Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 30
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 bælingu á líkamsfrumusérhæfingu og upphafi hinnar einstæðu endur- forritunar utangenaerfða sem síðan fer fram. E 63 Greining DNA-skemmda í munnvatni með tvívíðum þátt- háðum rafdrætti Albert Sigurðsson', Bjarki Guðmundsson2, Peter Holbrook3, Jón Jóhannes Jónsson1'2 ‘Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, 'erfóa- og sameindalæknisfræðidcild Land- spítala, 'tannlæknadeild HÍ als13@hi.is Inngangur: Munnvatn er aðgengilegur líkamsvessi og hentar vel til sýnatöku. Astand erfðaefnis í munnvatni gæti haft klíníska þýðingu sem merki um sjúkdóma í munnholi og mögulega endurspeglað almennt líkamsástand. Tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) er tækni til að greina margvíslegar skemmdir í flóknum kjarnsýrusýnum, meðal annars einþátta og tvíþátta brot í erfðaefni og krosstengi. Markmið rann- sóknarinnar var að skilgreina getu 2D-SDE til að greina DNA skemmdir í munnvatni. Umhverfisþættir sem gætu haft áhrif á ástand erfðaefnis í munnvatni, reykingar og munntóbak, voru einnig skoðaðir. Efniviður og aðferðir: Um frumrannsókn var að ræða og munnvatns- sýnum var safnað frá sex einstaklingum með Oragene-sýnatökukerfi. Annars vegar var um að ræða þrjá einstaklinga í heilbrigðum við- miðunarhópi. Sami hópur var einnig látinn reykja eina sígarettu og neyta eins skammts af munntóbaki og nýtt sýni tekið strax á eftir. Hins vegar var um að ræða þrjá einstaklinga með tannholdsbólgu eða annan munnholssjúkdóm. Erfðaefni var einangrað úr fyrmefndum lífsýnum og greint með 2D-SDE. Niðurstöður: Hægt var að nota tvívíðan þáttháðan rafdrátt til að greina DNA-skemmdir í lífsýnunum. f öllum munnvatnssýnunum voru einþátta brot í DNA. Fjöldi brotanna var mismikill en í öllum til- fellum verulega aukin miðað við í blóðsýnum. Með tækninni greindust litlar sem engar nýjar skemmdir á DNA í munnvatnssýnum strax eftir reykingar eða töku munntóbaks. Úr hópi einstaklinga með munnhols- sjúkdóma greindust veruleg tvíþátta brot í DNA hjá einstaklingi með Sjögrens-heilkenni. Ályktanir: Þessi fyrsta rannsókn á byggingareiginleikum DNA og ástandi þess í munnvatni með 2D-SDE bendir til þess að aðferðin geti gefið upplýsingar um skemmdir á DNA í munnvatni vegna sjúkdóma. E 64 Áhrif cystatín C einangrað úr sjúklingum á THP-1 frumur Guðrún Jónsdóttir’, Indiana Elín Ingólfsdóttir3, Finnbogi R. Þormóðsson2, Pétur Henry Petersen13 ‘Rannsóknastofu í taugalíffræöi HÍ, 'Valamed ehf., 'læknadeild HÍ phenry@hi.is Inngangur: Stökkbreyting í cystatín C geninu veldur arfgengri heila- blæðingu - sjaldgæfum séríslenskum sjúkdómi. Cystatín C próteinið myndar eitraðar fjölliður og mýlildi sem fellur meðal annars út í æða- kerfi heilans. Ekki er vitað hvort frumur ónæmiskerfisins geta tekið upp og eytt próteininu. Útfellingar eitraðra próteina í æðakerfi heilans meðal aldraðra eru mjög algengar og áhættuþáttur fyrir heilabilanir. Mikilvægt er því að kortleggja viðbrögð frumna við þessum próteinum í æðakerfinu með það fyrir augum að minnka líkur á útfellingum eða frumuskemmdum, meðal annars vegna eituráhrifa þeirra. Efniviður og aðferðir: Cystatín C mýlildi var einangrað úr heilahimnum. Það var síðan ýmist þurrkað á þekjugler eða leyst upp í vatni. Cystatín C var einnig flúrmerkt