Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 70
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 spáði marktækt fyrir um skor á CDI (F (1,4413) = 2065, p<0,01). Línuleg aðfallsgreining gaf til kynna að jákvæður skýringarstíll spáði um lægra skor á CDI. Neikvæður skýringarstíll spáði fyrir um hærra skor á CDI. Alyktanir: Niðurstöður rannsóknar eru í samræmi við fyrri rannsóknir og styðja ályktanir um tengsl neikvæðs skýringarstfls og þunglyndis. V 4 Helstu gigtarsjúkdómar í íslenskum börnum Gísli Gunnar Jónsson, Sólveig S. Hafsteinsdóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Ásgeir Haraldsson, Jón R. Kristinsson Læknadeild HÍ, Barnaspítaia Hringsins, Landspítalanum, Læknamiöstöð Austurbæjar ggi2@hi.is Inngangur: Bamaliðagigt (Juvenile Idiopathic Arthritis, JIA) er flokkur gigtsjúkdóma í börnum. Orsakir eru óþekktar. Bamaliðagigt er skipt í sjö undirflokka og helstu þrír flokkamir eru fáliða-, fjölliða- og fjölkerfagigt. Bamaliðagigt getur valdið eyðingu liða og vaxtarfötlun. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna nýgengi, algengi, aldursdreifingu, kynjahlut- fall og meðferðarþætti gigtsjúkdóma í börnum á Islandi og bera saman niðurstöðurnar við erlendar rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Gerð var lýsandi afturskyggn rannsókn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám gigtveikra barna á íslandi á árunum 1995 til og með 2009. Sjúklingarnir voru fundnir með því að leita í sjúkraskrárkerfi Landspítalans, Barnaspítala Hringsins og skrám Læknamiðstöðvar Austurbæjar. Ekki var gerð ítarleg skimun fyrir augnhólfsbólgu. Algengt er að vafi sé varðandi ýmis atriði, einkum upphaf einkenna. Tölfræðivinnslu var því skipt í tvo hluta, annars vegar tilvik sem engin vafi var um við skráningu og hins vegar tilvik þar sem vafaatriðin voru tekin með. Gerð var tilgátuprófun til að reikna marktækni milli kynja. Niðurstöður: Alls voru 172 börn sem fengu sjúkdómsgreiningu barnaliðagigtar á ámnum 1995-2009. Fjölmennasti undirflokkurinn var fáliðagigt með 65,7 % einstaklinga. Fyrstu einkenni voru í flestum til- vikum í hné og ökkla. Nýgengið fór hækkandi eftir því sem leið á rann- sóknartímabilið en meðalnýgengi á tímabilinu var 16,3/100.000 börn yngri en 16 ára. Aldursdreifing nýgreindra tilfella nær þremur toppum. Flesttr sjúklingamir vom einungis meðhöndlaðir með BEYGL. Einimgis fjórir einstaklingar fundust með fremri augnhólfsbólgu. Ályktanir: Nýgengið virðist vera hækkandi með ámnum sem gæti bent til aukinnar skráningar á þessum sjúkdómum. Sterkur gmnur leikur þó á að fleiri einstaklingar hafi fremri augnhólfsbólgu. V 5 Eftirlit með blóðsykri og meðferð við blóðsykurslækkun nýbura. Afturskyggn rannsókn eins árgangs nýbura á Landspítala Guðný Svava Guðmundudóttir'-, Elín Ögmundsdóttir', Guðrún Kristjánsdóttiru ‘Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins gudnysvava@internet.is Inngangur: Erlendar rannsóknir og klínískar leiðbeiningar mæla með að gefin sé ábót fari blóðsykursgildi undir 2,0 mmól/L á fyrstu 24 klst og ef það fer undir 2,5 mmól/L eftir 24 klst. Mælt er með tíðari brjóstagjöf við lágum blóðsykri eða 3-5 ml/kg ábót. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga við hvaða blóðsykursgildi er gripið til meðferðar við of lágum blóðsykri og hverjar séu meðferðir við lágum bóðsykri. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýsandi, afturskyggn og upp- lýsinga aflað úr sjúkraskrám. Almennar upplýsingar um börrtin, ábóta- gjöf og annarri meðferð og tímasetningu var skráð ásamt blóðsykurs- gildum og framkvæmd eftirlits með þeim. Urtakið var hentugleikaúrtak nýbura, sem fæddir voru árið 2010 og blóðsykursmælingar voru til um. Lokaúrtak voru 955 nýburar eða rúm 27% af alls 3468 börnum sem fæddust á Landspítalanum það ár. Niðurstöður: Blóðsykurmælingar voru fengnar á fyrstu þremur klst frá fæðingu hjá 87,2% barnanna og hjá 7,3% án skráðra áhættuþátta blóðsykurlækkunar. Algengasti aldur við fyrstu mælingu var innan 60 mín frá fæðingu (56%). Blóðsykursgildi á fyrstu 3 klst frá fæðingu var 0,5-12,6 mmól/L. Af þeim voru 23,9% undir 2,5 mmól/L í blóðsykri og 11,6% undir 2,0 mmól/L. Af þeim sem ekki lögðust inn á nýbura- gjörgæslu (n=577) fengu 41% ábót á fyrstu þremur sólarhringum. í 66% tilfella mældist blóðsykur aldrei undir 2,0 og í 43% tilfella aldrei undir 2,5 mmól/L. Ábót gefin fullburum (53%) var nær alltaf þurrmjólk (95%). Ályktanir: Blóðsykurmæling er fengin frá um þriðjungi bama innan 3 klst frá fæðingu og niðurstöður sýna að stór hluti þeirra fái ábót fyrr en æskilegt er samkvæmt gagnreyndum viðmiðunum. Hugsanlega stafar það af því að blóðsykurmælingar fari fram of snemma. Ekki er ljóst af niðurstöðum við hvaða blóðsykursgildi er gripið til ábótagjafar í æð. Frekari rannsókna er þörf. V 6 Faraldsfræði Streptococcus prteumoniae, S. pyogenes og Haemophilus sp. í leikskólabörnum árið 2012 Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir', Helga Erlendsdóttir1-2, Karl G. Kristinsson1-2, Þórólfur Guönason1'11, Ásgeir Haraldsson1'3 ‘Læknadeild HÍ, 2sýklairæðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4embætti landlæknis bdat@hi.is Inngangur: Strqjtococcus pneutnoniae (pneumókokkar) eru algengar bakteríur í nefkoki bama en geta valdið alvarlegum sýkingum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi pneumókokka, S. pyogenes og Hemophilus sp. í nefkoki leikskólabarna, sýklalyfjaónæmi og tengsl við ýmsa áhættuþætti. Hjúpgreina pneumókokka, bera saman við hjúp- gerðir úr fyrri rannsóknum (2009-2011) og meta líkleg áhrif bóluefnis gegn 10 hjúpgerðum. Efniviður og aðferðir: Tekin voru 465 nefkoksýni í 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu 12.-28.mars 2012. Forráðamenn svöruðu spum- ingalista. Efttr ræktun voru pneumókokkamir hjúpgreindir og næmis- próf var gert á þeim og S. pyogenes. Niðurstöður: Böm með pneumókokka vom 259 (56%), 23 böm bám tvær hjúpgerðir og heildarfjöldi stofna var 282. Berahlutfall fór mark- tækt lækkandi með aldri. Algengasta hjúpgerðin var 6A síðan 23F, 15, 19F og 11. Af þeim stofnum sem ræktuðust var 31 (11%) með minnkað penisillínnæmi (PNSP). Aldur og sýklalyfjanotkun undangengna 30 daga hafði marktæk áhrif á PNSP. Það ræktuðust 33 (11,7%) fjölónæmir pneumókokkar. Börn með S. pyogenes voru 31 (6,7%) og voru stofnarnir næmir fyrir penisillíni og erýþrómýsíni en ónæmi gegn klindamýsíni var 6,5% eins og fyrir tetrasýklíni. Berahlutfall Haemophihis sp. var 63% og fór marktækt lækkandi með aldri. Ályktanir: Berahlutfall pneumókokka var líkt og 2011. Hlutfall PNSP var svipað og voru marktæk tengsl við sýklalyfjanotkun síðustu daga líkt og 2011 en að auki voru marktæk tengsl við aldur. Algengasta hjúpgerðin var 6A og hjúpgerðir 11 og 15 komu nýjar inn en þessar hjúpgerðir er ekki að finna í bóluefninu. Berahlutfall S. pyogenes var svipað en berahlutfall Haemophilus sp. var lægra en árið 2009. Halda þarf rannsóknum áfram til að fylgjast með árangri bóluefnis og fækka alvar- legum sýkingum af völdum pneumókokka. 70 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.