Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 47
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 bærilegir með tilliti til aldurs, kyns, líkamsþyngdarstuðuls, EuroSCORE og hlutfalls aðgerða á sláandi hjarta. í EA-hópi höfðu fleiri áður gengist undir kransæðahjáveituaðgerð eða höfðu sögu um nýrnabilun (p<0,05). Þriðjungur sjúklinga í báðum hópum tóku acetýlsalisýlsýru <5 daga fyrir aðgerð en marktækt fleiri í EA-hópi klópídógrel og/eða warfarín (p<0,01). Tíðni alvarlegra fylgikvilla og magn blóðgjafa var hærra í EA- hópi og legutími sex dögum lengri (p<0,02). Dánartíðni var einnig hærri, eða 11,9% samanborið við 3,6% í V-hópi (p<0,05). f fjölbreytugreiningu reyndust warfarín s5 daga fyrir aðgerð, NYHA-flokkun IV, reykingar og langur tangartími sjálfstæðir áhættuþættir enduraðgerðar. Notkun statína (OR 0,15, p=0,001) og acetýlsalisýlsýru (OR 0,17; p=0,01) voru hins vegar vemdandi. Alyktanir: Rúm 5% sjúklinga gengust undir enduraðgerð vegna blæð- ingar og var legutími og dánartíðni þeirra umtalsvert hærri. Notkun warfaríns fyrir aðgerð og reykingar auka líkur á enduraðgerð. Á óvart kom að sjúklingar á statínum og sérstaklega acetýlsalisýlsýru fóru sjaldnar í enduraðgerð. Acetýlsalisýlsýra virðist því ekki auka áhættu á alvarlegum blæðingum sem krefjast enduraðgerðar. E 118 Bráðabrjóstholsskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjóst- holsáverka á íslandi 2005-2010 Bergrós K. Jóhannesdóttir11, Brynjólfur Mogensen1-, Tómas Guðbjartsson'-3 'Læknadeild HÍ, ^bráðasviði og 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala bergroskj@gmail. com Inngangur: Við alvarlega áverka á brjóstholi getur bráðabrjóstholsað- gerð bjargað lífi sjúklings. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna afdrif þessara sjúklinga á íslandi. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir bráðaaðgerð á brjóstholi eftir brjóstholsáverka á íslandi frá 2005 til 2010. Leitað var að sjúklingum í rafrænum gagnagrunni Landspítala og stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráð var eðli áverka og ábending aðgerðar en einnig afdrif sjúklinga, legutími og magn blóðgjafar. Loks var reiknað ISS- og NlSS-áverkaskor, gert RTS-áverkamat við fyrstu læknisskoðun og út frá því áætlaðar lífslíkur (PS). Niðurstöður: Níu karlmenn gengust undir brjótshols- (n=5) eða bringubeinsskurð (n=2) og tveir undir báða skurðina. Miðgildi aldurs var 36 ár (bil 20-76) og reyndust sex sjúklinganna með áverka bundna við brjóshol en þrír höfðu fjöláverka. í fjórum tilfellum var um stungu (n=2) eða skotáverka (n=2) að ræða en hjá hinum fimm afleiðingar um- ferðarslyss (n=3) eða falls. Aðgerð var framkvæmd á einum sjúklingi í sjúkrabíl en hjá hinum átta eftir komu á slysadeild. Endurlífgun var hafin hjá fjórum sjúklingum á slysstað og hjá tveimur á bráðamóttöku. Miðgildi ISS- og NlSS-skora voru 29 (bil 16-54) og 50 (bil 25-75). Miðgildi RTS-áverkamats var 7 (bil 0-8) og PS 85%, (bil 1,2-95,6%). Blóðtap hjá þeim sem lifðu aðgerðina af var 10L (miðgildi) og voru gefnar 23ein af rauðkornaþykkni, mest 112ein. Legutími var 54 dagar (miðgildi). Af þeim fimm sjúklingum sem lifðu aðgerðina af og útskrifuðust hlaut einn vægan heilaskaða sem rakinn var tíl súrefnisskorts en annar hafði þverlömun vegna hryggbrots. Ályktanir: Bráðaskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka eru tiltölulega fátíðar á íslandi. Rúmur helmingur sjúklinga lifði aðgerð- ina af sem telst ágætur árangur hjá svo mikið slösuðum sjúklingum. E 119 Áhættuþættir og afdrif sjúklinga sem fá