Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 55
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 tryggja sérhverju bami eins góða byrjun og kostur er. Meðgönguvemd og fæðingarþjónusta eru þar mikilvægir þættir. A síðustu áratugum hefur orðið mikil breyting á búsetumynstri og landfræðilegri dreifingu fæðingaþjónustu. Fæðingarstöðum hefur fækkað en vel er fylgst með mæðrum á meðgöngu og ráðlagt er um val á fæðingarstað. Markmið rannsóknar er að varpa ljósi á hvort munur er á tilteknum fæðingarút- komum eftir búsetu mæðra. Einnig að skilja hvort fjarlægð frá heilbrigð- isþjónustu og þjónustustig í heimabyggð hafi áhrif á fæðingaútkomur. Efniviður og aðferðir: Fæðingar áranna 2000-2009 eru kortlagðar eftir búsetu mæðra. Búseta er flokkuð eftir fjarlægð frá höfuðborgar- svæðinu og eftir framboði á heilbrigðisþjónustu. Notuð em gögn úr fæðingarskrá. Meginútkomumælingar eru fyrirburafæðingar, léttburar og burðarmálsdauði. Kannað er hvort munur er á fæðingarútkomum eftir búsetusvæðum mæðra þegar leiðrétt er fyrir mögulegum blönd- unarþáttum. Niðurstöður: Þegar fæðingar voru bomar saman eftir búsetusvæðum mæðra reyndist ekki marktækur munum á líkum á fyrirbumm og léttbur- um innan og utan höfuðborgarsvæðisins þegar leiðrétt hafði verið fyrir blöndunarþáttum. Ennfremur reyndust ekki meiri líkur á fyrirburum eða léttbumm á svæðum með takmarkaða heilbrigðisþjónustu í heimabyggð en á svæðum þar sem mikil og sérhæfð þjónusta var í nánasta umhverfi. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að mæður á svæðum þar sem lítil eða takmörkuð heilbrigðisþjónusta er í heimabyggð eru ekki líklegri til að eignast léttbura eða fyrirbura en mæður sem búa á svæðum er sem mikið framboð er á þjónustu. Vísbendingar eru þó um að ýmsar aðrar fæðingarútkomur og þættir sem tengjast fæðingum séu mismunandi eftir búsetusvæðum móður. E 144 Svefnleysi meðal kæfisvefnssjúklinga fyrir og eftir meðferð með svefnöndunartæki Erla Bjömsdóttir', Christer Janson3, Þórarinn Gíslason1-2, Jón Friðrik Sigurðsson1-4 Allan I. Pack5, Philip Gherman5, Michael Perlis5, Ema Sif Amardóttir1-2, Bryndís Benediktsdóttir’- ’Læknadeiid HÍ, 2lungnadei)d Landspítala, 3Háskólanum í Uppsölum, 4geðsviði Landspítala, 5Háskólanum í Pennsylvaníu er1abjo@gmail. com Inngangur: Svefnleysi er algengt vandamál meðal sjúklinga með kæfisvefn en lítið er vitað um áhrif meðferðar við kæfisvefni á einkenni svefnleysis. Efniviður og aðferðir: Markmiðið var að kanna algengi svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum áður en þeir hófu meðferð með svefnöndunar- tæki (CPAP) og við tveggja ára eftirfylgd. Skoðað var hvernig einkenni svefnleysis breyttust og hvaða áhrif svefnleysi hafði á meðferðarheldni. Allir þátttakendur (n=822) fóru í svefnmælingu, gengust undir læknis- skoðun og svöruðu spurningalistum um svefn og heilsu áður en þeir hófu CPAP-meðferð. Tveimur árum eftir að meðferð hófst svöruðu þátt- takendur sömu spumingalistum og meðferðarheldni þeirra var skoðuð. Alls komu 90,1% þátttakenda í eftirfylgd. Niðurstöður: Svefnleysi var mjög algengt hjá ómeðhöndluðum kæfi- svefnssjúklingum (57,6% vöknuðu oft á nóttinni, 15,6% áttu erfitt með að sofna og 27,9% vöknuðu of snemma á morgnana). Við eftirfylgd voru 64% þátttakenda að nota CPAP, flestir með fulla notkun. Við eftirfylgd var tíðni þess að vakna oft á nóttinni marktækt lægri hjá þeim sem notuðu CPAP (30,1% hjá notendum en 45,8% hjá þeim sem ekki notuðu CPAP, p<0,001). Þessi