Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 54
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 minna af IL-12p40 sem leiddi til minni ræsingar á Thl frumum við ósamgena ræsingu. Þrátt fyrir minni IL-6 seytun leiddu angafrumur þroskaðar með fjölsykruþætti B til meiri ræsingar á Thl7 frumum. Þetta bendir til þess að fjölsykruþáttur B leiði til þroskunar á angafrumum þannig að þær ýti undir Thl7 ræsingu og geti því eflt varnir gegn sveppum og utanfrumubakteríum. E 140 Kítósanafleiður sem líkjast bakteríudrepandi peptíðum Priyanka Sahariah1, Bjarni Már Óskarsson1, Martha Hjálmarsdóttir2, Már Másson1 'Lyíjafræðideild og 2lífeindafræði læknadeild HÍ prsí@h/./s Inngangur: Bakteríudrepandi peptíð eru mikilvæg vörn í ósérhæfðu ónæmiskerfi flestra fjölfrumunga. Flest bakteríudrepandi peptíð eru fjölkatjónísk og trufla starfsemi frumuhimnu bakterfa. Ahugavert er að smíða kítósanfjölliður, sem líkja eftir þessari virkni bakteríudrepandi peptíða til notkunar í lækningum og sóttvörnum. Efniviður og aðferðir: Markmið þessarar rannsóknar var að smíða gúanidíleraðar kítósanafleiður sem líkja eftir katjónískri byggingu bakteríudrepandi peptíða og greina bakteríudrepandi virkni þeirra gegn tveimur gram jákvæðum og tveimur gram neikvæðum bakteríuteg- undum. Niðurstöður: Með notkun O-TBDMS vemdaðs kítósans var mögulegt að framkvæma efnasmíðarnar við mildar aðstæður. Hvörfin voru framkvæmd með l,3-bis-(tert-bútoxíkarbónýl) (1,3-di-boc) verndað gúanidíni og þríflýlgúanidíni sem hvarfefni eftir því sem hentaði hverju sinni. Þrímetýleruðu afleiðumar voru smíðaðar með þekktum aðferðum. Lægsti heftistyrkur (MIC) og lægsti drápstyrkur (MLC) var ákvarðaður fyrir S. aureus (ATCC 29213), E.faecalis (ATCC 29212), E. coli (ATCC 25922) og P. aeruginosa (ATCC 27853). Greining á sambandi bygg- ingar á virkni sýndi að hleðsluþéttleiki hafði jákvæð áhrif á virkni og lengd alkýlkeðju sem tengir katjóníska hópinn við fjölliðukeðjuna hafði neikvæð áhrif á virkni. Ályktanir: Efnasmíði N-gúanidíl kítósan og N-asýl-gúanidíl kítósan með mismunandi þéttleika sethópa tókst vel. Um er að ræða fyrstu efnasmíð kítósanafleiða sem með notkun tvennskonar vemdarhópa (TBDMS og Boc). Byggt á niðurstöðum bakteríuprófsins var mögulegt að skilgreina samband byggingar og virkni. E 141 Samband á milli byggingar N-alkýl-N,N-dímetýl kítósanaf- leiða og gegndræpisaukandi áhrifa þeirra í berkjuþekju Berglind Eva Benediktsdóttir1, Þórarinn Guðjónsson2, Ólafur Baldursson3, Már Másson' ’Lyfjafræðideild og 2iífvísindasetri HÍ, 2lungnadeild Landspítala bergllb@hl.is Inngangur: N-fjórgildar kítósanafleiður hafa verið rannsakaðar til að auka gegndræpi peptíð- og próteinlyfja í gengnum þéttitengsl slím- þekju. Markmið verkefnisins var að ákvarða samband á milli lengdar N-alkýlhóps þessara afleiða og gegndræpisaukningar í berkjuþekju- fmmumódeli. Efniviður og aðferðir: Gegndræpisaukandi áhrif N-fjórgildu kítósanaf- leiðanna N-metýl-, N-própýl-, N-bútýl og N-hexýI-N,N-dímetýl kítósan (TMC, QuatPrópýl, QuatBútýl og QuatHexýl), voru könnuð í VA10 berkjufmmþekju, með flæði FITC-dextran 4 kDa (FD4) og rafviðnáms- mælingum (TER). Lífvænleiki var kannaður með MTT-prófi og áhrif á þéttitengsli með mótefnalitunum. Niðurstöður: Gegndræpisaukning vegna allra N-fjórgildu kítósanaf- leiðanna