Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 78
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 V 30 Brottnám legs á íslandi árin 2001-2010. Algengi, ástæður og aðferðir Kristín Hansdóttir', Jens A. Guðmundsson1'2 'Læknadcild HÍ, 2kvenna- og bamasviö Landspítala krh23@hi.is Inngangur: Brottnám legs er algengasta skurðaðgerð, fyrir utan keisara- skurð, sem konur gangast undir. Legnámsaðgerðum hefur fækkað í nágrannalöndunum undanfarin ár. Breytingar hafa orðið á skurðtækni við legnámsaðgerðir og meira er gert af aðgerðum með lágmarks inn- gripi, það er að segja með kviðsjá eða um leggöng, í stað opins kvið- skurðar. Markmið þessarar rannsóknar var að fá vitneskju um þróun og breytingar á legnámsaðgerðum á íslandi. Efniviður og aðferðin Rannóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna sem gengust undir legnám á Islandi á tímabilinu 2001-2010. Leitað var eftir aðgerðamúmerum fyrir allar gerðir legnáms og skráð atriði um aldur, ástæður og tegund aðgerðar, aukaaðgerðir, legutíma eftir aðgerð, fylgikvilla og endurinnlagnir og gerður samanburður á tveimur fimm ára tímabilum. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 5.288 legnámsaðgerðir, sem fækk- aði á tímabilinu úr 389 aðgerðum fyrir hverjar 100.000 konur árið 2001 í 266 árið 2010. Aðgerðum með kviðsjá og um leggöng fjölgaði úr 30% árið 2001 í 50% árið 2010 á öllu landinu. Á Landspítalanum fjölgaði þeim úr 25% í 67%, aðallega vegna aukningar kviðsjáraðgerða (p<0,0001). Legudögum fækkaði fyrir allar tegundir aðgerða bæði innan Landspítala og utan. Meðalaldur kvenna var um 50 ár á tímabilinu. Færri eggjastokkabrottnám voru framkvæmd samhliða legnámi á seinna tímabilinu en því fyrra. Alengustu sjúkdómsgreiningamar vom slétt- vöðvaæxli og blæðingaróregla. Tíðni skráðra fylgikvilla var lág (3,8%) og endurinnlagnir fáar (1,9%). Ályktanir: Á fslandi hafa verið gerðar hlutfallslega fleiri leg- námsaðgerðir en í nágrannalöndum en þeim fer fækkandi. Breyting á aðgerðatækni hefur verið sambærileg en hlutfall aðgerða með lágmarks inngripi er þó hærra á Landspftala en á flestum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndunum. V 31 Leit að áhrifastökkbreytingum í genum á völdum svæðum á litningum 2p, 6q og 14q í fjölskyldu með háa tíðni brjóstakrabbameins Óskar Öm Hálfdánarson', Aðalgeir Arason'2, Guðrún Jóhannesdóttir1, Ólafur Friðjónsson3, Elísabet Guðmundsdóttir4, Bjami A. Agnarsson5, Óskar Þór JohannssoiV', Inga Reynisdóttir1, Rósa B. Barkardóttir1-2 'Sameindameinafræöi- og frumulíffræðieining, rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 2BMC heilbrigðisvísindasviði HÍ, 3Matís ohf., 4Roche NimbleGen, 5rannsóknastofu í meinafræði og 6krabbameinslækningadeild Landspítala oskaroh@landspitali.is Inngangur: Með tilliti til fjölskyldusögu koma 5-10% greindra einstak- linga með brjóstakrabbamein úr fjölskyldum með háa tíðni meinsins. Um helmingur fjölskyldnanna hafa ekki tengsl við stökkbreytingar í þekktum krabbameinsgenum á borð við BRCAl og BRCA2. Slíkar fjöl- skyldur kallast BRCAx-fjölskyldur. í undanfara þessarar rannsóknar var sýnt fram á tengsl svæða á litningum 2p, 6q og 14q við brjóstakrabba- mein í einni íslenskri BRCAx-fjölskyldu (70234). í heildina eru 554 gen innan svæðanna en í fyrsta hluta rannsóknarinnar var ákveðið að rað- greina 274 gen. Markmið rannsóknarinnar var að finna stökkbreytingar á litningasvæðum 2p, 6q og 14q í