og þurrkað á þekjugler eða bætt út á ósérhæfðar THP-1 frumur. Uppleystu cystatín C var bætt á ósérhæfðar THP-1 frumur og fjöldi frumna er sérhæfðust taldar. Áhrif á genatjáningu var einnig metin með rauntíma PCR. Stöðugleiki cystatín C í lausn með ósérhæfðum THP-1 frumum var ákvarðaður með SDS-AGE gel tækni. Niðurstöður: Cystatín C ýti undir sérhæfingu THP-1 frumna og bólgusvörun. Cystatín C þurrkað á þekjugler hafði svipuð áhrif. Bæði ósérhæfðar og sérhæfðar THP-1 frumur gátu tekið upp próteininn. Flúrmerkt cystatín C safnaðist saman í leysikomum eða sjálfsáts- blöðrum innan frumu. Ályktanir: THP-1 frumurnar sýna svipaða svörun við stökkbreytta cys- tatín C próteininu og við öðrum próteinum sem mynda mýlildi. Það styrkir þá tilgátu að eitmn allra slíkra próteina sé af sömu ástæðu. Einnig sýnir það að meðferð er nýtist sjúklingum með algenga sjúkdóma, ætti einnig að nýtast sjúklingum með arfgenga heilablæðingu. Bólgusvörun gæti bent til þess að bólgur í æðakerfinu skiptu meira máli í meinafræði arfgengrar heilablæðingar en áður hefur verið talið. E 65 Þáttur bandvefsumbreytingar í greinamyndun lungna Sigríður Rut Franzdóttir1-, Bylgja Hilmarsdóttiru, Þórarinn Guðjónsson1-, Magnús Karl Magnússon1*3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræöum, Lífvísindasetri HÍ, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítata, 'rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ simjt@hl.is Inngangur: Greinótt form eru algeng í lífheiminum, sérstaklega þar sem auka þarf yfirborð líffæra. í mannslíkamanum myndast meðal annars lungu, æðakerfi, mjólkurkirtlar og nýru með greinóttri formmyndun. Við höfum komist að því að frumulínur fengnar úr mjólkurkirtlum og barka heilbrigðra einstaklinga búa yfir eiginleika til að mynda greinóttar þyrpingar í þrívíðri rækt og henta vel sem líkön til rannsókna á grein- óttri formmyndun. Þessar þyrpingar sýna sterka tjáningu þátta sem einkenna bandvefsummyndun þekjufrumna (Epithelial-Mesenchymal Transition, EMT). í þessari rannsókn er sjónum beint að því hvort ferli lungnamyndunar sé að einhverju leyti sambærilegt við EMT. Efniviður og aðferðir: VAIO basal-berkjufrumulínan er ræktuð í grunn- himnuhlaupi ásamt æðaþelsfrumum. Ónæmislitanir og Westem pró- teingreining eru notuð til að meta tjáningu EMT próteina í venjulegum og þrívíðum ræktum. Magnbundið rauntíma-PCR er notað til að greina microRNA tjáningu. microRNA-200c og shRNA gegn Twist-1 eru yfir- tjáð af lentiveiruferjum. Niðurstöður:. Við sýnum að VAIO frumulínan tjáir lykilþætti tengda EMT, svo sem Twist-1, Snail-1 og N-cadherin, samhliða tjáningu E-cadherins og em þættirnir til staðar í bæði tvívíðri fmmurækt og þrívíðum ræktum. Tjáningarmunstur í greinóttum þyrpingum bendir til sértækrar virkni í greinavexti. Við erum nú að beita tveimur nálgunarleiðum til að hamla EMT í VAIO frumum. Annars vegar yfir- tjáningu microJTNA-200c sem gegnir lykilhlutverki við stjóm tjáningar E-cadherins sem viðheldur þekjuvefssvipgerð og hins vegar bælingu Twist-1 sem ýtir undir EMT umbreytingu. Ályktanir: Þáttur EMT eða hluta-EMT í lungnaþroskun hefur ekki verið kannaður áður og munum við því skoða tjáningu sömu EMT þátta í þroskun músalunga og hvort um almennt þroskunarfræðilegt ferli sé að ræða. 30 LÆKNAblaöið 2013/99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.