Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 57
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 þáttinn Laun og hlunnindi (M=2,7) en ánægðastir voru þeir með þáttinn Samstarfsfólk (M=3,9). Hjúkrunarfræðingar voru marktækt óánægðari en sjúkraliðar með þáttinn Fagleg tækifæri (p<0,05) en marktækt ánægðari með þáttinn Jafnvægi milli vinnutíma og frítíma (p<0,05). Þáttagreining streitukvarðans greindi fjóra þætti sem saman skýrðu 55,8% af heildardreifingu breytnanna. Innra samræmi þáttanna mældist frá 0,77-0,87. Þeir þættir sem oftast ollu streitu voru: Vanmat og einhæfni í starfi (M=2,2) og Neikvæð samskipti, Óljós ábyrgð og óöryggi (M=2,2). Þeir þátttakendur sem fundu oftar fyrir streituþættinum Vanmat og ein- hæfni í starfi (r=0,428) og neikvæð samskipti (r= 0,419) voru óánægðari með starfsánægjuþáttinn Fagleg tækifæri og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Ályktanir: Hjúkrxmarfræðingar og sjúkraliðar starfandi á Kragasjúkra- húsunum eru almennt ánægðir í starfi. Mikil óvissa hefur ríkt um rekstur þessara stofnana og endurspeglast það í því sem veldur mestri streitu í starfi, það er sparnaðaraðgerðir, óvissa um framtíð stofnunar, deildar og eigið starf. E 151 TGF|3 boðleiðin hefur gagnverkandi áhrif á pípulaga myndun og skrið æðaþelsfrumna í gegnum ALK1 og ALK5 viðtakana Jóhann Frímann Rúnarsson, Svala H. Magnús, Guðrún Valdimarsdóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ jfr1@hi.is Inngangur: Vefir líkamans eru háðir blóði til að vaxa og dafna og eru æðaþelsfrumur nauðsynlegar til blóðflæðis. Þær mynda og endurmóta æðakerfið og gegna lykilhlutverki í vexti og viðgerð vefja. Eins og venjulegir vefir eru krabbameinsæxli háð blóðflæði og því er áhugavert að rarmsaka æðaþelsfrumur með það í huga að þróa lyf sem stöðva ný- myndun æða í æxlum. Activin-like kinase-5 (ALK5) viðtakinn er tjáður í öllum frumum en æðaþelsfrumur tjá æðaþelssérhæfða viðtakann ALKl og er markmið rarmsóknarinnar að athuga hlutverk þessara tveggja TGF viðtaka í æðaþelsfrumum. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur, HUVECs, voru örvaðar með vaxtarþáttum eða sýktar með adenóveirukonstruktum sem innihéldu ALKl eða ALK5 viðtakana. HUVECs voru sýktar með lentiveirukonst- ruktum sem irmihéldu shRNA til að slá út tjáningu ákveðinna gena. RNA var einangrað úr frumum og genatjáning athuguð með PCR. Pípumyndun HUVECs á matrigeli var metin og mótefnalitanir gerðar á pípulaga frumum. Skrið frumna var athugað Niðurstöður: PCR niðurstöður á sýktum HUVECs sýndu fram á að ALKl veldur Idl tjáningu. HUVECs sem yfirtjáðu sívirkan (ca) ALKl viðtaka sýndu meiri hæfni til pípumyndunar á matrigeli andstætt HUVECs sem yfirtjáðu caALK5 viðtaka. Mótefnalitanir á pípulaga frumum sýndu fram á tjáningu Idl í HUVECs sem yfirtjáðu caALKl. Yfirtjáning á caALKl eða Idl stuðlar að auknu skriði HUVECs. ALK5 viðtakirm virðist virma gegn æðamyndun og eykur hann tjáningu á trombosponín-1 (TSP-1), geni sem virrnur gegn æðamyndun, í HUVECs Ályktanir: Hægt er að álykta að TC.Fp boðleiðin stjórni ákveðnu jafn- vægi í æðaþelsfrumum gegnum tvo ólíka viðtaka. ALKl stuðlar að pípumyndun og skriði æðaþelsfrumna, meðal annars með því að stuðla að Idl tjáningu. ALK5 viðtakinn hefur andstæð áhrif, meðal annars með því að ýta undir TSP-1 tjáningu. E 152 BMP9/ALK1 boðleiðin stuðlar að þroskun stofnfrumna úr fósturvísum manna í æðaþelsfrumur Svala