munur var ekki fyrir hendi hjá þeim sem áttu erfitt með að sofna á kvöldin eða vöknuðu of snemma á morgnana en þessir sjúklingar voru hins vegar líklegri til að hætta CPAP meðferð Ályktanir: Að vakna oft á nóttinni er algengt hjá sjúklingum með kæfi- svefn en lagast gjarnan við CPAP-meðferð. Mikilvægt er að huga sér- staklega að kæfisvefnssjúklingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin eða vakna of snemma á morgnana þar sem svefnleysi þeirra lagast ekki við CPAP og þeir eru líklegri til þess að hætta meðferð. Hugsanlega er gagnlegt að meðhöndla svefnleysi hjá þessum sjúklingum áður en með- ferð við kæfisvefni hefst. E 145 Að taka eða taka ekki lyf. Upplifanir og skoðanir fyrrum og núverandi statínnotenda Guðrún Þengilsdóttir1-2, Janine M. Traulsen3' Anna B. Almarsdóttir1-2 ’Lyfjafræðideild HÍ, 2rannsóknastofnun um lyfjamál við HÍ, 3lyíjafræðideild Kaupmannahafn- arháskóla gth2@hi.is Inngangur: Statín eru notuð af milljónum einstaklinga um allan heim, en iítið er vitað hvernig sjúklingar upplifa statínmeðferð eða hvers vegna sjúklingar kjósa að hætta eða halda meðferð áfram. Markmið þessarar rannsóknar var að beita félagsvísindakenningum um áhættu til að meta hvað fyrrum og núverandi statínnotendur hugsa og vita um statínmeðferð. Efniviður og aðferðir: Tekin voru eigindleg djúpviðtöl við 10 ein- staklinga sem höfðu notað statín í að minnsta kosti eitt ár og 10 ein- staklinga sem höfðu hætt að nota statín að minnsta kosti níu mánuðum fyrir viðtalið. Þátttakendur voru valdir úr hópi viðskiptavina Apóteks Vesturlands. Niðurstöður: Þátttakendur voru almennt á móti lyfjum. Þeim fannst læknar ekki hafa nægan tíma til að sinna sjúklingum vel og að þeir einblíndu of mikið á ávísun lyfja. Þátttakendum fannst þau hafa fengið litlar upplýsingar um statínmeðferðina og virtust ekki fyllilega skilja af hverju þau þurftu lyfið. Þau höfðu áhuga á að vita hvort þau gætu gert eitthvað til að þurfa ekki að taka statín, sem og vildu vita um hugsanlegar neikvæðar afleiðingar sem gætu fylgt lyfjatökunni - en viðurkenndu þó að vitneskja um mögulegar aukaverkanir gæti komið í veg fyrir að þau tækju lyf. Þeir þátttakendur sem héldu áfram að taka statín sögðust gera það af því að „þeim væri sagt að taka það" og að sama skapi sögðust þau sem voru hætt að taka statín myndu byrja aftur ef þeim væri sagt að gera það. Ályktanir: Þátttakendur virðast taka statfn af því að læknirinn - sér- fræðingurinn - segir þeim að gera það, án þess að skilja þörfina fyrir lyfinu. Með því að bæta samskipti milli sjúklinga og lækna og upplýsa sjúklinginn betur um meðferðina og tilgang hennar er hugsanlegt að statínnotendur yrðu sáttari við að taka þessi lyf í forvarnarskyni. E 146 Mat á heilsueflingarmiðstöð háskóla sem stjórnað er af lyfja- fræðingi Hrefna Sif Bragadóttir1, Anna Birna Almarsdóttir1, Pétur Sigurður Gunnarsson1, Angela Pegram2, Sabrina W. Cole2 ‘Lyfjafræðideild HÍ, 2Wingate University School of Pharmacy, BNA hsb6@hi.is Inngangur: Ekki hefur áður verið lagt mat á heilsueflingarverkefni há- skólans í Wingate, Bandaríkjunum. Rannsóknir hafa sýnt að þörf er á að meta klínísk, hagfræðileg og önnur heilsutengd áhrif af meðferðarheldni ýmissa lyfja á meðal sjúklinga með mismunandi sjúkdómsgreiningar. Meginmarkmið þessarar afturskyggnu sjúkraskrárrýni var að lýsa meðferðarheldni lyfja meðal þátttakenda í heilsueflingunni sem höfðu LÆKNAblaðið 2013/99 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.