Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 63
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 169 Lítil nýrnafrumukrabbamein og fjarmeinvörp Pétur Sólmar Guðjónsson1, Elín Maríusdóttir, Helga Björk Pálsdóttir2, Guðmundur Vikar Einarsson2, Eiríkur Jónsson2, Vigdís Pétursdóttir3, Sverrir Haröarson1, Martin Ingi Sigurðsson2, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2skurðlcekningasviði, 3rannsóknarstofu í meinairæði Landspítala petursolmarfSgmail. com Inngangur: Nýgengi nýrnafrumukrabbameins (NFK) er vaxandi sem að verulegu leyti má rekja til fjölgunar lítilla æxla (<4 cm) sem greinast fyrir tilviljun við myndrannsóknir á kviði. Horfur lítilla NFK eru almennt taldar góðar og mælt er með hlutabrottnámi ef æxli eru undir 4 cm. Fjarmeinvörp lítilla nýmafrumukrabbameina (synchronous metastasis) hafa ekki verið rannsökuð áður hér á landi. Efniviður og aðferðir: Af 1102 sjúklingum sem greindust með NFK á tímabilinu 1971-2010 var litið sérstaklega á 257 æxli <4 cm og sjúklingar með meinvörp við greiningu bornir saman við sjúklinga án meinvarpa. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og vefjagerð, TNM-stig og sjúk- dóma-sértæk lifun borin saman í hópunum. Niðurstöður: Hlutfall lítilla NFK hækkaði úr 9% fyrsta áratuginn í 33% þann síðasta (p<0,001) á sama tíma og hlutfall tilviljanagreiningar jókst úr 14% í 39%. Alls greindust 25 af 257 (10%) sjúklingum með lítil NFK með fjarmeinvörp, oftast í lungum og beinum. Sjúklingar með meinvörp voru 1,9 árum eldri, æxlin 0,2 cm stærri og oftar staðsett í hægra nýra. Vefjagerð var sambærileg í báðum hópum en æxli greindust síður fyrir tilviljun hjá sjúklingum með meinvörp, blóðrauði þeirra var lægri og bæði Fuhrman-gráða og T-stig hærra. Fimm ára lifun sjúklinga með meinvörp var 7% borið saman við 94% hjá viðmiðunarhópi (p<0,001) Ályktanir: Við greiningu eru 10% sjúklinga með lítil NFK með fjar- meinvörp. Þetta er óvenjuhátt hlutfall en flestar erlendar rannsóknir ná aðeins til sjúklinga sem gangast xmdir nýmaskurðaðgerð. Sjúklingar með meinvörp em marktækt eldri, greinast oftar með einkenni, hafa stærri frumæxli og verri lifun. Lítil NFK geta því verið útbreiddur sjúkdómur við greiningu og verður að taka alvarlega. E 170 Nýgengi krabbameina meðal íbúa á háhitasvæðum á íslandi. Manntalsgrunduð hóprannsókn frá 1981 til 2010 Aöalbjörg Kristbjörnsdóttir', Vilhjálmur Rafnsson2 ‘Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild HÍ, æannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild HÍ addab@simnet.is Inngangur: f erlendum rannsóknum hefur fundist hækkað nýgengi krabbameina hjá þeim sem eru búsettir á hverasvæðum, en niður- stöðurnar er ósamhljóða. Markmiðið var að kanna hvort búseta á há- hitasvæði hér á landi tengist áhættu á að fá krabbamein. Efniviður og aðferðir: í rannsókninni em einstaklingar á aldrinum 5-65 ára úr manntalinu 1981. Bornir vom saman íbúar háhitasvæða (35.707 mannár) við íbúa kaldra svæða (571.509 mannár) og blandaðra svæða (1.294.570 mannár). Þeim var fylgt efhr í Krabbameinsskrá frá 1981 til 2010 með tengingu á kennitölum. Ur Þjóðskrá fengust upplýsingar um flutning af landi brott og afdrif einstaklinga á tímabilinu. Áhættuhlutfall (hazard ratio, HR) og 95% öryggisbil (confidence interval, Cl) var reiknað út í COX-líkan, leiðrétt fyrir aldri, kyni, menntun og húsnæði. Niðurstöður: Áhættuhlutfall á háhitasvæðum fyrir öll krabbamein var 1,22 (95% CI 1,05-1,42) samanborið við köld svæði á íslandi. Áhættuhlutfall fyrir krabbamein í brisi var 2,85 (95% CI 