Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 121
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 121
vegar hér er „smart money“.
Aðgengi að fjármagni hér er að
mínu mati ekki nógu gott fyrir
sprota og aðeins nokkrir sjóðir
sem hægt er að sækja í. Þeir
hafa flestir reynslu í hátækni,
sem er gott, en fjölbreytnin er
ekki nógu mikil, sem verður
til þess að fyrirtæki eins og
okkar þarf að leita út fyrir land
steinana að fjármagni þar sem
þekking, reynsla og sambönd í
okkar geira fylgja með.
Þá er hér mikill skortur á
engla fjármagni sem þarf fyrir
það stig þar sem sprotarnir eru
á milli styrkja og fagfjárfesta
(tíu til sjötíu milljóna króna
fjár mögnun) sem og skilningi
fjárfesta á því að skömmtun
á fjármagni er ekki líkleg til
árangurs. Sprotasamfélagið
hér á landi er frábært og flestir
þekkja flesta þannig að auðvelt
er að leita ráða og reynslu hjá
öðrum frumkvöðlum án þess að
þurfa að fara í gegnum marga
milliliði. Nýliðun hefur líka verið
góð, ekki síst síðustu tvö til
þrjú ár í kjölfar þess að Startup
Reykjavik var sett á laggirnar.
Startup Icelandráðstefnan,
sem Bala Kamallakharan hefur
haft veg og vanda af, hefur líka
verið frábær vettvangur fyrir
frumkvöðla hér á landi til að fá
tengingar við erlenda frum
kvöðla, blaðamenn, fjárfesta
og aðila úr stuðningsumhverfi
erlendis. Almennt myndi ég því
segja að sprotaumhverfið hér
á landi væri gott þó að alltaf
megi gott bæta og þá ekki síst
hvað fjármögnun varðar. En
það kemur eflaust á næstu tíu
árum eða svo, ekki síst þegar
frumkvöðlar dagsins í dag
hafa selt sín fyrirtæki og bæst
í hóp englafjárfesta sem hafa
reynslu og innsýn í rekstur
sprotafyrirtækja og hvað þarf til
að þau nái árangri.“
Ný tækni í gamalli mynd
Kúla3D er fyrirtæki sem byggist á einfaldri en mjög tæknilegri hugmynd: Íris Ólafsdóttir hefur
hannað búnað til að setja á linsur ljósmyndavéla og fá út þrívíddarmyndir. Því heitir fyrirtækið
Kúla3D. Þar eru nú fjórir starfsmenn
Kúla hefur starfað í þrjú ár. Hvar
ertu á vegi stödd í uppbyggingu
fyrirtækisins?
„Fyrsta lausnin okkar, sem
gerir þrívíddarmyndatöku með
SLRmyndavélum mögulega,
bíður þess að fara á markað.
Lausnin samanstendur af tæki
sem heitir Kúla Deeper og er
sett framan á linsur ljósmynda
véla og hugbúnaði sem vinnur
úr útkomunni svo hægt sé að
horfa á þrívíddarmyndir og
þrí víddarmyndskeið með hvaða
tækni sem er; allt frá gömlu
góðu rauð/bláu gleraugunum til
þrí víddarsjónvarps, nú eða með
sýndarveruleikatækinu Oculus
Rift. Næsta útgáfa, sem er
álíka lausn fyrir farsíma, er langt
komin. Þróun og mark aðssetning
hefur verið styrkt af Tækniþró
unarsjóði, Nýsköpunarmiðstöð,
átaks verk efnum eins og
Starfsorku og átaki til atvinnu
sköpunar og svo Atvinnumálum
kvenna. Núna erum við að vinna
í að fjár magna framleiðsluna
til að koma þessum lausnum
á markað. Við erum því komin
með vöru sem er tilbúin á
markað. Það er búið að undir
búa framleiðsluna, sem er líka
aðeins komin af stað, markaðs
setningin hefur tekist vonum
framar þar sem við höfum fengið
umfjöllun á helstu tæknivefsíðum
heims og í kjölfarið hafa risa
stórir endursölu- og dreifingar-
aðilar haft samband. Af því að
Íris Ólafsdóttir rafmagnsverkfræðingur.
Íris Ólafsdóttir hjá Kúlu3D