Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 39

Frjáls verslun - 01.04.2014, Síða 39
FRJÁLS VERSLUN 4. 2014 39 en hin síðustu ár höfum við gert verklegra átak í þessu efni vegna þess að við erum búin að átta okkur á að þetta gerist ekkert af sjálfu sér – það þarf að koma jafnréttinu á og það gerist ekki sjálfkrafa. Og þó að það sé ekki beinlínis and - staða við jafnrétti þá er alltaf sú tilhneiging að þú ráðir einhvern sem líkist þér sjálf - um; ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að vera með spegil við mannaráðningar og meðan karlar eru jafnmargir í stjórnunarstöðum eru mestar líkur á að þeir ráði annan karl, konur þá aftur konu. Síðan hefur það sitt að segja að þessi litla starfsmannavelta sem er á þessum vinnustað hefur í för með sér að þetta tekur tíma og það tekur meiri tíma að breyta kúltúr og hugs - unarhætti í gömlu og grónu fyrirtæki en væri maður að fara af stað með nýjan rekstur af einhverju tagi. Svo verður líka alltaf að hafa í huga að hjá fyrirtæki liggur mikil reynsla hjá þeim sem fyrir eru, og það verður að gefa þeim sem koma nýir inn tíma og reynslu til að ná tökum á starfinu. Okkur hefur reynst fremur auðvelt að ná í menntaðar konur, og líka er fremur auðvelt að ná í verkakonur á gólfið og báðir hópar eru mjög öflugir og góðir. Það sem er hins vegar erfitt í þessu eru iðnaðarmennirnir. Iðnmenntaðar konur á þessu sviði eru afar sjaldgæfar og reyndar má segja að iðnmennt - aðir karlar séu það líka því að mjög fátt fólk leggur ein - faldlega fyrir sig iðnnám. Það er stóra vandamálið hér á landi og snýr að fleiru en jafnrétti. En síðan er ýmislegt fleira í því að fjölga konum en það sem snýr að jafnréttinu, þar á meðal að gera vinnustaðinn sjálfan hæfari til að bæði kynin geti unnið þar saman. Það er þannig ekki nóg að ráða inn mjög margar konur heldur þarf einnig að búa karlahópinn undir það. Þetta er heilmikið verk og lærdómsferli að fara í gegnum og meira en að segja það að breyta svona karl læg - um vinnustað. Ég held að það hafi mátt telja konur á fingr- um annarrar handar þegar ég byrjaði, ef við skiljum frá þvottahúsið, mötuneyti og ræstingar. En svo þurfum við auðvitað að koma körlunum að í ræstingunum, mötuneytinu og þvottahúsinu því að jafnréttið virkar í báðar áttir.“ Hugsunin að víkka sjóndeildarhringinn Álverið í Straumsvík hefur tekið virkan þátt í samtökum fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð. „Mér finnst við almennt eiga að líta til þess að fyrirtæki eru stór hluti af daglegu lífi fólks, stór hluti af samfélaginu,“ segir Rannveig í þessu sambandi. Rannveig Rist, forstjóri Rio tinto Alcan í Straumsvík og stjórnarformaður Samáls og situr í stjórn HB Granda, Promens og Samtaka atvinnulífsins. „Ég hafði þannig ágætis tíma til að átta mig á þessu starfi,“ segir hún núna. „Þá var mjög formfastur stíll hér ríkj andi, karllægur mjög eins og þessi iðnaður er.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.