1,39-5,86), krabbamein í beini 5,80 (95% CI 1,11-30,32), fyrir brjóstakrabbamein 1,59 (95% CI 1,10-2,31), krabbamein í eitil- og blóðmyndandi vef 1,64 (95% CI 1,00-2,66) og ekki Hodgkins eitilæxli 3,25 (95% CI 1,73-6,07). Áhættuhlutfall fyrir gmnnfrumukrabbameini í húð var 1,61 (95% CI 1,10-2,35). Áhættuhlutfall var hækkað fyrir fleiri krabbamein en niður- stöður voru tölfræðilegar ómarktækar. Ályktanir: Tölfræðilega marktæk aukin áhætta á brjóstakrabbameini og gmnnfmmukrabbameini í húð og vísbending um aukna áhættu annarra geislanæmra krabbameina sýnir að þörf er á mælingum á efna- og eðlis- fræðilegum þáttum gufu og vatns á háhitasvæðum. Tekið hefur verið tillit til þjóðfélagsstöðu og tölur um frjósemiþætti og reykingar sýna að þessir þættir virðast ekki skýra aukningima á krabbameinshættunni, en óþekkta tmflandi þætti er ekki hægt að útiloka. E 171 Neysla á fiski og sjávarafurðum á mismunandi æviskeiðum og áhætta á langt gengnu krabbameini í blöðruhálkirtli Jóhanna E. Torfadóttir1, Unnur A. Valdimarsdóttir1-1, Lorelei Mucci3,4, Julie Kaspezyk3'4, Katja Fall1 *, Laufey Tryggvadóttir710, Thor Aspelund15, Örn Ólafsson1, Tamara Harris*, Eiríkur Jónsson’, Hrafn Tulinius7, Vilmundur Guðnason510, Hans- Olov Adami36, Meir Stampfer3-4, Laufey Steingrímsdóttir2 ‘Miðstöð í lýðheilsuvísindum læknadeild HÍ, 2rannsóknastofa í næringarfræði Hí og Landspítala, 'Dpt Epidemiol, Harvard School of Pub Health, Boston, BNA, 4Channing Div Netw Med, Dpt Med Brigham & Women's Hospital & Harvard Med School, Boston, 5Hjartavemd, 'Dpt Med Epidemiol & Biostatist, Karólínska Stokkhólmi, TCrabbameinsskrá íslands, *Lab Epidem, Demography & Biometry, IRP, Nat Inst Aging, Bethesda "Landspítala, "læknadeild HÍ jet1@hi.is Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl fisk- neyslu á mismunandi æviskeiðum við áhættu á blöðruhálskirtils- krabbameini (BHK). Efniviður og aðferðir: Gögn úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (2002- 2006) með upplýsingum um fæðuvenjur 2.268 karla á unglingsárum, miðjum aldri og á efri árum, voru samtengd gögnum Krabbameinsskrár um greiningar og dánarmeins vegna blöðruhálskirtilskrabbameins sem náðu til loka árs 2009. Notuð var aðhvarfsgreining ( Cox lifunar- greining og tvíkosta aðhvarfsgreining) til að reikna áhættuhlutfall fyrir krabbameinið með 95% öryggismörkum. Leiðrétt var fyrir mögulegum áhættuþáttum. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 77 ár við upphaf rannsóknar. Á rannsóknartímabilinu (2002-2009) greindust 133 þátttakendur með blöðruhálskirtilskrabbamein og 214 menn höfðu þegar greinst með sjúk- dóminn. Heildarfjöldi greindra var 347, þar af voru 63 með langt gengið mein (dánarorsök eða stigun IV eða III við greiningu). Tíð neysla á söltuðum eða reyktum fiski á unglingsárum jók áhættuna á langt gegnu blöðruhálskirtilskrabbameini (OR = 1,98; 95% CI: 1,08-3,62). Ekki fannst samband milli neyslu fisks eða lýsis á miðjum aldri við sjúkdóminn. Á efri árum var lýsisneysla tengd minni áhættu á langt gengnu blöðru- hálskirtilskrabbameini (HR = 0,43; 95% CI: 0,19-0,95) og tíð neysla á söltuðum eða reyktum fisk tengdist aukinni áhættu á sjúkdómnum (HR = 2,28; 95% CI: 1,04-5,00). Ályktanir: Mikil neysla á söltuðum eða reyktum fisk á unglingsárum og efri árum var tengd aukinni áhættu á að greinast með langt gengið blöðruhálskirtilskrabbamein. Dagleg eða nánast dagleg lýsisneysla á efri árum var tengd minnkaðri áhættu á langt gengu blöðruhálskirtils- krabbameini. LÆKNAblaóið 2013/99 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.