fjölskyldu 70234 sem eru líklegar til þess að valda aukinni hættu á myndun brjóstakrabbameins. Efniviður og aðferðir: Raðgreind voru valin svæði á litningum 2p, 6q og 14q í fjórum sýnum úr fjölskyldu 70234 með 454-raðgreiningu. Lagt var mat á hvaða breytileikar væru líklegir til þess að hafa áhrif á virkni þeirra gena sem báru þá. SIFT og Polyphen2 (PP2) voru notuð til að leggja mat á mögulega skaðsemi basabreytileika á próteinkóðandi svæð- um. Kandídatbreytingar voru skimaðar í völdum fjölskylduefnivið, óvöldum sjúklingahópi og viðmiðunarhópi. Kíkvaðratpróf var notað til að meta hvort marktækur munur væri á samsætutíðni milli hópa. Niðurstöður: Heildarfjöldi kímlínu breytíleika var 1.543. Þar af voru 148 breytileikar prótein kóðandi. Skimað var fyrir fjórum prótein kóðandi breytileikum og tveimur breytingum utan próteinkóðandi svæða, þar af einni splæsibreytingu. Ekki reyndist marktækur munur á samsætutíðni milli hópa. Ályktanir: Engar stökkbreytingar fundust sem líklegar eru til þess að skýra aukna tilhneigingu til myndunar brjóstakrabbameins í ætt 70234. Næsta skref er að raðgreina þau 280 gen sem ekki voru raðgreind í fyrsta hluta rannsóknarinnar. V 32 Áhrif kúrkúmíns á lyfjanæmi krabbameinsfrumna Karen Eva Halldórsdóttir', Finnbogi R. Þormóðsson2, Helgi Sigurðsson1-3 ‘Læknadeild HÍ, 2ValaMed ehf., 2Landspítala háskólasjúkrahúsi keh3@hi.is Inngangur: Kúrkúmín sem náttúruefni hefur ýmsa einstaka eigin- leika sem nýst geta við meðferð ýmissa sjúkdóma, þar á meðal við krabbameini. Það hefur reynst auka frumudrepandi áhrif krabbameins- lyfja og þá aðallega með því að framkalla sjálfstýrðan frumudauða í fjöllyfjaónæmum krabbameinsfrumum. Markmið tilraunar var að stað- festa áhrif kúrkúmíns til aukningar á lyfjanæmi valdra krabbameins- frumulína í rækt, en auk þess prófa hvort þessi áhrif kúrkúmins ná til æxlisfrumna úr sjúklingum. Efniviður og aðferðir: Notast var við tvær andrógen óháðar frumu- línur úr blöðruhálskirtilsæxli, DU-145 og PC-3. Kúrkúmín var fengið frá Sigma og hefðbundin krabbameinslyf ásamt vökvasýni úr langt gengnu eggjastokkakrabbameini fengið frá Landspítala. Frumum var sáð í 96 holu ræktunarbakka með mismunandi styrkjum kúrkúmíns og krabba- meinslyfja. Lífvænleiki frumna var ATP lúsiferín-lúsiferasa efnahvarfi. Niðurstöður: Greinilegt er að krabbameinslyf með kúrkúmín dregur meira úr frumulifun heldur en krabbameinslyfin ein sér. Þetta sést bæði gagnvart frumulínunum og einnig gagnvart krabbameinsfrumum frá sjúklingi þar sem frumudráp gat meira en tvöfaldast fyrir áhrif kúrkúmins. Ályktanir: Rannsóknin staðfestir niðurstöður fyrri rannsókna og sýna jafnframt fram á áhrif kúrkúmíns til aukningar lyfjanæmis eggjastokka krabbameinsfrumna sjúklings fyrir frumudeyðandi lyfjum. Engu nátt- úrulegu efni hefur verið lýst sem hefur áhrif á jafnmargar boðleiðir og kúrkúmín gerir. Fjöllyfjaónæmar krabbameinsfrumur eru vandamál í almennri lyfjameðferð og því eiginleikar kúrkúmíns til aukningar á lyfjanæmi krabbameinsfrumna í rækt áhugaverðir til frekari skoðunar. Það hamlar þó notkun þess að frásog kúrkúmins er lítið. V 33 Áhrif resveratról á lyfjanæmi frumna úr illkynja stjarnfrumuæxlum Sigurrós Jónsdóttir', Finnbogi R. Þormóðsson2, Ingvar H. Ólafssonu, Helgi Sigurðsson1'3 'Læknadeild HÍ, 2ValaMed ehf., 2Landspítala háskólasjúkrahúsi sigurrosj@gmail.com 78 LÆKNAblaóið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.