var skammtaháð. TMC frá 0,25 mg/ml lækkaði TER, sem að hækkaði svo aftur að meðferð lokinni. Flæði FD4 hækkaði þre- til sexfalt miðað við viðmið. QuatHexyl var öflugast allra afleiðanna í að auka gegndræpi, eða frá 0,016 mg/ml. Hins vegar var minni lífvænleiki tengdur þessari aukningu í gegndræpni ásamt upplausn í þéttitengja- samstæðunni. TMC virtist hafa viðsnúanleg áhrif á millifmmurýmið á meðan yfirborðsvirka afleiðan QuatHexýl olli kröftugum áhrifum sem leiða til minni lífvænleika frumnanna Ályktanir: Aukin yfirborðsvirkni afleiðanna leiðir til aukins gegndræpis, riðlun þéttitengja og minni lífvænleika í röðinni QuatHexýl = QuatBútýl > QuatPrópýl > TMC. Jafnframt er aukið gegndræpi ekki eingöngu háð katjónísku hleðslunni heldur einnig lengd N-alkýl keðju fjórgildu kftós- anafleiðunnar. Þar sem að TMC var virk í tiltölulega lágum styrk og dró ekki úr lífvænleika með langvarandi hætti, er hún sú fjölliða sem gæti eirrna helst verið vænleg til ítarlegri rannsókna í innöndunarlyfjaformum. E 142 Smíði kítósanörefna með smellefnafræði Ingólfur Magnússon, Vivek S. Gaware, Már Másson Lyfjafræðideild HÍ inm3@hi.is Inngangur: Smellefnafræði (click chemistry) er nýleg aðferð í efna- smíðum sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2001. Megintilgangur smellefnafræði er að einfalda efnasmíðar á stórum sameindum og gera þær fljótvirkar og skilvirkari. Markmið verkefnisins var að beita smell- efnafræði á við smíði kítósanafleiða. Kítósan er fjölliður sem hafa marga lífeðlisfræðilega kosti eins og litlar eiturverkanir á heilbrigðar frumur og geta því nýst sem nanoferja (nanocarrier) fyrir lyf. Kítósan er hins vegar stór sameind og takmarkanir á notkun kítósanafleiða felast aðallega í erfiðleikum við efnasmíðar og efnagreiningu. Efniviður og aðferðir: Við rannsóknina var notað koparhvatað smell- efnahvarf, sem nefnist Huisigen hringviðbótarhvarf milli azíða og alkyna, til að tengja flúrljómunarefni eða ljósörvunarefni á endatengi (reducing end) þrímetýlkítósans (TMC) afleiða. Niðurstöður: Við rannsóknina var smellefnahvarf framkvæmt við hydroxylamine propyne með ljósörvunarefninu tetraphenylporphyrine (TPP) azíð og flúrljómunarefninu Rhodamine B azíð. Þessi myndefni voru síðan hvörfuð við endatengi TMC með oxime efnahvarfl. Smellefnahvarfið milli TPP azíðs og hydroxylamine propyne heppnaðist ekki. Smellefnahvarf hydroxylamine propynes við rhodamine B azíð heppnaðist og gaf myndefnið rhodamine B þríazole hydroxylamín sem var notað áfram og tengt við endatengi TMC með oxím efnahvarfi. Niðurstöður benda til þess að hvarfið hafi heppnast en ekki tókst að einangra nægjanlegt magn fyrir NMR greiningu. Ályktanir: Þessar niðurstöður styðja því að hluta til að hægt er tengja flúrljómandi efni þríazól tengi við endatengi TMC. Itarlegri rannsókna er þörf til að ná upphaflegum markmiðum í að tengja TMC beint við virka efnahópa með smellefnafræði. E 143 Búseta mæðra og fæðingarútkomur 2000-2009 Sigríður Haraldsdóttir1 -, Unnur A. Valdimarsdóttir2, Sigurður Guðmundsson2-3, Ragnheiður I. Bjarnadóttir’ 'Embætti landlæknis, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 3Landspítala shara@landlaeknir. is Inngangur: Mikilvægur þáttur í að stuðla að jafnræði í heilsu er að 54 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.