Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 124

Frjáls verslun - 01.04.2014, Blaðsíða 124
124 FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 teiknistíl þegar við stofnuðum Tulipop og við Helga ákváðum að byggja fyrirtækið á þeim stíl. Frá stofnun hef ég leitt þróun Tulipop­ævintýraeyjunnar og persónanna sem þar búa. Ég hef teiknað alla karakterana og Tulipop­eyjuna, sem er li trík og björt en um leið er hún drungaleg og dökk. Á eyjunni búa fimm ólíkar aðalpersónur; blíði sveppastrákurinn Bubble, hugrakka sveppastelpan og systir Bubble hún Gloomy, sérvitri gimsteinabóndinn Mr. Tree, hæfileikaríka sirkusstjarn- an Miss Maddý og hjartagóði ógnvaldurinn Fred. Fleiri hafa þó komið að sköpun heimsins og gerð per ­ sónanna og þá má fyrsta nefna Margréti Örnólfsdóttur rithöf ­ und, sem skrifaði Tulipop­bók­ ina Mánasöngvarann sem kom út árið 2012. Það var virkilega gaman að vinna með Möggu, hún skildi nákvæmlega hvernig hver karakter ætti að vera og gæddi þá lífi.“ Hvar er helsti markaður? Er hörð samkeppni? „Við erum sannfærðar um að Tulipop geti náð árangri víða um heim en það skiptir máli að hafa fókus og reyna ekki að sigra allan heiminn í einu. Auk þess að leggja áherslu á að sinna heimamarkaði vel höfum við frá byrjun ársins markvisst unnið að markaðssókn í Bretlandi, tökum þar þátt í vöru sýningum reglulega og förum í söluferðir til að styrkja tengsl við seljendurna. Til við bótar erum við að vinna í að byggja upp sambönd við dreifingar fyrirtæki og umboðs­ menn í öðrum Evrópulöndum og vinnum meðal annars með öflugum umboðsmanni í Skandi navíu. Samkeppnin er mikil en það þýðir ekkert að gefast upp, maður þarf að hafa brennandi trú og áhuga á því sem maður gerir til að ná árangri. Vonandi tekst það.“ Aðstæður sprotafyrirtækja á Íslandi. Eru fjármagnshöftin til vandræða? „Fjármagnshöftin eru vissu ­ lega til vandræða. Mörg fyrirtæki þurfa til dæmis að stofna dótturfélög erlendis til að liðka fyrir viðskiptum, en vegna fjármagnshaft­ anna krefst slíkt umtalsverðra bréfa skrifta við Seðlabankann og kaupa á lögfræðiaðstoð. Á meðan stjórnendur sprota ­ fyrirtækja sinna slíkum verkefn­ um eru þeir ekki að byggja upp fyrirtækin sín. Almennt er hins vegar að mörgu leyti mjög gott að reka fyrirtæki á Íslandi. Það er auðvelt og ódýrt að stofna fyrirtæki og boðleiðir eru stutt­ ar. En ýmislegt mætti bæta, t.d. gerir hátt tryggingagjald litlum fyrirtækjum erfitt að fastráða starfsfólk. Síðan er það líka staðreynd að mörg ung og efnileg fyrirtæki leggja upp laupana þar sem þau vant­ ar fjármagn. Það væri mjög æskilegt að reyna að tengja betur saman sprotafyrirtæki og fjárfesta til þess að fleiri fyrir- tæki geti vaxið og dafnað.“ „Á þeim fjórum árum sem fyrirtækið hefur starfað höfum við byggt upp sterka gjafavöru línu sem hefur verið seld til um sextíu verslana.“ Ritgerðin varð að fyrirtæki Fida Abu Libdeh er upprunnin í Palestínu og lauk prófi í orku- og umhverfistæknifræði frá Keili, háskólasetrinu á Keflavíkurflugvelli. GeoSilica er fyrirtæki myndað í framhaldi af námi og lokaverkefni Fidu. Var það tilviljun að þú gerðir þetta að lokaverkefni þínu? „Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfinu okkar og nýtingu á þeim auðlindum sem við eigum til að búa til það sem við þurfum fremur en að fara hefðbundnar leiðir, s.s. að flytja slíkar vörur inn. Þegar ég var að leita að lokaverkefni var fyrirtækið Agnir ehf. að óska eftir nemendum til að rannsaka jarðhitavökva sem þeir voru að vinna með og athuga áhrif hans á líkamann, svona hálfgerð klínísk rannsókn. Ég þróaði verkefnið aðeins og endaði með því að skrifa um nýtingu á kísli og jarðsjó frá Reykjanesvirkjun og áhrif þeirra á gerla og sveppi. Þar var ég að skoða áhrif kísils á líkamann, hár, húð og neglur. Einnig skoðaði ég magn kísils í líkaman um og komst að því að kísill er nauðsyn­ legt fæðubótarefni þar sem að með aldrinum á líkaminn erfiðara með að vinna kísil úr fæðu, sem leiðir til kísilskorts. Skólabróðir minn, Burkni Pálsson, var á sama tíma að skoða aðferðir til hreinsunar á kísli og hafði sama áhuga og ég á þessu steinefni. Við gerðum okk ur grein fyrir því að fyrir okkur lægi mikið viðskiptatækifæri. Strax eftir útskrift stofnuðum við fyrirtækið geoSilica Iceland ehf. og hefur fyrirtækið það markmið að nýta affallsvatn frá jarðvarma­ virkjunum til að framleiða hágæðakísilheilsuvörur.“ Hvar er fyrirtækið núna statt á þróunarbrautinni? „Þetta er stórt og umfangs­ mikið verkefni. Þróun á okkar fyrstu vöru er nú lokið og hún er íslenskt kísilfæðubótarefni sem selt verður í 300 ml flöskum. Markaðskynning á kísli er hafin hjá okkur og við reynum að vera mjög áberandi á samfélags­ miðlum auk þess að mæta á alla viðburði sem tengjast nýsköpun og nýtingu á auðlind­ unum okkar til að kynna sprota­ fyrirtækið og starfsemi þess. Stærsta áskorunin er að kynna nauðsyn kísils til inntöku, en hann er oft kallaður gleymda næringarefnið sökum lítillar vitundar um nauðsyn hans og virkni í líkamanum, s.s. þá staðreynd að kísill hjálpar líka­ manum að koma öðrum stein­ efnum fyrir í beinum. Erlendis má náttúrlega finna mun stærri markað en hér heima og kísill og áhrif hans mun þekktari. Þó virðist vera lítil samkeppni um náttúrulegan kísil um allan heim og teljum við okkur hér á Íslandi hafa forskot þar sem okkar vara er 100% náttúruleg og mikið magn af kísli fellur til frá jarðvarmavirkjunum lands­ ins, t.d. falla út um þrettán þúsund tonn á ári einungis frá Hellisheiðarvirkjun. Persónulega Fida Abu Libdeh hjá geoSilica ungir frumkvöðlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.