Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 91
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 V 72 Sárasogsmeðferð við djúpum sýkingum í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaaðgerðir. Samanburður við eldri sárameðferð Steinn Steingrímsson'-2, Magnús Gottfreðsson1-3, Ingibjörg Guðmundsdóttir4, Johan Sjögren5, Tómas Guðbjartsson12 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3smitsjúkdómadeild, 4æðaskurðdeild Landspítala, 5hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni steinnstein@gmail. com Inngangur: Sárasogsmeðferð (SSM) hefur verið notuð við alvarlegum sýkingum í bringubeinsskurði hér á landi frá árinu 2005. Markmið rann- sóknarinnar var að bera saman árangur sárasogsmeðferðar við djúpum sýkingum í bringubeinsskurði við eldra þýði sjúklinga sem meðhöndl- aðir voru með hefðbundinni meðferð (HM), það er sáraskiptingum með grisjum og skoldreni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra sjúklinga sem greindust með djúpa sýkingu í bringubeinskurði eftir opna hjartaaðgerð á Landspítala frá 2000 til 2010, samtals 43 sjúklinga. Sjúklingum var skipt í tvo hópa; 23 sjúklinga voru meðhöndlaðir með HM til loka júlí 2005 og 20 sjúklingur voru meðhöndlaðir með SSM frá ágúst 2005. Leitað var að sjúklingum í aðgerðarskrám Landspítala og var borinn saman árangur í hópunum tveimur. Niðurstöður: Hópamir voru sambærilegir með tilliti til aldurs og kyns. Fleiri sjúklingar í HM-hópi höfðu sögu um útæðasjúkdóm (p=0,02) en að öðru leyti voru lýðfræðilegir þættir hópanna svipaðir. Árangur með- ferðar með tilliti til endurkomu djúprar sýkinga var 95% hjá SSM-hópi borið saman við 65% hjá HM-hópi (p=0,02). Legutími á sjúkrahúsi (30 og 31 dagar, p=0,90) og gjörgæslu (þrír og fjórir dagar, p=0,51) vegna meðhöndlunar var svipaður milli hópa. Tíðni bringubeinsfistla sem þörfnuðust skurðmeðferðar var 5% hjá SSM-hópi og 27% hjá HM-hópi (p=0,07). Dánartíðni innan árs var 0% hjá SSM-hópi og 17% hjá HM-hópi (p=0,07). Ályktanir: Sárasogsmeðferð við djúpum sýkingum í bringubeinsskurði hefur gefið góða raun á íslandi og árangur síst síðri en við hefðbundna sárameðferð. Færri sjúklingar þurftu skurðaðgerð vegna endurkomu djúpra sýkinga þótt legutími hafi ekki verið tölfræðilega styttri. Hafa ber í huga að fjöldi sjúklinga er takmarkaður og ekki verið að bera saman sömu tímabil. V 73 Tíðni bringubeinsfistla eftir opnar hjartaskurðaðgerð á íslandi Steinn Steingrímsson12, Johan Sjögren3, Tómas Guðbjartsson12 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 'læknadeild HÍ, 'hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni, Svíþjóð steinnstein@gmail. com Inngangur: Bringubeinsfistlar em sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða. Um er að ræða langvinnar sýkingar sem greinast vikum eða mánuðum eftir skurðaðgerð og er meðferð þeirra oftast flókin og krefst iðulega endurtekinna skurðaðgerða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni bringubeinsfistla eftir opnar hjartaaðgerðir í vel skilgreindu þýði, en slíkar niðurstöður hafa ekki birst áður hjá heilli þjóð. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem greindir voru með bringubeinsfistil sem þarfnaðist skurðaðgerðar á árunum 2000-2010. Sjúklingar voru fundnir með leit í gagnagrunni hjarta- og lungnaskurðdeildar og aðgerða- og greiningarskrám Landspítala. Tíðni bringubeinsfistla var reiknuð ásamt 95%-öryggisbili. Niðurstöður: Alls fundust sex sjúklingar í hópi 2446 einstaklinga sem gengust undir opna hjartaskurð-aðgerð á tímabilinu og mældist tíðni fistla 0,25% (95%-öryggisbil: 0,11-0,53%). Meðalaldur var 71±9 ár og allir sjúklingamir karlar. Staphylococcus aureus og/eða kóagúlasa neikvæðir stapfýlókokkar vom sýkingarvaldar í fimm tilfellum og Candida albicans i einu. I öllum skurðaðgerðunum var dauður og sýktur vefur hreins- aður og gefin sýklalyf í æð. Þrír sjúklinganna gengust endurtekið undir skurðaðgerð á margra mánaða tímabili og náði einn þeirra ekki bata. Að meðaltali lágu sjúklingar 19 daga á sjúkrahúsi (bil 0-50 dagar). Fimm árum frá greiningu voru fjórir af sex sjúklingum á lífi. Ályktanir: Bringubeinsfistlar eru fátíðir í samanburði við aðra fylgi- kvilla eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi. Meðferð krefst endur- tekinna skurðaðgerða og innlagna með tilheyrandi kostnaði. Því er mikilvægt að fyrirbyggja þessar langvarandi sýkingar. V 74 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi hefur batnað á síðustu 10 árum Hera Jóhannesdóttir1, Daði Helgason1, Tómas Andri Axelsson', Martin Ingi Sigurðsson2, Tómas Guðbjartsson1-2 ‘Læknadeild HÍ, 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala hej23@hi.is Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er langalgengasta opna hjartaað- gerðin á Islandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman skamm- tímaárangur þessara aðgerða á tveimur fimm ára tímabilum með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og dánartíðni eftir aðgerð. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og voru 700 sjúkling- ar, sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2007-2011, bomir saman við 720 sjúklinga, sem skornir voru 2002-2006. Skráðir voru snemmkomnir fylgikvillar aðgerðar og dánartíðni innnan 30 daga. Niðurstöður: Meðalaldur (66 ár) og hlutfall karla (82%) reyndist sambærilegt á báðum tímabilum, einnig EuroSCORE (4,9% vs 4,5%). Gáttaflökt/tif var algengasti minniháttar fylgikvillinn og hélst tíðnin í kringum 40% en næst kom skurðsýking á fæti, sem greindist í tæplega 10% tilfella á báðum tímabilum. Af alvarlegum fylgikvillum lækkaði tíðni hjartadreps í aðgerð um rúmlega helming á síðara tímabilinu (6% vs 13%, p<0,0001) og tíðni bringubeinsloss lækkaði þrefalt (3% vs 1%, p=0,014). Tíðni djúpra bringubeinssýkinga og nýmaskaða hélst hins vegar óbreytt. Dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð var 3% á fyrra tímabili og 2% á því síðara, án þess þó að munurinn væri marktækur. Ályktanir: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Islandi er góður og virðist fara batnandi, ekki síst vegna lægri tíðni hjartadreps í aðgerð. Aðeins 2% sjúklinga létust innan 30 daga á síðara tímabili, sem þykir mjög góður árangur borið saman við erlendar rannsóknir. V 75 And-TGF-þ áhrif telmisartans gerast óháð angíótensín II viðtakanum Inga Hlíf Melvinsdóttir, Amar Geirsson, Qing-le Li, George Tellides Section of Cardiac Surgery, Yale University School of Medicine ihm4@hi.is Inngangur: Truflun í TGF-p boðleiðinni hefur verið tengd við mítur- lokubakfall og hrömun míturloku. Angíótensín viðtakahemlar virka á angíótensín II viðtaka týpu 1 (ATl) en þeir hafa einnig áhrif á TGF-þ boðleiðina með óskilgreindum hætti. Angíótensín viðtakahemlar geta aukið peroxisome proliferator-activated receptor (PPAR)--/ en einnig hefur verið sýnt fram á að PPAR-y agónistar hemji TGF-þ boðleiðina. LÆKNAblaðið 2013/99 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.