rauðkornaþykkni eftir kransæðaskurðaðgerðir Kári Hreinsson', Daði Jónsson2, Sólveig Helgadóttir2, Njáll Vikar Smárason1, Gísli H. Sigurðsson'-4, Martin Ingi Sigurðsson2, Sveinn Guðmundsson34, Tómas Guðbjartsson2,4 ‘Svæfinga og gjörgæsludeild, ^hjarta- og lungnaskurðdeild og 3Blóðbanka Landspítala, 4lækna- deild HI karih@landspitali. is Inngangur: Markmið var að rannsaka áhættuþætti blóðgjafar og afdrif sjúklinga sem fá rauðkomaþykkni (RKÞ) eftir kransæðaskurðaðgerð Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn á 392 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Islandi 2004-2006. Bomir vom saman 264 sjúklingar sem fengu rauðkornaþykkni (RKÞ-hópur) við 128 sjúk- linga í viðmiðunarhópi (V-hóp); meðal annars með tilliti til magns blæð- ingar, RKÞ-gjafa, fylgikvilla og dánarhlutfalls <30 daga. Aðfallsgreining var notuð til þess að meta forspárþætti RKÞ-gjafar. Niðurstöður: Sjúklingra í RKÞ-hópi voru 4,8 árum eldri og hlutfall kvenna hærra (24,6% vs 3,1%, p<0,001). Áhættuþættir kransæða- sjúkdóms voru sambærilegir, einrúg EuroSCORE og hlutfall aðgerða á sláandi hjarta. Blóðrauði fyrir aðgerð var marktækt lægri hjá RKÞ hópi (139 vs 150 g/L). Hærra hlutfall sjúklinga sem tóku asetýlsalisýlsýru <5 daga fyrir aðgerð fengu RBK, en munurinn var ekki marktækur (p=0,07). Fylgikvillar voru sambærilegir fyrir utan gáttatíf og fjölkerf- abilun sem voru algengari í RKÞ-hópi (p=0,04). Ekki var munur á dánar- hlutfalli <30 daga (0 vs 2,3% p=0,09). Blæðing á fyrstu 24 klst frá aðgerð var 1036 í RKÞ- og 641ml í V-hópi (p<0,0001) og 11 sjúklingar í RKÞ-hópi gengust undir enduraðgerð vegna blæðingar. Að meðaltali vom gefnar 3,9 ein af RKÞ og sjúkrahússdvöl í þeim hópi var einum degi lengri. Sjálfstæðir áhættuþættir RBK-gjafar voru kvenkyn (OR 6,43; p=0,002), asetýlsalisýlsýrunotkun fyrir aðgerð (OR 1,95; p=0,04), hærri aldur (OR 1,06; p=0,001) og lengri aðgerðartími (OR 1,01; p=0,003). Hærri líkams- þyngdarstuðull (OR 0,88; p=0,004) og hár blóðrauði fyrir aðgerð (OR 0,93; p<0,0001) vom vemdandi þættir. Ályktanir: Kvenkyn, asetýlsalisýlsýrunotkun og hærri aldur voru sjálf- stæðir áhættuþættir RKÞ-gjafar. Tíðni fylgikvilla var hærri í RKÞ-hópi en ekki reyndist munur á dánarhlutfalli <30 daga. E 120 Árangur opinna hjartaskurðaðgerða hjá öldruðum Martin Ingi Sigurðsson'-2, Sólveig Helgadóttir2, Inga Lára Ingvarsdóttir2, Sindri Aron Viktorsson1-2, Tómas Guðbjartssonu 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala mis@hi.is Inngangur. Mikilvægt er að þekkja til árangurs opinna hjartaaðgerða hjá sífellt stækkandi hópi eldri sjúklinga á fslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 876 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (n=720) og/eða ósæðarloku- skipti á Landspítala 2002-2006. Kannaðir voru fylgikvillar, skurðdauði (<30 dagar) og lifun sjúklinga eldri en 75 ára (n=221, 25,2%) og þeir bomir saman við yngri sjúklinga (n=655). Lifun eldri sjúklinga var einnig borin saman við lifun viðmiðunarhóps. Niðurstöður: Eldri sjúklingar höfðu hærri tíðni gáttatifs (57% vs 37%; p<0,001), heilablóðfalls (5% vs 1%; p=0,009), nýrnaskaða (25% vs 12%; p=0,002) og skurðdauða (9% vs 2%; p<0,001) eftir kransæðahjáveituað- gerð, samanborið við yngri sjúklinga. Eftir ósæðarlokuskipti höfðu eldri sjúklingar hærri tíðni lungnabólgu (24% vs 6%; p=0,003), gáttatifs (90% vs 71%; p=0,006), bráðs andnauðarheilkennis (ARDS) (19% sbr. 7%, p=0,04), hjartadreps (21% vs 8%; p=0,05) og skurðdauða (11% vs LÆKNAblaðið 2013/99 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.