H. Magnús, Jóhann Frímann Rúnarsson, Guðrún Valdimarsdóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa HÍ shm1@hi.is Inngangur: Vefir líkamans þurfa á æðum að halda til viðhalds og vaxtar. Þær sjá frumum fyrir blóðflæði, eru mikilvægar fyrir eðlilega starfsemi sem og æxlisvöxt. f æðasjúkdómum er markmiðið að bæta skemmdar æðar en í æxlismyndun að stöðva æðamyndun. Því er mikilvægt að rannsaka hvað stýrir sérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum manna (hES frumur) í æðaþelsfrumur (EC) og finna lykilþætti sem nota má til lækninga. Markmiðið er að skoða hlutverk TGFþ fjölskyldunnar í sérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum marma í EC frumur. Efniviður og aðferðir: ALKl viðtakirm er TGFþ týpu I viðtaki og einungis tjáður í EC frumum. hES frumur voru meðhöndlaðar með vaxtarþáttum úr TGFþ fjölskyldunni. Tvær sérhæfingaraðferðir voru notaðar sem byggjast á myndun frumukúlna. Frumukúlurnar voru flokkaðar með MACS aðferðinni og greindar með Westem-blotting, mótefnalitunum, Q-PCR og geta CD31+ frumna til þess að mynda pípulaga göng athuguð. Niðurstöður: Á10. degi eftir myndrrn frumukúlna, var tjáning æðaþels- markera til staðar. Mótefnalitun á CD31+ frumum sýndi tjáningu bæði æðaþels- og sléttvöðvafrumu markera. Þær gátu myndað pípulaga göng og tekið upp ac-LDL, sem er einkennandi fyrir EC frumur. Sérstakan áhuga vakti að BMP9 vaxtarþátturinn jók tjáningu æðaþelsmarkera og pípulaga myndxm fremur en aðrir TGF vaxtarþættir. Þegar binding BMP9 við ALKl viðtakann var hindruð minnkaði tjáning æðaþelsmarkera. Ályktanir: Tjáning æðaþels- og sléttvöðvafrumumarkera í CD31+ frumum bendir til þess að frumuþýðið séu forverafrumur beggja frumu- kvísla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að BMP9 vaxtarþátturinn virki ALKl/Smadl/Idl boðleiðina og ýti hES frumum í æðaþelssérhæfingu. BMP9 og ALKl gætu þess vegna verið áhugaverðir þættir að skoða enn frekar til dæmis í tengslum við lækningu ýmissa sjúkdóma sem snúa að æðamyndun. E 153 Áhrif endótoxínmengunar á beinsérhæfingu mesenkýmal stofnfrumna Ramona I.icder12, Vivek S. Gaware* * 3, Már Másson3, Finnbogi Þormóðsson4, Jón M. Einarsson5, Jóhannes Gíslason5, Pétur H. Petersen4, Ólafur E. Sigurjónsson1'2 'Blóöbankanum, 2tækni- og verkfræðideild HR, 3Rannsóknasetri í lyfjafræði og lyfjavísindum, 4læknadeild HÍ, ^Genis ehf. ramona@landspitali.is Inngangur: Endótoxín eru bakteríutengd efni, sem ónæmiskerfið nemur og bregst við. Þáttur endótoxínmengunar í lífefnum unnum úr nátturafurðum hefur ekki verið mikið rannsakaður. Kítósan er það efni sem mikið notað í ígræðum ætluðum til notkunar í í sjúklinga. Ekki er auðvelt að greina endótoxínmengun í kítósani og þess vegna hafa margir rarmsóknarhópar Iitið framhjá því sem mögulegum áhrifaþætti. Slíkt getur mögulega leitt til rangra túlkana á niðurstöðum þar sem raunáhrifin gætu verið vegna endótoxínmengxmar fremur en áhrifa frá náttúruefninu sjálfu. Tilgangur þessa verkefnis var að karma áhrif endó- toxín mengrmar á beinsérhæfingu frá mesenkýmal stofnfrumum in vitro. Efniviður og aðferðir: Mesenkýmal stofnfrumum var fjölgað og þær sérhæfðar yfir í beinmyndandi frumur með og án kítínfásykra og LPS. Áhrif á fjölgun var körmuð með MTT prófi og tjáning á YKL-40 og TLR3, TLR4 var körmuð með Q-PCR. Beinsérhæfing var könnuð með LÆKNAblaðið 2013/99 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.