Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 48
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 2%; p=0,04), samanborið við yngri hópinn. Legutími á gjörgæslu (6 vs 3 dagar; p=0,01) og heildarlegutími var einnig lengri hjá eldri hópnum. Sjálfstæðir áhættuþættir skurðdauða hjá eldri sjúklingum voru aldur (OR 1,24) og EuroSCORE (OR 1,26). Alls voru 89% og 84% eldri sjúklinga á lífi einu og þremur árum eftir kransæðahjáveituaðgerð samanborið við 98% og 87% viðmiðunarhóps (p=0,87). Sambærilegar tölur eftir ósæðarlokuskipti voru 82% og 76% fyrir eldri sjúklinga, samanborið við 96% og 90% í viðmiðunarhópi (p=0,06). Sjálfstæðir forspárþættir lang- tíma lifunar hjá eldri sjúklinga voru aldur (HR 1,17) og útstreymisbrot hjarta (HR 0,97). Ályktanir: Tíðni skammtímafylgikvilla, legutími og skurðdauði hjá sjúklingum eldri en 75 ára er há, sérstaklega eftir ósæðarlokuskipti. Langtímalifun hópsins er ekki frábrugðin lifun viðmiðunarhóps, sem bendir til ágæts langtímaárangurs. E 121 Mat á lífeðlisfræðilegri svörun hjá vefjagigtarsjúklingum við væga líkamlega áreynslu Hildur Franklín', Jóna Freysdóttir1'2'3, Hildigunnur Þórsdóttir1, ísleifur Ólafsson4, Sigrún Baldursdóttir5, Arnór Víkingsson3-5'6 ‘Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 4meinaefnafræði- deild Landspítala, 5Þraut ehf., 6gigtardeild Landspítala hthf1@hi.is Inngangur: Álagsbundnir vöðvaverkir eru algengir í vefjagigt, jafnvel við væga áreynslu. Orsakir þeirra eru lítt þekktar, ekki hefur verið sýnt fram á bólgumyndun eða áverka í vöðvum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort samfara vægri, líkamlegri áreynslu í vefjagigt sjáist teikn um óeðlilega svörun kortisóls, magn bólguefna í blóði eða starf- semi vöðva. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og níu konur á aldrinum 21-45 ára, sem uppfylltu skilmerki bandarísku gigtlæknasamtakanna um vefjagigt og 12 konur án vefjagigtar á sama aldursbili og á svipuðu líkamsþjálf- unarstigi svöruðu 13 stöðluðum spurningalistum um heilsu, líðan og lífsstíl. Þær undirgengust síðan 30 mínútna gönguþolspróf. Huglægt mat á líkamlegri áreynslu var metið með Borg kvarða. Magn IL-6, IL-8, CRP, laktats, mýóglóbíns og kreatínkínasa í sermi auk magns óbundins kortisóls í munnvatni voru mæld fyrir þolpróf og 10 og 60 mínútum eftir prófið. Niðurstöður: Væg líkamleg áreynsla leiddi til marktækrar lækkunar bæði í kortisóli og laktati hjá heilbrigðum (p<0,05) en ekki hjá vefjagigt- arsjúklingum. Sjúklingarnir upplifðu meira magnleysi í þolprófinu (p<0,05, Borg kvarði) og magnleysi sýndi jákvæða fylgni við styrk laktats í blóði (p<0,05). Vefjagigtarsjúklingar voru með marktækt lægri grunngildi IL-6 og IL-8 í blóði samanborið við heilbrigða. Ályktanir: Væg líkamleg áreynsla virðisthafa streitulosandi áhrif (lækk- að kortisól) og minnka loftfirrð efnaskipti (lækkað laktat) í heilbrigðum konum en ekki í vefjagigtarsjúklingum. Afleiðingar þessa eru óvissar en gæti stuðlað að auknu magnleysi og vöðvaverkjum hjá vefjagigtar- sjúklingum samfara vægri líkamlegri áreynslu. E 122 Mat á lífeðlisfræðilegum streituviðbrögðum hjá vefjagigtar- sjúklingum við tímabundið andlegt álag Hildigunnur Þórsdóttir', Jóna FreysdóttirUJ, Hildur Franklín’, Eggert Birgisson4, Rafn Benediktsson1-5, Sigrún Baldursdóttir4, Amór Víkingsson3'4-6 'Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, ‘innkirtla- og efna- skiptasjúkdómadeild og 5gigtardeild Landspítala, 4Þraut ehf. hth43@hi.is Inngangur: Þekking á lífeðlisfræðilegri meingerð vefjagigtar er takmörkuð. Sumar rannsóknir hafa bent til röskunar í kortisól streitu- viðbrögðum líkamans, en sá annmarki er á flestum rannsóknanna að þær hafa kannað seytun kortisóls í kjölfar lyfjafræðilegrar örvunar, en það endurspeglar ekki lífeðlisfræðilega örvun streituöxulsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna kortisólsvörun í vefjagigt í kjölfar náttúrulegrar, andlegrar streituörvunar. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og níu konur á aldrinum 21-45 ára, sem uppfylltu skilmerki bandarísku gigtlæknasamtakanna fyrir vefjagigt og 12 konur án veljagigtar á sama aldursbili svöruðu 13 stöðluðum spurningalistum um heilsu, líðan og lífsstíl. Þátttakendur fóru í staðlað sálfélagslegt streitupróf (TSST próf) og frítt kortisólgildi f munnvatni var mælt fyrir prófið og 10 og 60 mínútum eftir prófið. Einnig var IL-6 og IL-8 mælt í blóði þátttakenda á sömu tímapunktum. Niðurstöður: Kortisólsvörun við TSST próf var slakari hjá vefjagigtar- sjúklingum miðað við heilbrigða (p=0,03). Slök kortisólsvörun sýndi neikvæða fylgni við almenna, líkamlega og andlega þreytu (p<0,05, Multidimensional Fatigue Inventory) en sterk kortisólsvörun við TSST próf sýndi jákvæða fylgni við gott sjálfsmat (p<0,05, Robson skali). IL-8 lækkaði marktækt hjá vefjagigtarhópnum (p<0,05). Ályktanir: Niðurstöður benda til að kortisólseytun sé slakari hjá vefjagigtarsjúklingum en heilbrigðum við tímabundið andlegt álag og að það geti leitt til meiri þreytueinkenna, bæði líkamlegrar og andlegrar þreytu. Full ástæða er til að kanna þetta samband nánar í stærri rann- sóknarhópi. E 123 Lágskammtameðferð með infliximab er ígildi meðferðar með adalimumab eða etanercept við sóragigt. Niðurstöður frá ICEBIO Björn Guöbjömsson1'2 og Niels Steen Krogh3 fyrir hönd ICEBIO* ‘Rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Landspítala, dæknadoild HÍ, 3Zitelab Aps, Danmörk “ICEBIO: Amór Víkingsson, Ámi Jón Geirsson, Bjöm Rúnar Lúðvíksson, Gerður Gröndal, Gunnar Tómasson, Helgi Jónsson, Kristján Erlendsson, Kristján Steinsson, Sigríður Valtýsdóttir, Þorvarður Jón Löve, Þómnn Jónsdóttir Inngangur: Kanna meðferðarárangur við lágskammta meðferð með líf- tæknilyfinu infliximab og bera saman árangurinn við hefðbundna með- ferð með adalimumab og etanercept við sóragigt (PsA). Efniviður og aðferður: Sjúklingar með PsA sem hófu meðferð með líftæknilyfi (anti-TNF-a) voru fundnir IICEBIO. Þeim var skipt í fjóra meðferðarhópa: 1) infliximab >4 mg/kg, 2) infliximab <4 mg/kg, 3) etanercept (50mg/viku) og 4) adalimumab (40mg /14 daga). Hópamir voru bornir saman við upphaf meðferðar og við endurmat sex og 12 mánuðum síðar. Kruskal-Wallis rank og Wilkcoxon próf voru notuð til samanburðar á hópunum. Niðurstöður: Eitt hundrað áttatíu og fimm sjúklingar, 113 konur og 72 karlar, voru skráðir í ICEBIO samkvæmt rannsóknarskilmerkjum. Áttatíu og fjórir sjúklingar fengu infliximab, 66 etanercept og 35 adalim- umab. Af þeim sem hófu meðferð með lágskammtainfliximab þurftu 19% (16/84) að hækka skammtinn upp fyrir 4 mg/kg. Upphafsskammturinn af infliximab var 2,3 mg/kg en viðhaldskammtur lágskammtahópsins var 2,9 mg/kg, en 4,5 mg/kg hjá þeim 16 sem þurftu að auka skammt- inn, sem er lægri skammtur en ráðlagður er samkvæmt alþjóðlegum meðferðarleiðbeiningum (5 mg/kg). Þeir sjúklingar sem þurftu hærri in- fliximab skammt voru með marktækt lægri BMI miðað við þá sem voru á lágskammta meðferð (27 á móti 31; p<0,01) og þeir höfðu einnig lengri sjúkdómsögu (10 á móti 8 ár) og voru með hærra CRP (17 á móti 10 g/L), en hvorugt var þó marktækt. Við eftirfylgni sex og 12 mánuðum eftir að meðferð hófst eins og við síðustu heimsókn 2,8 árum eða 45-217 vikum 48 LÆKNAblaöið 2013/99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.