Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 35
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Súrefnismælirinn er næmur fyrir breytingum sem verða við innöndun á 100% súrefni, bæði í æðahimnu- og sjónhimnuæðum. E 79 Áhrif meginbláæðarlokunar á súrefnismettun í sjónhimnu I’órunn Scheving l’lí.isd(íttir -3, Sveinn Hákon t iaröarsoiV'4, Guðrún Kristjánsdóttir1'5, Einar Stefánsson2-4 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2augndeild og 3svæfingadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5Bama- spítala Hringsins, Landspítala tse@hi.is Inngangur: Stífla í meginbláæð sjónhimnu (central retinal vein occlusion, CRVO) stafar af blóðsegamyndun í meginbláæð sjónhimnu sem sér um flutning bláæðablóðs frá sjónhimnu. Lokun æðarinnar getur því skert blóðflæðið og haft áhrif á súrefnismettun í sjónhimnunni. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif bláæðarlokunar á súrefnismettim í sjónhimnuæðum. Efniviður og aðferðir: Sjónhimnu-súrefnismælirinn samanstendur af augnbotnamyndvél, ljósdeili og stafrænni myndavél. Mælirinn tekur tvær myndir af sama svæðinu samtímis við 570nm og 600nm. Sérhannaður hugbúnaður velur síðan mælipunkta í slag- og bláæð- lingunum og reiknar súrefnismettun blóðrauðans. Þátttkendur voru þægindaúrtak níu einstaklinga með stíflu í meginbláæð, áður en með- ferð hófst. Meðaltal súrefnismettunar var reiknað í hvoru auga fyrir sig og parað t-próf notað við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Meðaltal súrefnismettunar í bláæðlingum augna með bláæðalokun mældist 32±13% (meðaltal ± staðalfrávik) en til saman- burðar 57±7% í gagnstæða auganu (p=0,0004, n=9, parað t-próf). í því auga sem breytileiki bláæðamettunar mældist mestur var lægsta mettun 8% en hæsta 69%. Meðaltal súrefnsmettunar í slagæðlingum augna með bláæðalokun mældist 97±8% en 93+6% í gagnstæðum augum (p=0,25). Ályktanir: Súrefnismettunin reyndist lægri í bláæðlingum augna með bláæðastíflu en gagnstæðra augna. Breytileiki bláæðamettunar innan sama augans var umtalsverður. Munur á súrefnismettun slagæðlinga var ekki marktækur. Lægri súrefnismettun í bláæðlingum bendir til að við bláæðastíflu skerðist blóðflæði um sjónhimnuna og súrefnisupptaka vefja aukist á hverja rúmmálseiningu blóðs sem berst til háræðabeðsins. Tengsl súrefnismettunar og klínískra einkenna auk notagildis mælitæk- isins við mat á árangri meðferðar eru verðug framh'ðarverkefni. E 80 Notkun stofnfrumna til endurbyggingar skaddaðra horn- himna í augum Ársæll Már Amarsson1, Charles Hanson2J, Þórir Harðarson3, Catharina Ellerström4, Ulf Stenevi5 'Tilraunastofu í taugavísindum HA, 2kvennadeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins Gauta- borg, ^tæknifrjóvgunardeild Carlanderska sjúkrahússins Gautaborg, 4Cellectis Stem Cells, Gautaborg, 5augndeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins Gautaborg aarnarsson@unak.is Inngangur: Homhimnan er tær himna sem liggur framan á auganu og er ábyrg fyrir 2/3 hluta ljósbroti þess. Gegnsætt og reglulegt yfir- borð hennar eru skilyrði fyrir nákvæmri sjónskynjun. Hornhimnan er samsett úr þremur frumulögum; epithelium, stroma og endothelium, sem eru aðskilin af tveimur grunnhimnum; Bowmans and Descemets. Homhimna augans getur skaðast alvarlega bæði vegna áverka og sjúk- dóma. Á heimsvísu er talið að skaði á hornhimnu sé önnur algengasta ástæða blindu. Þó hornhimnuskipti séu algengustu líffæraskipti sem framkvæmd eru, er ljóst