Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 69
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 AGRIP VEGGSPJALDA V 1 Munur á setstöðu ófatlaðra barna og barna með meðfædda heilalömun mældur með þrýstimottu Fríða Þórisdóttir1, Sigrún Matthíasdóttir2, Þóra Björg Sigurþórsdóttir1, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir3 'Landspítala, 2University of Calgary, ^námsbraut í sjúkraþjálfun, Rannsóknastofu í hreyfivísindum HÍ ths37@hi.is Inngangur: Rannsóknir sýna að börn með meðfædda heilalömun (cere- bral palsy-CP) hafa lélega setstöðu og slæmt jafnvægi. Tilgangur með þessari rannsókn var að athuga hvort munur væri á setstöðu bama með meðfædda heilalömun og ófatlaðra jafnaldra. Efniviður og aðferðir: í rannsóknarhópi voru 16 börn á aldrinum 4-10 ára með helftar- eða tvenndarlömim vegna meðfædda heilalömun (með grófhreyfifærni í flokki I-III). Skilyrði fyrir þátttöku í rannsóknarhópi var að börnin væm með verri hreyfistjórn í annarri hlið líkamans. í viðmiðunarhópi vom 16 ófatlaðir jafnaldrar. Þrýstimotta var notuð til að afla upplýsinga um staðsetningu og færslu kraftmiðju frá miðlínu. Auk þess var hraði á færslu kraftmiðju reiknaður. Tvær tveggja mín- útna mælingar vom gerðar á hverju barni með 10 mínútna millibili. Mælingar fóru fram í skólum barnanna og sátu börnin í skólastólum sínum við borð. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að ekki var marktækur munur á fjarlægð kraftmiðju frá miðlinu milli hópanna. Báðir hóparnir hölluðu svipað langt út frá miðju setflatar (nokkra mm.) við verkefnavinnu. Við seinni mælinguna fluttu ófötluðu bömin þungann meira á milli hliða heldur en bömin með meðfædda heilalömun (p=0,039). Það bendir til þess að þau geti lagað setstöðu sína betur og þrói síður með sér álagseinkenni. Ekki var marktækur munur á hraða kraftmiðjunnar milli hópanna. Setjafnvægi var því svipað hjá hópunum. Vísbendingar voru um að fótstuðningur hafi jákvæð áhrif á jafnvægi barna með með- fædda heilalömun. Alyktanir: Börnin með meðfædda heilalömun voru mörg með aðlagaða stóla til að tryggja góða setstöðu og betra jafnvægi. Samkvæmt þessari rannsókn virtist aðbúnaður þeirra í skólanum veita gott jafnvægi en bömin náðu ekki að aðlaga stöðu sína þegar þau höfðu setið nokkra stund. ítarlegri rannsókna er þörf á setstöðu barna með meðfædda heilalömun til að geta sagt til um hvort nauðsynlegt sé fyrir þau að fá meiri úrbætur á vinnuaðstöðu. V 2 Hölt börn á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á árunum 2006-2010 Bryndís Dagmar Jónsdóttir1, Sigurður Þorgrímsson1'2, Sigurveig Pétursdóttiru, Jón R. Kristinsson1'2'4, Ásgeir Haraldsson1'2 'Læknadeild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, ’Landspítala, 4Læknamiðstöð Austurbæjar bdj2@hi.is Inngangur: Helti er algeng ástæða komu á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og geta orsakirnar verið margvíslegar. Aðallega þrennt fær börn til að haltra, verkur, máttleysi eða byggingargalli. Orsakimar geta verið smávægilegar eða lífshættulegar og eru einkennin gjaman svipuð. Markmið rannsóknarinnar var að fá skýra mynd af sjúklingahópnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfellarannsókn sem náði til allra barna sem komu á bráðamóttöku Bamaspítalans vegna helti á árunum 2006-2010. Búinn var til listi með þeim ICD-10 greining- arnúmerum sem gætu tengst helti hjá börnum og allar sjúkraskrár með þeim greiningum skoðaðar. Skráðar voru upplýsingar um kyn, aldur, sjúkdómsgreiningu, dagsetningu komu og fjölda koma. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru komur á BMB 58.412 og þar af 1.238 vegna helti (2,12%). Drengir voru marktækt fleiri (p 0,001). Aldursdreifing kynjanna var ólík og greiningar mismunandi eftir aldri og kyni. Algengustu greiningamar voru skammvinn hálahimnubólga í mjaðmarlið (31,6%), óskýrð helti (20,7%), tognun, festumein og mjúk- partavandamál mynduðu saman einn flokk (19,0%), liðbólgur (15,1%), graftarliðbólga (3,9%), beinsýking (3,8%) og brot (2,5%). Marktækur munur var á fjölda koma eftir árum (p 0,001) en hvorki eftir mánuðum né árstíðum. Komurnar 1.238 dreifðust á 893 börn. Sex hundruð og sextíu börn komu einu sinni, 167 böm tvisvar sinnum, 38 börn þrisvar og 28 börn komu fjórum til átta sinnum á bráðamóttökuna. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að helti er algeng ástæða komu á bráðamóttöku Bamaspítala Hringsins og orsakirnar fyrir henni em fjöl- breyttar. Algengasta orsökin var skammvinn hálahimnubólga í mjöðm og voru drengir marktækt fleiri í aldursflokknum 0-6 ára og 7-12 ára, sem samræmist erlendum rannsóknum. Athygli vekur að sýking í lið eða beini og brot var orsökin í aðeins 10% tilfella samanlagt. V 3 Tengsl þunglyndis og skýringarstíls meðal íslenskra ungmenna Álfheiður Guðmundsdóttir1, Guðmundur Amkelsson1, W. Edward Craighead2, Einkur Örn Amarson5-4 'Sáifræðideild HÍ, 2Dpt Psychiatry and Behavioral Sciences og Dpt Psychology, Emory University, BNA, 3Iæknadeild HÍ, 4sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala aig15@hi.is Inngangur: Þunglyndi er einn algengasti geðræni vandi sem fólk glímir við. Áður var þunglyndi bama og unglinga talið sjaldgæft og rann- sóknir beindust að fullorðnum en nú er vitað að börn og unglingar upp- lifa þunglyndi og rannsóknir fjölmargar. Algengi þunglyndis eykst með aldri og talið að 15-25% upplifi meiriháttar þunglyndi (MDE) á ung- lingsárum. Samkvæmt kenninginu um hjálparleysi er talið að þeir sem skýra neikvæða atburði með vísun í innri, stöðuga og almenna þætti séu líklegri til að upplifa þunglyndi, en hinir sem skýra sömu atburði með vísun í ytri, óstöðuga og sértæka þætti. Rannsóknir hafa stutt þá kenn- ingu og sýnt fram á tengsl á milli skýringarstíls og þunglyndis unglinga. Tilgangur rannsóknar var að kanna tengsl þunglyndis og skýringarstíls meðal íslenskra ungmenna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókn voru 4.420 nemendur í 9. bekk grunnskóla og fyrsta árs nemar framhaldsskóla, sem tóku þátt í verkefninu Hugur og heilsa á árunum 1999-2011 og fylltu út sjálfs- matslistana CDI (Children's Depression Inventory) sem metur einkenni þunglyndis og CASQ (Children Attribution Style Questionnaire) sem metur skýringarstíl. Niðurstöður: Línuleg aðfallsgreining leiddi í ljós að heildarskor CASQ LÆKNAblaðið 2013/99 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.