg - ur minn helsti kostur í því að draga að mér og finna frá bæra sérfræðinga. Ég hef óbil andi áhuga á fólki og hef til hneig - ingu til að vilja einfalda hlutina. Þar sem ég er ekki sérfræð - ingur sjálf reyni ég að forðast að ganga í þeirra verk en ég vil hafa sterk gildi og skýra sýn og svo treysti ég þeim sem ég raða í kringum mig 100%. Ég fagna því þegar við gerum mistök og reyni að hafa alla ferla fyrir - tækisins þannig að mistök komi upp snemma í ferlunum og þannig getum við leiðrétt auð - veldlega og gert betur.“ Elínrós segist leggja allt sitt traust á viðskiptahugmynd ELLU og að hún vilji búa til verð mæti fyrir samfélagið. „Ég er ekki gráðug en vil að starfsfólk mitt hafi það gott. Ég hef heyrt að ég sé ein sú lærdómsfúsasta sem fólk hefur hitt og ég hef óbilandi trú á því að vaxa í starfi, hvort heldur er sem stjórnandi eða leiðtogi. Mér finnst mikilvægt að ég sem og allir sem vinna fyrir mig séu í innsæinu en ekki egóinu sínu – og eins finnst mér engin ein okkar ELLA. Hópurinn myndar kúltúrinn og allir leggja eitthvað til málanna.“ Stefnir á alþjóðamarkað Elínrós segist stefna á að ELLA fari á alþjóðamarkað innan nokkurra ára en nú sé unnið að því að anna eftirspurn hér á landi. „Við höfum einungis náð að sinna 20% af eftirspurn á heimamarkaði en ég vil ná rúmlega 2% af heildarveltu á heimamarkaði áður en við förum út. Sem dæmi má nefna að heildsalan okkar á fatnaði er í 70% vexti á milli ára en ilmvötnin hafa farið í allt að 400% vöxt á milli ára, sem er ákaflega vandasamt að mörgu leyti. Í mínum bransa þykir 20% vöxtur mjög góður og allt umfram það er nánast ógerlegt nema maður taki inn fjárfesta eða fjármagn. Lífrænn vöxtur gengur út á að veltufjármagn standi undir vexti og rekstri en eins og vaxtatölurnar hjá okkur eru þessa dagana verð ég að skoða fleiri valmöguleika og kosti.“ Vill á hlutabréfa - markað Elínrós segir að sig langi til að ELLA verði fyrsta fyrirtækið í þessum bransa til að fara á hlutabréfamarkað hérlendis. „Ég vil sýna fram á að hægt er að vera á almennum markaði án þess að fórna gildum eða markmiðum enda er fjármálaheimurinn ekki illur í eðli sínu. Þetta er á fimm ára planinu mínu. Á tíu ára planinu langar mig síðan að staðsetja ELLU sem íslenskt fyrirtæki á alþjóða - markaði sem hefur mikilvæga rödd þvert á landa mæri. ELLA verður aldrei eitt af stóru merkjunum en getur auðveld - lega orðið eitt af þeim mikil - vægustu. Mig langar að fara inn á eitt markaðssvæði í einu og draumurinn er að fá þann heiður að stýra fyrirtækinu í gegnum þetta ferli. Í raun er mér sama hver á ELLU því í minni eigu tæki það eflaust um 50 ár að ná þessum mark miðum á lífrænum vexti. Frumkvöðullinn ég hef ekki þolinmæði í slíkt. Eins þætti mér ákaflega skemmtilegt að hafa fleiri hæfileikaríka einstakl- inga í hópnum.“ Hafa óbilandi trú á hugmyndinni Elínrós segir að í byrjun þurfi frumkvöðlar að hafa óbilandi trú á hugmynd sinni og átta sig á að mögulega muni 90% þeirra sem frumkvöðlarnir tala við ekki trúa á eða skilja hugmyndina – enda sé hún ný. „Frumkvöðullinn þarf að ræða hugmyndina við alla og engan og vera fús til að draga frá tjöldin og hleypa sólinni inn. Þannig geta þeir séð alla galla í hugmyndinni, lagað hana til og mótað. í þessu ferli er einnig áhugavert að raða í kringum sig fólki sem hefur trú á hugmyndinni og er sérfræðingar á ólíkum sviðum. Til að koma fyrirtækjum sínum áfram verður svo frumkvöðullinn að skilja að hugmyndin þarf að ná út fyrir hans eigið egó. Hann þarf að vera tilbúinn að sleppa tökum eða ekki. Að eiga 100% í engu er verra en að eiga ekkert í einhverju sem maður stofnaði og átti í byrjun. Mjög oft eru frumkvöðlar látnir fara of fljótt úr fyrirtækjum sínum, sem er að mínu mati mistök því oftast er það frumkvöðullinn sem er með ástríðuna og hæfileikana til að smita út frá sér áhuga og skilningi á fyrirtækinu.“ umhverfið og jafnrétti kynjanna Elínrós var í fyrra valin í sjálfstæðu alþjóðastofnunina World Economic Forum en meðlimir setja saman dagskrá til að móta hvað hægt er að 2014 áhrifamestu konurnar 100 TexTi: svava jónsdóTTir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.