að mikill skortur er á gjafavef. Markmið rann- sóknarinnar er að fá stofnfrumur í fósturvísum (HESC) til að breyta sér í frumur homhimnunnar in vitro. Efniviður og aðferðir: Stofnfrumur eru forræktaðar og síðan látnar vaxa á Bowmans himnu sem hefur verið fullkomlega hreinsuð af fmmum í tvær til þrjár vikur í time-lapse kerfi. Mótefni sem frumumar tjá og smásjá eru notaðar til að fylgjast með þroska þeirra. Stofnfrumurnar sjálfar eru auðgreinanlegar því þeim hefur verið breytt til þess að flúrljóma í grænum lit. Niðurstöður: Stofnfrumurnar uxu á Bowmans-himnunni í fullkomnu samræmi við epithelium-frumur. Þær röðuðust upp í 5-6 frumuþykktar- lög og tjáning próteina var í samræmi við eðlilega starfsemi. Frumurnar byrjuðu að tjá paired box protein-6 (PAX-6) eftir um þrjá daga og eftir um sex daga tjáðu þær einnig cýtókeratín-3 (CK-3). Ályktanir: Ljóst er að hægt er að fá stofnfrumur til að taka yfir starfsemi epithelíumfrumna sem vaxa á Bowmans-himnu. Með því að stýra þroska HESC á þennan hátt höfum við stigið skref til að endurbyggja skemmdar homhimnur. Þannig mætti veita fleiri sjúklingum betri sjón með lægri kostnaði og fyrirhöfn. Við munum einnig skoða möguleikann á að rækta fleiri frumulög og búa til heila hornhimnu úr stofnfrumum. E 81 Áhrif adrenalíns og angíótensíns II á samdrátt slagæðlinga í sjónhimnu Kristín Heba Gísladóttir', Amar Össur Harðarson', Þór Eysteinsson2, Stefán B. Sigurðsson3, Kristinn P. Magnússon34, Ársæll Már Amarsson1 Tilraunastofu í taugavísindum HA, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3Háskólanum á Akureyri, 4Akur- eyrarsetri Náttúrufræðistofnunar fslands HA090495@unak.is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á tengsl milli óeðlilegs blóðflæðis um augnbotn og fjölmargra augnsjúkdóma, svo sem gláku, sykursýki- skemmda og aldursbundinnar hrörnunar. Mikill áhugi hefur verið á klímskum mælingum á blóðflæði in vivo, en markmið þessarar rann- sóknar er að setja upp dýralíkan sem gerir kleift að skoða samdrátt í æðum í augnbotni in vitro. Slíkt líkan gefur kost á að gera tilraunir sem geta varpað skýrara ljósi á áhrif ýmissa taugaboðefna, hormóna og lyfja. Efniviður og aðferðir: Augu úr nýslátruðum nautgripum eru sett í sýrustillta Krebs-lausn (95% 02 5% COJ. Brárvöðvi og sjóntaug eru fjarlægð af ytra byrði augans og sömuleiðis framhlutinn og glerhlaupið. Tveggja millimetra langur bútur af slagæðling er þá fjarlægður úr augn- botninum og þræddur upp á hárfína tungsten-víra. Þeir voru svo festir á Dual Wire Myograph 410a tæki og samdráttarstyrkur þeirra mældur eftir að adrenalíni eða angíótensín II var seytt í baðið sem æðarbúturinn lá í. Niðurstöður: Marktækur munur var á innra þvermáli æðarbútanna fyrir og eftir að adrenalín (10-5M) var sett í baðið sem æðarbútarnir lágu í. Það sýnir að hægt er að nota líkanið til að sýna að adrenalín framkallar samdrátt í æðum augnbotnsins. Tilraunir sýndu einnig að angíótensín II veldur samdrætti í þessum æðum, en erfiðlega gekk að ákvarða styrk þess. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það tilraunalíkanið sem sett hefur verið upp gefur sömu niðurstöður og aðrar rannsóknir á áhrifum adrenalíns á samdrátt í slagæðlingum úr augnbotni. Einnig hefur verið sýnt fram á að viðtakar fyrir angíótensín II eru til staðar í augnbotnum nautgripa og því einnig hægt að gera lyfjafræðilegar til- raunir á tengdum efnum. LÆKNAblaðið 2013/99 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.