Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 53
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 hækkandi kvöldgildum testósteróns. Þeir sem greindust þunglyndir samkvæmt BDI skalanum reyndust með marktækt hærri kvöldgildi testósteróns (p=0,038 án geðlyfja). Karlar sem voru þunglyndir sam- kvæmt MADRS voru einnig með marktækt hærri kvöldgildi testóste- róns (p=0,015; p=0,020 án geðlyfja). Ályktanir: Karlar með hærri kvöldgildi testósteróns virðast líklegri til að vera með einkenni þunglyndis en ítarlegri rannsókna er þörf. Taka þarf tillit til geðlyfjanotkunar þegar verið er að meta samband testóste- róns og þunglyndiseinkenna karla. E 137 Sýndarskimun notuð við leit að nýjum lyfjasprotum með fjölþætta verkun gegn Alzheimerssjúkdómi Natalia M. Pich1, Rikke Bergmann2, Elín S. Ólafsdóttir', Thomas Balle2 'Lyfjafræöideild HÍ, JDpt of Drug Design and Pharmacology, Faculty of Health and Medical Sciences, Kaupmannahafnarháskóla nmp@hi.is Inngangur: Alzheimerssjúkdómur (AS) er algengasta form heilabilunar og eykst tíðni hans verulega með hækkuðum aldri. Skilningur á eðli og orsökum sjúkdómsins er enn takmarkaður og gerir þróun nýrra lyfja gegn honum erfiða. Flest lyf gegn Alzheimerssjúkdómi hindra ensímið asetýlkólínesterasa (AChE) og geta tafið en ekki stoppað eða snúið við gangi sjúkdómsins. Þörf er á nýrri og betri lyfjum með fjölþætta verkun. Galantamín er lyf með tvíþætta verkun á Alzheimerssjúkdóminn; það hindrar AChE auk þess að vera hvati eða "allosterically potentiating lig- and" á nikótín asetýlkólín viðtaka (nAChRs). Leit að fleiri náttúruefnum með fjölþætta verkun, var gerð með sýndarskimun (virtual screening), HTVS (high throughput virtual screening), á um það bil 90 þús. efnum, þar á meððal alkalóíðum úr íslenskum jöfnum (Lycopodiaceae), sem mátaðir voru í röntgenkristalbyggingu af AChE og í samsvipslíkan (homology model) af ct7-nAChR. Efniviður og aðferðir: Tölvulíkan af manna «7-nAChR var útbúið með Modeller v. 9.9 byggt á röntgenkristalbyggingu af asetýlkólín-bindandi próteini (AChBP) bundið galantamíni (PDB ID: 2PH9). Sýndarskimun var framkvæmd með Schrödingers hugbúnaði. Gagnagrunnurinn sem notaður var inniheldur náttúruefni úr Zinc database (www.zinc. docking.org) að viðbættum 250 Lycopodium alkalóíðum. Niðurstöður: Hver sýndarskimunarlota gaf af sér 60 efnabyggingar með lofandi virkni. Þær voru metnar frekar og áhugaverðustu byggingarnar valdar til að vinna með áfram í lífvirkniprófum. Ályktanir: Sýndarskimunin bendir til að efnasambönd með galantamín- líka grunnbyggingu, séu líklegust til að hafa tvíþætta virkni, en auk þess eru nokkrar aðrar byggingar, þar á meðal nokkrir Lycopodium alkalóíðar, ofarlega á listanum. Niðurstöður „docking" tilrauna gefa til kynna tvo ólíka bindistaði þar sem annar þeirra er nálægt bindistað galantamíns í AChBP (PDB ID: 2PH9). E 138 Úrdrættir og efni úr svampdýrum sem safnað var á strýt- unum í Eyjafirði og áhrif þeirra á krabbameinsfrumur in vitro Eydís Einarsdóttir', Helga M. Ögmundsdóttir2, Hans Tore Rapp3, Jömndur Svavarsson4, Elín S. Ólafsdóttir1, Sesselja Ómarsdóttir' 'Lyfjafræðideild og dæknadeiid HÍ, -Jarð- og líffræðideild Háskóians í Bergen, 4líf- og um- hverfisvísindadeild HÍ eydiseiQhi.is Inngangur: ísland er staðsett á einstökum stað í Norður-Atlantshafi og hefur líffræðilegur fjölbreytileiki í kringum landið nánast ekkert verið rannsakaður með tilliti til efnainnihalds lífvera. Helsta sérstaða hafsins í kringum fsland eru heitir straumar úr suðri og kaldir straumar úr norðri auk jarðhitasvæða á hafsbotni. Hverastrýturnar í Eyjafirði eru einstakt náttúruundur og dæmi um slík neðansjávar jarðhitasvæði. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka efnainnihald svampdýra sem lifa á strýtunum og kanna áhrif útdrátta og efna úr þeim á frumulifun krabbameinsfrumna in vitro. Efniviður og aðferðir: Úrdrættir eru útbúnir með díklórometan:met- anól (1:1) leysablöndu og þeir þáttaðir niður með leysa/leysa vökva/ vökva úrhlutun. MTS aðferð er notuð til þess að meta frumuhemjandi áhrif úrdrátta/þátta [33pg/mLj á SkBr3 brjóstakrabbameinsfrumur. Úrdrættir sem hemja frumulifun eru þáttaðir með súluskiljunum og líf- virknileidd einangrun er notuð til að finna virk efni. Niðurstöður: Úrdrættir úr svömpunum Lissodendoryx fragilis, Haliclona sp., Halichondria panicea, Halichondria sp., Halichondria sitiens og Myxilla incrustans hömdu frumulifun SkBr3 krabbameinsfrumna meira en 50% í styrkunum, 33pg/mL. Unnið er að þáttun virkra efna úr svömpunum Haliclona sp. og Halichondria sitiens en ekki er búið að einangra hrein efni úr þessum svömpum. Ályktanir: In vitro skimun úrdrátta og efnaþátta úr svömpum sem safnað var af hverastrýtunum á lifun krabbameinsfrumna gefa lofandi vísbendingar um að sjávarhryggleysingjarnir sem lifa þar framleiði áhugaverð efnasambönd sér til varnar. Unnið er að upphreinsun og byggingagreiningu virkra efna og hugsanlegt er að þar sé að finna sprotaefni sem gætu reynst áhugaverðir lyfjasprotar í framtíðinni. E 139 Fjölsykra úr brjóski sæbjúgna hefur áhrif á þroska anga- frumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro Varsha Ajaykumar Kale’-2, Ólafur H. Friðjónsson2, Guðmundur Óli Hreggviðsson2, Hörður G. Kristinsson2, Berit Smestad Paulsen3, Jóna Freysdóttir4'56, Sesselja Ómarsdóttir1 ‘Lyfjafræöidcild HÍ, 2Matís ohf, 3lyfjafræðideild Háskólans í Osló, 4rannsóknastofu í gigt- sjúkdómum og 5ónæmisfræðideild Landspítala, ' læknadcild Hí sesselo@hi.is Inngangur: Sæbjúgu eru rík af fúkósýleruðu kondróitínsúlfati og notuð sem fæða í Asíu. Sýnt hefur verið fram á margskonar lífvirkni kondró- itín súlfats in vitro og er það notað í fæðubótarefni til að meðhöndla slitgigt. í þessu verkefni voru kondróitín súlfat og aðrar fjölsykrur einangraðar úr brjóski Atlantshafssæbjúgna (Curcmaria frondosa) og áhrif þeirra á þroska angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur rannsökuð. Efniviður og aðferðir: Fjölsykruþættir úr fjölsykrublöndu úr sæbjúgum voru einangraðir með jónskiptaskiljun (B, C og D) og einsykrusam- setning þeirra metin með metanólýsu á gasgreini. Angafrumur úr mönnum voru þroskaðar með eða án fjölsykruþáttanna. Þroskaðar angafrumur voru líka samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum. Boðefnaseytun var mæld með ELISA aðferð og tjáning á yfirborðssam- eindum í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Fjölsykruþættirnir þrír úr sæbjúgunum innihalda ólíkrar gerðir fjölsykra, þar sem fúkósýlerað kondróitín súlfat er bara að finna í þætti D. Angafrumur sem höfðu þroskast í návist fjölsykruþáttar B seyttu minna magni af IL-6, IL-10 og IL-12p40 en óbreyttu magni af IL-1 en angafrumur þroskaðar án fjölsykruþátta. T frumur samræktaðar með angafrumum sem höfðu þroskast í návist þáttar B seyttu minna af IFN- og meira af IL-17 samanborið við viðmið en styrkur IL-10 og IL-22 var óbreyttur. Ályktanir: Angafrumur þroskaðar í návist fjölsykruþáttar B seyttu LÆKNAblaðið 2013/99 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.