Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 24
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 sýkinga var jafn á báðum tímabilunum. Nýgengi sveiflaðist mjög á milli ára: 0,9-5,8 sjúklingar á hverja 100.000 íbúa á ári. Dánartíðni sveiflaðist einnig á tímabilinu og lækkaði úr 18% niður í 13%. Alyktanir: Færri sjúklingar greindust á síðari hluta rarmsóknartíma- bilsins en á því fyrra og má rekja það beint til meningókokka bólusetn- ingarinnar sem hófst í október 2002. Dánartíðnin lækkaði einnig á milli tímabila sem er jákvæð þróun. E 43 Heilabólga af völdum herpes simplex veiru af gerð 1 á íslandi á árunum 1987-2011 Heiður Mist Dagsdóttir', Sigurður Guðmundsson1'2, Bryndís Sigurðardóttir2, Magnús Gottfreðsson12, Már Kristjánsson2, Arthur Löveu, Guðrún Ema Baldvinsdóttir3 ’Læknadeild HÍ, ^smitsjúkdómadeild og Veirufræðideild Landspítala hmd1@hi.is Inngangur: Heilabólga af völdum lierpes simplex veiru týpu 1 (HSH) er alvarlegur sjúkdómur. Arlegt nýgengi sjúkdómsins mældist 2,2 tilfelli á milljón íbúa í Svíþjóð. Sjúkdómurinn hefur aldrei verið skoðaður með tilliti til faraldsfræði á íslandi og er markmið rannsóknarinnar að taka saman öll tilfelli sjúkdómsins á fslandi frá því að unnt varð að greina hann sem slíkan og greina helstu einkenni, dánartíðni og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Tilfellum grunsamlegum fyrir HSH var safnað út frá útskriftargreiningum og PCR-niðurstöðum úr mænuvökva og sjúkraskrár þeirra skoðaðar. Sjúklingar voru flokkaðir með staðfesta eða mögulega greiningu út frá fyrirfram skilgreindum forsendum sem byggðust meðal annars á veirugreiningu, niðurstöðum rannsókna og klínískum einkennum. Mænuvökvar þriggja sjúklinga með mögulega greiningu sem veiktust fyrir tíma PCR voru fundnir á rannsóknastofu í veirufræði og PCR framkvæmt á þeim. Tveir mænuvökvar af þeim reyndust jákvæðir fyrir HSV-1. Niðurstöður: Alls fundust 29 tilfelli HSH á árunum 1987-2011. Árlegt nýgengi á þessu tímabili er 4,1 tilfelli á hverja milljón íbúa. Sjúklingar voru á aldrinum 1-85 ára. Helstu einkenni voru hiti (97%), vitræn skerð- ing (79%), meðvitundarskerðing (79%), höfuðverkur (55%) og krampar (55%). Með breytingu í heila við myndgreiningu greindust 23 sjúklingar (79%). Þrír sjúklingar (10%) létust innan árs frá upphafi veikindanna og 20 sjúklingar (74%) voru metnir með minni en 70% fæmi samkvæmt kvarða Karnofskys. Ályktanir: Nýgengi HSH mælist hærra á Islandi samanborið við nýlega rannsókn í Svíþjóð. Athygli vekur hve stór hluti sjúklinga fékk alvarlega fylgikvilla og ljóst er að þrátt fyrir miklar framfarir í greiningu og með- ferð á HSH undanfarin 30 ár er þetta enn alvarlegur sjúkdómur sem vert er að rannsaka nánar. E 44 Dreifing hjúpgerða pneumókokka sex síðustu árin fyrir upp- haf ungbarnabólusetninga Martha Á. Hjálmardóttir, Sigríður Júlía Quirk, Gunnsteinn Haraldsson, Karl G. Kristinsson Sýklafræðideild Landspítala, læknadeild HÍ hjalmars@hi.is Inngangur: Pneumókokkar valda lífshættulegum ífarandi sýkingum, lungnasýkingum og sýkingum í eyram, augum og skútum. Megin meinvirkniþáttur þeirra er hjúpurinn. Þekktar era 93 hjúpgerðir og er dreifing þeirra breytileg eftir tíma, aldri og sýkingastað. Ungbarnabólusetningar til varnar gegn ífarandi sýkingum orsökuðum af 10 völdum hjúpgerðum hófust á íslandi 2011. 1 löndum sem hófu bólusetningar fyrr hefur einnig komið fram fækkun sýkinga af þeim hjúpgerðum hjá fullorðnum. Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja dreifingu hjúpgerða áður en bólusetningar hófust til að hægt verði að meta árangur bólusetninganna. Efniviður og aðferðir: Ollum stofnum frá sjúklingasýnum (n=4.743) var safnað á sýklafræðideild 2005-2010, geymdir við -80°C. Hjúpgerðir voru greindar með kekkjunarprófum og PCR. Niðurstöður: Algengustu hjúpgerðir voru 19F (29%), 23F (8%), 6B (8%), 6A (7%), 14 (5%) og 19A (5%). Hjúpgerðir sem eru í bóluefninu voru í 54% sýnanna. í blóði og mænuvökva var hjúpgerð 14 algengust (15%), þá 4 (11%) og 9V (9%), en bóluefnishjúpgerðir í heild 68%. í sýnum frá miðeyra var 19F algengust (41%), þá 23F (10%) og 6A (8%), en bóluefnis- hjúpgerðir 66%. í neðri öndunarvegum er 19F algengust (20%), þá 23F (7%) og 6A (5%), en bóluefnishjúpgerðir 40%. Munur var einnig á tíðni hjúpgerða eftir árum og aldurshópum, mest áberandi var aukning 19F og fækkun 6B í öllum aldurshópum. Sýni frá bömum undir tveggja ára voru 45%, 2-6 ára 23% og 12% voru frá fólki yfir 65 ára. Ályktanir: Algengasta hjúpgerð pneumókokka í sjúklingum á íslandi er 19F sem í 80% tilvika er fjölónæm og er hún algengasta hjúpgerðin í miðeyra, skútum og neðri öndunarvegum. Hjúpgerðin er meðal þeirra sem eru í bóluefninu sem íslensk börn hafa fengið frá 2011. í sýnum frá ífarandi sýkingum er hjúpgerð 14 algengust og í þeim sýnum eru bólu- efnishjúpgerðir í tveimur af hverjum þremur tilvikum. E 45 Hugsanastjórn í áráttu og þráhyggju. Niðurstöður tveggja rannsókna á áhrifum hugsanabælingar á tíðni uppáþrengjandi hugs- ana Ragnar P. Ólatsson12, Paul M. G. Emmelkamp5, Daníel Þór Ólason1, Árni Kristjánsson1 'Sálfræðideild HÍ, 2geðsviði Landspítala, 3Dpt Clin Psychology, University of Amsterdam ragnarpo@hi.is Inngangur: f hugrænum kenningum um áráttu- og þráhyggjuröskun er gert ráð fyrir að viðhorf fólks, svo sem ofurábyrgðarkennd, hafi áhrif á túlkun þess á hversdagslegum uppáþrengjandi hugsunum sem leiði til þess að það reyni að ná meiri stjóm á hugsununum sínum, meðal annars með því að bæla þær niður. Slíkar aðgerðir geta hins vegar verið ógagn- legar því þær geta aukið tíðni hugsana. Niðurstöður rannsókna hafa þó verið misvísandi hvað þetta varðar. Tvær rannsóknir voru gerðar á áhrifum hugsanabælingar á tíðni hugsana þar sem skoðað var hvort hug- ræn færni hefði áhrif á frammistöðu í slíku hugsanastjómunarverkefni. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru háskólanemar. Alls 60 nemendur tóku þátt í rannsókn 1 og 82 nemendur í rannsókn 2. Þátttakendur svöraðu spumingalistum sem mæla kvíða, þunglyndi, einkenni áráttu og þráhyggju ásamt skoðunum og viðhorfum sem einkenna fólk með áráttu- og þráhyggjuröskun. Því næst leystu þeir taugasálfræðileg próf sem mæla hugræna hömlun (cognitive inhibition; rannsókn 1 og 2) og vinnsluminnisgetu (working memory capacity; rannsókn 2) áður en þeir tóku þátt í hugsanastjórnunar- verkefni sem fólst í að bæla niður eða fylgjast með tiltekinni hugsun. Niðurstöður: Niðurstöður úr rannsókn 1 sýndu að hugsanabæling dróg eingöngu úr tíðni hugsana hjá þeim sem höfðu góða hugræna hömlun. Niðurstöður úr rannsókn 2 sýndu að tíðni hugsana var hærri hjá þeim sem reyndu að bæla hugsun í stað þess að fylgjast með henni. Tengsl við mæl- ingar á hugrænni hömlun og vinnsluminni voru hins vegar ekki marktæk. Ályktanir: Hugsanabæling er ekki gagnleg til að draga úr tíðni hugsana 24 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.