Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 89

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 89
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 89 land og við náðum utan um þessa staði flesta sem töldust á válista. Þannig tókum við af mesta þrýstinginn sem er einnig vel réttlætanlegt út frá mikilvægi ferðaþjónustunnar og því sem hún skilar okkur í skatttekjur. Ég hef alltaf sagt að ég vil ekki fórna afurð - inni fyrir tímasetninguna þannig að við höldum bara áfram með þetta mál og sjáum hvort náttúrupassinn verður niðurstaðan eða hvort einhverjar aðrar og betri leiðir finnast. Við komum með þær útfærslur á næsta þingi.“ Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá ferðaþjónustufólki að greinin sé afskipt, t.d. varð - andi fé til rannsókna. „Það er alveg rétt að við höfum ekki lagt mikið opinbert fé í rannsóknir í ferðaþjónustunni,“ svarar Ragnheiður Elín. „Við vorum að stíga skref í rétta átt um daginn með því að gera samning við Hagstofuna um að endurvekja svokallaða ferða þjónustureikninga. Í öllu atvinnulífinu er stefnumótun til framtíðar og öll ákvarðanataka farsælust þegar hún er byggð á gögnum og upplýsingum sem liggja fyrir. Þessir reikningar lögðust af eftir hrun en þetta er byrjunin og auðvitað má alltaf gera betur. Ég vil vinna vel með Samtökum ferðaþjónustunnar og öðrum hagsmunaaðilum innan hennar og ég veit hvað brennur á þeim. Ef við skoðum gátlistann okkar sjáum við að okkur miðar ágætlega, búið er að koma ferða þjónustureikningunum í höfn, við höfum hafið innviðauppbygginguna sem varðar marga, erum að skoða gjaldtökumálin og við erum í sameiningu að bæta reglu - umhverfið. Það er í anda þess sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir – að einfalda regluverk, draga úr skrifræðinu með það að markmiði að bæta þjón - ustuna við borgarana, bæta um hverfið fyrir fyrirtækin, gera þetta skilvirkara án þess þó að verið sé að afnema allar reglur eða eftirlit.“ Hún segir einnig að Ferða - málastofa hafi verið fengin til að taka út umhverfi ferða - þjónustunnar í heild og koma með tillögur til úrbóta. Guð - finna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor og þingmaður, fór fyrir þessu verkefni og í skýrslu um þessa vinnu eru beinar til- lögur um það hvaða lögum þurfi að breyta og tillögur sem gera leyfisveitingar einfaldari. „Ég hef ósjaldan nefnt dæmið um ferðaþjónustufyrirtækið fyrir norðan. Þar voru tvenn hjón sem ætluðu að setja á laggirnar gistingu, matsölu og afþreyingarfyrirtæki. Þau þurftu að sækja um fimmtíu og fimm leyfi hjá sjö opinberum stofnunum. Í skýrslunni er hins vegar verið að leggja til eina rafræna gátt þar sem þessir aðilar gætu sett inn nauð syn - legar upplýsingar einu sinni og á hinum endanum væri einhver sem ynni úr þeim. Ég vona að við getum strax í haust komið með breytingar á lögum í þessum anda. Við erum líka að breyta starfsumhverfi bílaleigna og taka á ólöglegu gistingunni, ekki síst með einföldun í huga.“ nýsköpunin heillandi heimur Eitthvert skemmtilegasta verk efni Ragnheiðar Elínar í þessu ráðuneyti hlýtur að vera að sinna nýsköpuninni og hún staðfestir það. „Þetta er heill heimur út af fyrir sig og ótrúlega skemmtilegur heimur. Það sem hefur kannski komið manni mest á óvart er fjölbreytnin en líka gróskan og hugurinn á bak við þessi fyrirtæki. Þetta er ekki bara eitthvert lítið og krútt legt áhugamál, einhverjir skrítnir uppfinningamenn úti í horni með eitthvað sem aldrei verður að neinu. Þetta eru alvörufyrirtæki sem skapa milljarðatekjur fyrir Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst frá ferða ­ þjónustufólki að grein in sé afskipt, t.d. varð andi fé til rann ­ sókna. „Það er alveg rétt að við höfum ekki lagt mikið opinbert fé í rannsóknir í ferða ­ þjónustunni.“ Ragnheiður Elín árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.